Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 09:30 Sölufólk á markaði í Barcelona lýsti sér með síma þegar það reyndi að bjarga matvælum í rafmagnsleysinu í gær. AP/Emilio Morenatti Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. Spánn missti skyndilega um 15 gígavött af raforkuframleiðslu, um 60 prósent af eftirspurn á landsvísu, upp úr hádegi í gær. Rafmagn sló þá út alls staðar á Spáni og í Portúgal. Umferðaröngþveiti skapaðist á götum þegar slökknaði á umferðarljósum og flug- og lestarsamgöngur lömuðust. Sjúkrahús þurftu að keyra á varaafli til að geta haldið starfsemi sinni áfram. Nú í morgun var rafmagn komið aftur á nær alls staðar. Enn voru þó raskanir á lestarsamgöngum vegna óstöðugleika í flutningskerfinu. Neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Madridar opnaði í morgun fyrir utan eina línu og þjónusta ofanjarðarlesta sem tengja úthverfin og nærliggjandi bæi við borgina var skert. Í Barcelona var neðanjarðarlestarkerfið einnig opnað að mestu, að sögn spænska blaðsins El País. Þá starfa allir flugvellir í landinu nú eins og venjulega. Líklega engin ein skýring á biluninni Engin skýring hefur enn verið gefin á hvað olli rafmagnsleysinu. Framkvæmdastjóri hjá spænska flutningsfyrirtækinu Red Eléctrica sagði í gærkvöldi að óstöðugleiki í flutningskerfinu hefði valdið því að tengsl á milli Frakklands og Spánar í Pýreneafjöllum hefði rofnað. Spænska kerfið hefði hrunið í kjölfarið. Portúgölsk yfirvöld hafa gefið í skyn að sjaldgjæfar veðuraðstæður á Spáni hafi valdið spennufallinu en það hefur ekki verið staðfest. Engar vísbendingar eru taldar um að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu þótt að þekkt sé að Rússar og fleiri óvinveittar þjóðir reyni stöðugt að valda usla í Evrópu. Jorge Morales, forstjóri Próxima Energía, orkuveitu Madridar, segir spænska ríkisútvarpinu að hann sé þess fullviss að engin ein orsök hafi verið fyrir biluninni. Hann bendir á að í nýlegum sólmyrkvum hafi um þrjátíu prósent raforkuframleiðslu landsins stöðvast í nokkrar mínútur án þess að það hefði áhrif á orkukerfið. „Til þess að rafmagnsleysi verði, slái alveg út á landsvísu, verður bilunin að vera fjölþætt,“ segir Morales sem bendir á að það hafi tekið tíu mánuði að varpa ljósi á hvað olli rafmagnsleysi á Kanaríeyjunni Palma fyrir nokkrum árum. Öryggisvörður ræðir við konu fyrir utan inngang að Atocha, aðallestarstöð Madridar, í gær. Neðanjarðarletsarkerfið þar opnaði aftur í morgun en aðrar lestarsamgöngur á svæðinu voru á hálfum afköstum.AP/Manu Fernández Skoðað hvernig endurnýjanlegir orkugjafar hafa áhrif á áreiðanleika orkukerfa Sérfræðingur í orkumálum sem Reuters-fréttastofan ræddi við tekir undir að það gæti tekið fleiri mánuði að komast til botns í því hvað hratt atburðarásinni í gær af stað. „Svæðið er með eina mestu framleiðslu endurnýjanlegrar orku með vindi og sól í heiminum þannig að rafmagnsleysið verður grundvallarrannsókn á því hvernig endurnýjanleg orkuframleiðsla hefur áhrif á áreiðanleika og hvernig gengur að setja aftur í gang eftir meiriháttar bilun,“ segir John Kemp, greinandi í orkumálum. Ekkert hefur þó komið fram til þessa um að endurnýjanlegir orkugjafar hafi valdið rafmagnsleysinu á einhvern hátt. Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Spánn missti skyndilega um 15 gígavött af raforkuframleiðslu, um 60 prósent af eftirspurn á landsvísu, upp úr hádegi í gær. Rafmagn sló þá út alls staðar á Spáni og í Portúgal. Umferðaröngþveiti skapaðist á götum þegar slökknaði á umferðarljósum og flug- og lestarsamgöngur lömuðust. Sjúkrahús þurftu að keyra á varaafli til að geta haldið starfsemi sinni áfram. Nú í morgun var rafmagn komið aftur á nær alls staðar. Enn voru þó raskanir á lestarsamgöngum vegna óstöðugleika í flutningskerfinu. Neðanjarðarlestarkerfi höfuðborgarinnar Madridar opnaði í morgun fyrir utan eina línu og þjónusta ofanjarðarlesta sem tengja úthverfin og nærliggjandi bæi við borgina var skert. Í Barcelona var neðanjarðarlestarkerfið einnig opnað að mestu, að sögn spænska blaðsins El País. Þá starfa allir flugvellir í landinu nú eins og venjulega. Líklega engin ein skýring á biluninni Engin skýring hefur enn verið gefin á hvað olli rafmagnsleysinu. Framkvæmdastjóri hjá spænska flutningsfyrirtækinu Red Eléctrica sagði í gærkvöldi að óstöðugleiki í flutningskerfinu hefði valdið því að tengsl á milli Frakklands og Spánar í Pýreneafjöllum hefði rofnað. Spænska kerfið hefði hrunið í kjölfarið. Portúgölsk yfirvöld hafa gefið í skyn að sjaldgjæfar veðuraðstæður á Spáni hafi valdið spennufallinu en það hefur ekki verið staðfest. Engar vísbendingar eru taldar um að tölvuárás hafi valdið rafmagnsleysinu þótt að þekkt sé að Rússar og fleiri óvinveittar þjóðir reyni stöðugt að valda usla í Evrópu. Jorge Morales, forstjóri Próxima Energía, orkuveitu Madridar, segir spænska ríkisútvarpinu að hann sé þess fullviss að engin ein orsök hafi verið fyrir biluninni. Hann bendir á að í nýlegum sólmyrkvum hafi um þrjátíu prósent raforkuframleiðslu landsins stöðvast í nokkrar mínútur án þess að það hefði áhrif á orkukerfið. „Til þess að rafmagnsleysi verði, slái alveg út á landsvísu, verður bilunin að vera fjölþætt,“ segir Morales sem bendir á að það hafi tekið tíu mánuði að varpa ljósi á hvað olli rafmagnsleysi á Kanaríeyjunni Palma fyrir nokkrum árum. Öryggisvörður ræðir við konu fyrir utan inngang að Atocha, aðallestarstöð Madridar, í gær. Neðanjarðarletsarkerfið þar opnaði aftur í morgun en aðrar lestarsamgöngur á svæðinu voru á hálfum afköstum.AP/Manu Fernández Skoðað hvernig endurnýjanlegir orkugjafar hafa áhrif á áreiðanleika orkukerfa Sérfræðingur í orkumálum sem Reuters-fréttastofan ræddi við tekir undir að það gæti tekið fleiri mánuði að komast til botns í því hvað hratt atburðarásinni í gær af stað. „Svæðið er með eina mestu framleiðslu endurnýjanlegrar orku með vindi og sól í heiminum þannig að rafmagnsleysið verður grundvallarrannsókn á því hvernig endurnýjanleg orkuframleiðsla hefur áhrif á áreiðanleika og hvernig gengur að setja aftur í gang eftir meiriháttar bilun,“ segir John Kemp, greinandi í orkumálum. Ekkert hefur þó komið fram til þessa um að endurnýjanlegir orkugjafar hafi valdið rafmagnsleysinu á einhvern hátt.
Spánn Portúgal Orkumál Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32 „Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. 28. apríl 2025 11:32
„Við erum mjög háð rafmagninu“ Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt. 28. apríl 2025 21:11
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21