Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2025 14:32 Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp! Helmingur þeirra sem búa á Gasa eru börn og þau eru svelt og notuð sem gjaldmiðill í deilu sem virðist ekki hægt að leysa. Þetta verður að stöðva og það srax! Ísrael hefur verið eitt af mínum einstöku stöðum í heiminum sem gaman er heim að sækja. Kom þangað fyrst sem skiptinemi í læknisfræði með stoppi í Amsterdam þar sem safn Önnu Frank var heimsótt og það var áhrifamikið en var samt ekkert á við helfararsafnið í Jerúsalem þar sem á einstakan og áhrifamikinn hátt er maður leiddur í gegnum þær þrengingar sem Gyðingar máttu þola í seinni heimsstyrjöldinni. Stofnun Ísraels ríkis fyrir botni Miðjarðarhafs 1948 kom svo í kjölfarið á þeim hörmungum sem Gyðingar máttu þola en àn samráðs þeirra sem þar bjuggu fyrir. Þetta þekkjum við öll og höfum ekki ennþá fundið lausn á þessum vanda. Þó tveggja ríkja niðurstaða Ísraels og Palestínu sé líklega sú lausn sem er líklegust til að ganga upp. Þann 7. okt. 2023 var það svo hryðjuverkasamtökin Hamas sem hafa verið við stjórnvölinn á Gasa undanfarin ár sem lögðu til atlögu og tóku ungt fólk sem var að skemmta sér á útihátíð í gíslingu, dràpu fólk, misþyrmdu konum og börnum. Ennþá eru ísraelskir gíslar í haldi Hamas. Samúð okkar var að sjálfsögðu með fórnarlömbum þessarar grimmilegu árásar og bænir okkar hafa verið verið með gíslunum sem hafa verið notaðir sem skiptimynt milli Hamas og Ísraels. Ég hef ekki lausnina à þessari deilu eða svarið við þessu stríði. Ég get skilið báða aðila og hef gengið á þeirra landi og lært að elska þeirra heillandi heimkynni og þeirra einstöku sögu. En nú er komið nóg. Við verðum að bjarga börnunum á Gasa. Við getum ekki lengur horft á þennan hrylling, hræðilegar fréttir af sveltandi börnum og endalausum árásum á íbúa Gasa sem hafa ekkert skjól. Nú verða vitrænar þjóðir að fá stjórnvöld í Ísrael til að hleypa hjálpargögnum til sveltandi barna á Gasa og bjarga þeim. Hamas verða einnig að skilja að ábyrgð þeirra er mikil og sveltandi börn eru ekki skiptimynt. Við sem teljumst kristin og viljum vel verðum að bregðast við og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma hjálpargögnum, mat, drykkjarvörum og lyfjum til Gasa. Við höfum ekkert lært og getum ekki talist til vitræna þjóða ef við komum ekki þessum börnum til hjálpar og það strax. Ég skora á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllu afli til að stöðva þennan hrylling sem börnin á Gasa lifa við. Nú segjum við stopp! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp! Helmingur þeirra sem búa á Gasa eru börn og þau eru svelt og notuð sem gjaldmiðill í deilu sem virðist ekki hægt að leysa. Þetta verður að stöðva og það srax! Ísrael hefur verið eitt af mínum einstöku stöðum í heiminum sem gaman er heim að sækja. Kom þangað fyrst sem skiptinemi í læknisfræði með stoppi í Amsterdam þar sem safn Önnu Frank var heimsótt og það var áhrifamikið en var samt ekkert á við helfararsafnið í Jerúsalem þar sem á einstakan og áhrifamikinn hátt er maður leiddur í gegnum þær þrengingar sem Gyðingar máttu þola í seinni heimsstyrjöldinni. Stofnun Ísraels ríkis fyrir botni Miðjarðarhafs 1948 kom svo í kjölfarið á þeim hörmungum sem Gyðingar máttu þola en àn samráðs þeirra sem þar bjuggu fyrir. Þetta þekkjum við öll og höfum ekki ennþá fundið lausn á þessum vanda. Þó tveggja ríkja niðurstaða Ísraels og Palestínu sé líklega sú lausn sem er líklegust til að ganga upp. Þann 7. okt. 2023 var það svo hryðjuverkasamtökin Hamas sem hafa verið við stjórnvölinn á Gasa undanfarin ár sem lögðu til atlögu og tóku ungt fólk sem var að skemmta sér á útihátíð í gíslingu, dràpu fólk, misþyrmdu konum og börnum. Ennþá eru ísraelskir gíslar í haldi Hamas. Samúð okkar var að sjálfsögðu með fórnarlömbum þessarar grimmilegu árásar og bænir okkar hafa verið verið með gíslunum sem hafa verið notaðir sem skiptimynt milli Hamas og Ísraels. Ég hef ekki lausnina à þessari deilu eða svarið við þessu stríði. Ég get skilið báða aðila og hef gengið á þeirra landi og lært að elska þeirra heillandi heimkynni og þeirra einstöku sögu. En nú er komið nóg. Við verðum að bjarga börnunum á Gasa. Við getum ekki lengur horft á þennan hrylling, hræðilegar fréttir af sveltandi börnum og endalausum árásum á íbúa Gasa sem hafa ekkert skjól. Nú verða vitrænar þjóðir að fá stjórnvöld í Ísrael til að hleypa hjálpargögnum til sveltandi barna á Gasa og bjarga þeim. Hamas verða einnig að skilja að ábyrgð þeirra er mikil og sveltandi börn eru ekki skiptimynt. Við sem teljumst kristin og viljum vel verðum að bregðast við og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma hjálpargögnum, mat, drykkjarvörum og lyfjum til Gasa. Við höfum ekkert lært og getum ekki talist til vitræna þjóða ef við komum ekki þessum börnum til hjálpar og það strax. Ég skora á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllu afli til að stöðva þennan hrylling sem börnin á Gasa lifa við. Nú segjum við stopp! Höfundur er læknir.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar