Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 07:32 Espen Eskas býr sig undir að reka Dani Vivian af velli í leik Athletic Bilbao og Manchester United. getty/Bradley Collyer Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. United var 0-3 yfir í hálfleik en Athletic Bilbao missti mann af velli á 35. mínútu þegar Dani Vivian fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Rasmus Højlund innan vítateigs. Leikmenn Athletic Bilbao voru ósáttir við rauða spjaldið sem Vivian fékk en þeir vildu meina að Alejandro Garnacho hefði handleikið boltann áður en hann barst í átt að Højlund. „Við getum komið til baka. Það voru nokkur atvik sem vöktu upp spurningar. Fyrir vítið fékk Garnacho boltann í höndina sem dómarinn sá ekki,“ sagði Inaki Williams, einn reyndasti leikmaður Athletic Bilbao, eftir leikinn. „Þetta var barátta milli Vivians og hans. Hann fór niður við minnstu snertingu og það var óheppilegt að hann hafi dæmt.“ Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Williams að Baskarnir geti komið til baka í seinni leiknum á fimmtudaginn í næstu viku. „Við vorum ekki nógu beittir. Það er engin ástæða til að koma með afsakanir. Við erum 3-0 undir en erum færir um að snúa því við. Við höfum þegar séð Lyon valda þeim vandræðum á heimavelli og við ætlum að reyna að gera slíkt hið sama,“ sagði Williams. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
United var 0-3 yfir í hálfleik en Athletic Bilbao missti mann af velli á 35. mínútu þegar Dani Vivian fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Rasmus Højlund innan vítateigs. Leikmenn Athletic Bilbao voru ósáttir við rauða spjaldið sem Vivian fékk en þeir vildu meina að Alejandro Garnacho hefði handleikið boltann áður en hann barst í átt að Højlund. „Við getum komið til baka. Það voru nokkur atvik sem vöktu upp spurningar. Fyrir vítið fékk Garnacho boltann í höndina sem dómarinn sá ekki,“ sagði Inaki Williams, einn reyndasti leikmaður Athletic Bilbao, eftir leikinn. „Þetta var barátta milli Vivians og hans. Hann fór niður við minnstu snertingu og það var óheppilegt að hann hafi dæmt.“ Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Williams að Baskarnir geti komið til baka í seinni leiknum á fimmtudaginn í næstu viku. „Við vorum ekki nógu beittir. Það er engin ástæða til að koma með afsakanir. Við erum 3-0 undir en erum færir um að snúa því við. Við höfum þegar séð Lyon valda þeim vandræðum á heimavelli og við ætlum að reyna að gera slíkt hið sama,“ sagði Williams.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03
„Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47