Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2025 22:35 Jannik Sinner vann Opna ástralska mótið í janúar og hóf svo að taka út þriggja mánaða keppnisbann. Getty/James D. Morgan Ítalski tennisspilarinn Jannik Sinner segist hafa verið nálægt því að gefast upp og leggja spaðann á hilluna vegna lyfjamáls síns, umræðunnar og viðhorfs annarra gagnvart honum. Sinner segir í samtali við ítalska miðilinn RAI að sér hafi liðið illa á Opna ástralska mótinu í byrjun þessa árs og fundist aðrir spilarar horfa á hann „með öðruvísi hætti en áður“. Þessi 23 ára Ítali féll á lyfjaprófi í mars í fyrra, eftir að í honum mældist ólöglega steraefnið clostebol. Hann komst að lokum að samkomulagi við alþjóða lyfjaeftirlitið um þriggja mánaða bann sem tók gildi 9. febrúar, skömmu eftir að hann fagnaði sigri á Opna ástralska mótinu. Á því móti fann hann hins vegar fyrir óvinsældunum sem málið hefur skapað honum. „Var týpan sem að grínaðist við alla“ „Ég man að rétt fyrir Opna ástralska í byrjun þessa árs þá var ég ekki mjög hamingjusamur því þetta dópmál var enn í gangi. Mér leið ekki vel í búningsklefanum og þar sem ég borðaði. Það var eins og að sumir hinna spilaranna litu öðruvísi á mig og mér líkaði það alls ekki,“ sagði Sinner við RAI. „Mér fannst það orðið of mikið að vera áfram í tennis í þessu andrúmslofti. Áður var ég alltaf týpan sem að grínaðist við alla og gat spjallað við hvern sem er í búningsklefanum en þetta breyttist. Mér var ekki rótt. Mér leið ekki vel og hugsaði með mér að eftir mótið í Ástralíu þyrfti ég frítíma, það er að segja að taka mér hlé, því það myndi gera mér gott,“ sagði Sinner. Sinner hafði upphaflega verið sýknaður en alþjóða lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri niðurstöðu til alþjóða íþróttadómstólsins og fór fram á tveggja ára bann. Það endaði þó eins og áður segir með samkomulagi um þriggja mánaða bann sem mun klárast í tæka tíð svo að Sinner geti verið með á heimavelli á Opna ítalska mótinu 6.-18. maí. Lyfjaeftirlitið tók undir það að Sinner hefði ekki haft neinn íþróttalegan ávinning af notkun efnisins og að það hefði ekki verið hans sök að efnið barst í hann í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Engu að síður hefur Sinner fengið sína gagnrýni og refsing hans þótt of mild. Serena Williams fullyrti til að mynda að hún hefði sjálf fengið tuttugu ára bann og misst alla sína titla ef hún hefði orðið uppvís að því sama og Sinner. Ítalinn vildi ekki svara slíkri gagnrýni í viðalinu við RAI. „Ég vil ekki bregðast við gagnrýni. Fólki er frjálst að segja það sem það vill og dæma. Ég veit bara sjálfur hvað ég hef gengið í gegnum. Þetta var erfitt og ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að ganga í gegnum það sem saklaus maður.“ Tennis Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Sinner segir í samtali við ítalska miðilinn RAI að sér hafi liðið illa á Opna ástralska mótinu í byrjun þessa árs og fundist aðrir spilarar horfa á hann „með öðruvísi hætti en áður“. Þessi 23 ára Ítali féll á lyfjaprófi í mars í fyrra, eftir að í honum mældist ólöglega steraefnið clostebol. Hann komst að lokum að samkomulagi við alþjóða lyfjaeftirlitið um þriggja mánaða bann sem tók gildi 9. febrúar, skömmu eftir að hann fagnaði sigri á Opna ástralska mótinu. Á því móti fann hann hins vegar fyrir óvinsældunum sem málið hefur skapað honum. „Var týpan sem að grínaðist við alla“ „Ég man að rétt fyrir Opna ástralska í byrjun þessa árs þá var ég ekki mjög hamingjusamur því þetta dópmál var enn í gangi. Mér leið ekki vel í búningsklefanum og þar sem ég borðaði. Það var eins og að sumir hinna spilaranna litu öðruvísi á mig og mér líkaði það alls ekki,“ sagði Sinner við RAI. „Mér fannst það orðið of mikið að vera áfram í tennis í þessu andrúmslofti. Áður var ég alltaf týpan sem að grínaðist við alla og gat spjallað við hvern sem er í búningsklefanum en þetta breyttist. Mér var ekki rótt. Mér leið ekki vel og hugsaði með mér að eftir mótið í Ástralíu þyrfti ég frítíma, það er að segja að taka mér hlé, því það myndi gera mér gott,“ sagði Sinner. Sinner hafði upphaflega verið sýknaður en alþjóða lyfjaeftirlitið áfrýjaði þeirri niðurstöðu til alþjóða íþróttadómstólsins og fór fram á tveggja ára bann. Það endaði þó eins og áður segir með samkomulagi um þriggja mánaða bann sem mun klárast í tæka tíð svo að Sinner geti verið með á heimavelli á Opna ítalska mótinu 6.-18. maí. Lyfjaeftirlitið tók undir það að Sinner hefði ekki haft neinn íþróttalegan ávinning af notkun efnisins og að það hefði ekki verið hans sök að efnið barst í hann í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Engu að síður hefur Sinner fengið sína gagnrýni og refsing hans þótt of mild. Serena Williams fullyrti til að mynda að hún hefði sjálf fengið tuttugu ára bann og misst alla sína titla ef hún hefði orðið uppvís að því sama og Sinner. Ítalinn vildi ekki svara slíkri gagnrýni í viðalinu við RAI. „Ég vil ekki bregðast við gagnrýni. Fólki er frjálst að segja það sem það vill og dæma. Ég veit bara sjálfur hvað ég hef gengið í gegnum. Þetta var erfitt og ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að ganga í gegnum það sem saklaus maður.“
Tennis Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira