NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2025 15:01 Luka Doncic skoraði 38 stig í fjórða leik Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves. getty/Robert Gauthier Dómurum leiks Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves varð á í messunni undir lok leiks liðanna þegar Luka Doncic fékk ekki villu er Jaden McDaniels braut á honum. Þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum á sunnudaginn virtist McDaniels fella Doncic á vallarhelmingi Lakers. Ekkert var dæmt en Lakers tók leikhlé til að forðast að boltinn yrði dæmdur af þeim fyrir að koma honum ekki yfir miðju á tilskildum tíma. Eftir leikhléið tapaði LeBron James boltanum. Hann braut svo á Anthony Edwards sem setti niður tvö vítaskot og kom Minnesota í 116-113 sem urðu lokatölur leiksins. Í skýrslu sinni eftir leikinn, sem var birt í gær, viðurkenndi NBA að dómararnir hefðu átt að dæma villu á McDaniels er hann braut á Doncic. NBA birtir slíkar skýrslur daginn eftir leiki þar sem munurinn á liðunum er þrjú stig eða minna á síðustu tveimur mínútunum eða í framlengingu. NBA SAYS IT WAS A FOUL: The NBA’s Last 2 Minute Report says that Luka Doncic was tripped by Jaden McDaniels — which should’ve been called a foul — with 33 seconds left in Game 4, which would have resulted in free-throws. Los Angeles trailed Minnesota by 1-point at the time of… pic.twitter.com/GliDWt2o7U— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) April 28, 2025 NBA viðurkenndi einnig dómaramistök undir lok leiks Detroit Pistons og New York Knicks á sunnudaginn. Dómarar leiksins hefðu átt að dæma villu á Josh Hart þegar hann braut á Tim Hardaway yngri í þriggja stiga skoti. Knicks vann leikinn, 94-93, og leiðir einvígið, 3-1. Minnesota er einnig 3-1 yfir í einvíginu gegn Lakers og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri í fimmta leik liðanna aðfaranótt fimmtudags. NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum á sunnudaginn virtist McDaniels fella Doncic á vallarhelmingi Lakers. Ekkert var dæmt en Lakers tók leikhlé til að forðast að boltinn yrði dæmdur af þeim fyrir að koma honum ekki yfir miðju á tilskildum tíma. Eftir leikhléið tapaði LeBron James boltanum. Hann braut svo á Anthony Edwards sem setti niður tvö vítaskot og kom Minnesota í 116-113 sem urðu lokatölur leiksins. Í skýrslu sinni eftir leikinn, sem var birt í gær, viðurkenndi NBA að dómararnir hefðu átt að dæma villu á McDaniels er hann braut á Doncic. NBA birtir slíkar skýrslur daginn eftir leiki þar sem munurinn á liðunum er þrjú stig eða minna á síðustu tveimur mínútunum eða í framlengingu. NBA SAYS IT WAS A FOUL: The NBA’s Last 2 Minute Report says that Luka Doncic was tripped by Jaden McDaniels — which should’ve been called a foul — with 33 seconds left in Game 4, which would have resulted in free-throws. Los Angeles trailed Minnesota by 1-point at the time of… pic.twitter.com/GliDWt2o7U— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) April 28, 2025 NBA viðurkenndi einnig dómaramistök undir lok leiks Detroit Pistons og New York Knicks á sunnudaginn. Dómarar leiksins hefðu átt að dæma villu á Josh Hart þegar hann braut á Tim Hardaway yngri í þriggja stiga skoti. Knicks vann leikinn, 94-93, og leiðir einvígið, 3-1. Minnesota er einnig 3-1 yfir í einvíginu gegn Lakers og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri í fimmta leik liðanna aðfaranótt fimmtudags.
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira