Erlent

Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ástandið hefur verið að lagast í nótt og nú er rafmagn komið á að nýju víðast hvar á meginlandi Spánar og Portúgal.
Ástandið hefur verið að lagast í nótt og nú er rafmagn komið á að nýju víðast hvar á meginlandi Spánar og Portúgal. AP Photo/Armando Franca

Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda.

Neyðarástandi var lýst yfir á Spáni sem enn er í gildi en ljóst er að lífið er að komast í samt lag á ný. Neðanjarðarlestakerfi höfuðborgarinnar Madrid er opið nú í morgunsárið þótt það keyri ekki á fullum afköstum og allir strætisvagnar og lestar eru einnig á áætlun og verða fríar í allan dag að sögn borgarstjóra Madrid.

Enn er verið að reyna að komast til botns í því hvað nákvæmlega gerðist og á Spáni verður í dag haldinn neyðarfundur með helstu ráðamönnum sem Filipus konungur mun stýra.

Í Portúgal segir forsætisráðherrann Luís Montenegro að verið sé að rannsaka málið en að ekkert bendi til þess að um einhverskonar tölvuárás hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir

„Við erum mjög háð rafmagninu“

Fordæmlaust rafmagnsleysi var á Íberíuskaganum fyrr í dag. Verkefnastjóri hjá Landsneti segir mögulega hitabreytingar hafa ollið trufluninni. Öll flutningskerfi í Evrópu glíma við erfiðleika þar sem orkunotkun eykst sífellt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×