Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 22:58 Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskránna sem notast var við. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Forsaga málsins er sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands var úrskurðað gjaldþrota. Eftir ítrekaðar beiðnir frá stjórnendum skólans um að menntamálaráðherra myndi aðstoða þau tilkynnti ráðuneytið að nemendunum stæði til boða að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum. Samhliða yrði þróuð námsbraut í kvikmyndagerð. Nemendurnir voru afar ósáttir með fyriráætlanirnar og afþökkuðu boðið um að skipta yfir í Tækniskólann. Að lokum varð það þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur skólans. Í Kvikmyndaskólanum voru hins vegar tvö rekstrarfélög, annars vegar Kvikmyndaskóli Íslands fyrir íslenska nemendur og svo Icelandic Film School fyrir utanumhald um erlenda nemendur. Allir nemendur skólans, íslenskir eða erlendir, stunduð sama nám. Rekstrarfélag Icelandic Film School er enn í eigu Böðvars Bjarka Péturssonar, stofnanda Kvikmyndaskóla Íslands. Í bréfi sem Böðvar sendi á Þór Pálsson, framkvæmdastjóra Rafmenntar neitar hann Rafmennt um að nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands þar sem nafnið sé ekki söluvara. „Þér, sem hafið verið nefndur sem kaupandi að nafninu, munið nú nota nafnið fyrir sömu starfsemi og Icelandic Film School rekur og er því alfarið mótmælt og hér með krafist að notkun nafnsins verði hætt þegar í stað,“ stendur í bréfinu. Böðvar segir einnig rangt að námskrár Kvikmyndaskólans og Icelandic Film School séu taldar hafa ekkert verðgildi. Þar sem hvorugt rekstrarfélagið hafi fengið opinbera fjárveitingu fyrir þróun kennsluskránna séu þær höfundarverk Böðvars sjálfs. „Þess er krafist að leitað sé heimilda til notkunar,“ skrifar hann. „Okkur skilst að þér hafið nú þegar gjaldfellt námið gagnvart nemendum með því að segja upp starfsfólki í fjölmörgum lykilstöðum, auk þess að gefa út yfirlýsingar um að gjörbreyta starfseminni.“ Böðvar segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt hyggist þeir nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands eða notist við kennsluskrá eða skipulag skólans án heimilda. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Forsaga málsins er sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands var úrskurðað gjaldþrota. Eftir ítrekaðar beiðnir frá stjórnendum skólans um að menntamálaráðherra myndi aðstoða þau tilkynnti ráðuneytið að nemendunum stæði til boða að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum. Samhliða yrði þróuð námsbraut í kvikmyndagerð. Nemendurnir voru afar ósáttir með fyriráætlanirnar og afþökkuðu boðið um að skipta yfir í Tækniskólann. Að lokum varð það þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur skólans. Í Kvikmyndaskólanum voru hins vegar tvö rekstrarfélög, annars vegar Kvikmyndaskóli Íslands fyrir íslenska nemendur og svo Icelandic Film School fyrir utanumhald um erlenda nemendur. Allir nemendur skólans, íslenskir eða erlendir, stunduð sama nám. Rekstrarfélag Icelandic Film School er enn í eigu Böðvars Bjarka Péturssonar, stofnanda Kvikmyndaskóla Íslands. Í bréfi sem Böðvar sendi á Þór Pálsson, framkvæmdastjóra Rafmenntar neitar hann Rafmennt um að nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands þar sem nafnið sé ekki söluvara. „Þér, sem hafið verið nefndur sem kaupandi að nafninu, munið nú nota nafnið fyrir sömu starfsemi og Icelandic Film School rekur og er því alfarið mótmælt og hér með krafist að notkun nafnsins verði hætt þegar í stað,“ stendur í bréfinu. Böðvar segir einnig rangt að námskrár Kvikmyndaskólans og Icelandic Film School séu taldar hafa ekkert verðgildi. Þar sem hvorugt rekstrarfélagið hafi fengið opinbera fjárveitingu fyrir þróun kennsluskránna séu þær höfundarverk Böðvars sjálfs. „Þess er krafist að leitað sé heimilda til notkunar,“ skrifar hann. „Okkur skilst að þér hafið nú þegar gjaldfellt námið gagnvart nemendum með því að segja upp starfsfólki í fjölmörgum lykilstöðum, auk þess að gefa út yfirlýsingar um að gjörbreyta starfseminni.“ Böðvar segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt hyggist þeir nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands eða notist við kennsluskrá eða skipulag skólans án heimilda.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira