Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2025 12:00 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Aukning verðbólgu um 0,4 prósentustig á milli mánaða þýðir ekki að verðbólga sé farin aftur á skrið. Þetta segir hagfræðingur Íslandsbanka sem segir mælinguna í takti við væntingar og að hún búist ekki við því að hún hafi áhrif á vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands. Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum eða 4,2 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir þessi tíðindi þó ekki þýða að verðbólgan sé farin á skrið að nýju. Aukning sem tengist páskum „Auðvitað er verðbólga að aukast en ég held að við þurfum aðeins að anda með nefinu, það er alveg eðlilegt að hún aukist aðeins á milli einstakra mánaða, svo lengi sem hún er að hjaðna hina mánuðina. Hún er alveg að aukast aðeins meira en við gerðum ráð fyrir og aðrir greiningaraðilar en helsta ástæðan fyrir því er reiknaða húsaleigan sem er leiguverðið, við það er að hækka svolítið á milli mánaða.“ Verðbólga hafi hjaðnað hratt síðan á síðasta ári, þó með undantekningum líkt og nú. „Það er alveg eðlilegt að hún aukist milli einstakra mánaða. Við sáum þetta seinast gerast í júlí, annars hefur hún verið að hjaðna nokkuð hratt og við gerum ráð fyrir að hún haldi áfram að hjaðna, þetta sé svona þessi mánuður þar sem hún aukist lítillega, flugfargjöldin eru til dæmis að hafa þau áhrif, þau eru að hækka svolítið á milli mánaða og það er vegna páska, þannig það er svona árstíðabundin hækkun.“ Gerir enn ráð fyrir lækkun Um er að ræða síðustu verðbólgumælinguna fyrir næsta fund peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem verður 21. maí. Stýrivextir eru nú 7,75 prósent. Bergþóra segist ekki telja að mælingin muni hafa neikvæð áhrif á vaxtalækkunarferlið. „Við erum eins og ég segi að spá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni þótt að ein mæling auki verðbólguna, auðvitað horfir peningastefnunefnd til fleiri þátta, hún horfir til verðbólguvæntinga, hvernig hún er uppsett og svo framvegis, þannig hún er ekki að stressa sig heldur yfir þessu þannig jájá við gerum ráð fyrir að lækkunarferlið haldi áfram, mögulega taka þau minna lækkunarskref og þar finnst okkur 0,25 prósent ekkert ólíklegt.“ Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Tólf mánaða verðbólga jókst um 0,4 prósentustig milli mánaða og mælist nú aftur yfir fjórum prósentustigum eða 4,2 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir þessi tíðindi þó ekki þýða að verðbólgan sé farin á skrið að nýju. Aukning sem tengist páskum „Auðvitað er verðbólga að aukast en ég held að við þurfum aðeins að anda með nefinu, það er alveg eðlilegt að hún aukist aðeins á milli einstakra mánaða, svo lengi sem hún er að hjaðna hina mánuðina. Hún er alveg að aukast aðeins meira en við gerðum ráð fyrir og aðrir greiningaraðilar en helsta ástæðan fyrir því er reiknaða húsaleigan sem er leiguverðið, við það er að hækka svolítið á milli mánaða.“ Verðbólga hafi hjaðnað hratt síðan á síðasta ári, þó með undantekningum líkt og nú. „Það er alveg eðlilegt að hún aukist milli einstakra mánaða. Við sáum þetta seinast gerast í júlí, annars hefur hún verið að hjaðna nokkuð hratt og við gerum ráð fyrir að hún haldi áfram að hjaðna, þetta sé svona þessi mánuður þar sem hún aukist lítillega, flugfargjöldin eru til dæmis að hafa þau áhrif, þau eru að hækka svolítið á milli mánaða og það er vegna páska, þannig það er svona árstíðabundin hækkun.“ Gerir enn ráð fyrir lækkun Um er að ræða síðustu verðbólgumælinguna fyrir næsta fund peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands sem verður 21. maí. Stýrivextir eru nú 7,75 prósent. Bergþóra segist ekki telja að mælingin muni hafa neikvæð áhrif á vaxtalækkunarferlið. „Við erum eins og ég segi að spá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni þótt að ein mæling auki verðbólguna, auðvitað horfir peningastefnunefnd til fleiri þátta, hún horfir til verðbólguvæntinga, hvernig hún er uppsett og svo framvegis, þannig hún er ekki að stressa sig heldur yfir þessu þannig jájá við gerum ráð fyrir að lækkunarferlið haldi áfram, mögulega taka þau minna lækkunarskref og þar finnst okkur 0,25 prósent ekkert ólíklegt.“
Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira