Lífið

Mætti í eigið af­mæli í lokaðri lík­kistu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viktor fór alla leið í eigin afmæli.
Viktor fór alla leið í eigin afmæli.

Í síðasta þætti af Tilbrigði um fegurð var fylgst með afmæli Viktors sem hann hélt á Hótel Holt.

Þemað í afmælið var dauðinn og gerði Viktor sér lítið fyrir og mætti til leiks í líkbíl og það í lokaðri líkkistu. Alvöru innkoma eins og sjá má hér að neðan.

Í þættinum Tilbrigði um fegurð er fylgst með Viktori og hans lífi en hann hefur farið í ýmiskonar fegrunaraðgerðir á síðustu árum og er oft kallaður aðgerðadrengurinn en það er einmitt umfjöllunarefni þáttanna. Báðar aðgerðirnar voru framkvæmdar af sama lækninum.

Um er að ræða heimildarþáttaröð sem fylgir lífi Viktors, 35 ára hjúkrunarfræðings sem hefur tileinkað sér fegrunaraðgerðir frá unga aldri. Í þáttunum er dregin upp einlæg og djörf mynd af manni sem glímir við áhrif samfélagslegra væntinga á sjálfsmynd sína.

Klippa: Mætti í lokaðri líkkisti í eigið afmæli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.