Vont tap hjá Alberti í Rómarborg 4. maí 2025 15:31 Albert Guðmundsson kom inn af varamannabekknum á 61. mínútu en athafnaðist lítið, líkt og aðrir leikmenn Fiorentina. Luis Contreras/Dax Images/NurPhoto via Getty Images Albert Guðmundsson spilaði síðasta hálftímann fyrir Fiorentina í 1-0 tapi gegn Roma í 35. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fiorentina missti þar af mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni. Artem Dovbyk skoraði eina mark leiksins seint í fyrri hálfleik, eftir stoðsendingu frá hinum framherjanum Eldor Shomurodov. Alberti var skipt inn á fyrir Nicolo Zaniolo þegar um hálftími var eftir, en honum tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Átti ekki skot að marki og tapaði boltanum tvisvar. Albert og félagar í Fiorentina eru í áttunda sæti eins og er, þremur til fjórum stigum frá liðunum í fjórða til sjötta sæti deildarinnar. Þrjár umferðir eru eftir og Fiorentina vill vinna sig ofar. Fjórða sætið fer í Meistaradeildina, fimmta sætið í Evrópudeildina og sjötta sætið í Sambandsdeildina. Sigurinn fleytti Roma upp í fjórða sæti. Lazio, Juventus, Bologna og Fiorentina eru þar á eftir. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson spilaði síðasta hálftímann fyrir Fiorentina í 1-0 tapi gegn Roma í 35. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fiorentina missti þar af mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni. Artem Dovbyk skoraði eina mark leiksins seint í fyrri hálfleik, eftir stoðsendingu frá hinum framherjanum Eldor Shomurodov. Alberti var skipt inn á fyrir Nicolo Zaniolo þegar um hálftími var eftir, en honum tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Átti ekki skot að marki og tapaði boltanum tvisvar. Albert og félagar í Fiorentina eru í áttunda sæti eins og er, þremur til fjórum stigum frá liðunum í fjórða til sjötta sæti deildarinnar. Þrjár umferðir eru eftir og Fiorentina vill vinna sig ofar. Fjórða sætið fer í Meistaradeildina, fimmta sætið í Evrópudeildina og sjötta sætið í Sambandsdeildina. Sigurinn fleytti Roma upp í fjórða sæti. Lazio, Juventus, Bologna og Fiorentina eru þar á eftir.