Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu

Raphinha skoraði langþráð jöfnunarmark fyrir Barcelona, sem óð í færum allan leikinn.
Raphinha skoraði langþráð jöfnunarmark fyrir Barcelona, sem óð í færum allan leikinn. Cesar Ortiz Gonzalez/Soccrates/Getty Images

Barcelona lenti undir en vann 1-2 endurkomusigur gegn Real Valladolid, neðsta liði spænsku úrvalsdeildarinnar, í 34. umferðinni.

Heimamenn skoruðu fyrsta markið mjög snemma, á sjöttu mínútu. Ivan Sanchez var þar á ferð, með skot sem fór af varnarmanni og lak yfir línuna.

Gestirnir frá Barcelona voru mun meira með boltann og skapaði sér fjölmörg færi, en átti erfitt með að finna markið.

Fyrr en í seinni hálfleik, þegar Raphinha jafnaði metin á 54. mínútu. Hann komst í boltann eftir fyrirgjöf frá Lamine Yamal, sem markmaðurinn kýldi skammt burt.

Spurningin var ekki hvort heldur hvenær Börsungar myndu setja annað mark, svo miklir voru yfirburðirnir inni á vellinum.

Þeir þurftu ekki að bíða lengi eftir því, sex mínútum síðar skoraði Fermin Lopez sigurmarkið, afgreiðslan auðveld eftir gott spil Börsunga og stoðsendingu Gerard Martin.

Barcelona hefði hæglega getað bætt við marki eða mörkum, meðal annars bjargað á línu frá þeim, en fleiri urðu þau ekki og 1-2 lokaniðurstaðan.

Barcelona er með sjö stiga forystu á Real Madrid, sem á leik til góða Celta Vigo í hádeginu á morgun. Að þeim leik loknum munu bæði lið eiga fjóra leiki eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira