Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Jón Þór Stefánsson skrifar 28. apríl 2025 18:53 Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi „Fólk skal ekki breyta neinu í sínu daglega lífi út af þessum fréttaflutningi, því hann virðist ekki á rökum reistur,“ segir Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um frásögn sem varðar meinta hópnauðgun sem á að hafa átt sér stað um helgina. Umrædd frásögn varðaði meinta nauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku um páskana. Sagan hefur verið áberandi á netinu og orðið að fréttaefni á miðlunum Fréttinni og Fréttatímanum. Þar sagði að upptökur lægju fyrir hjá lögreglu. Hildur Sunna ræddi um málið og önnur kynferðisbrotamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir lögreglu ekki hafa neinar upplýsingar um þetta mál. Hún hvetur þó fólk til að hafa samband við lögreglu, viti einhver eitthvað um það. „Ef einhver hefur upplýsingar um mál af þessum toga þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna til lögreglu. En slíkt mál hefur ekki komið á borð til okkar á síðustu dögum.“ Reyna að handtaka á sama tíma Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hópnauðganir, en fyrr í þessum mánuði var greint frá því að sex hópnauðganir hefðu komið á borð lögreglunnar það sem af er ári. Hvernig er verklag í svona málum? „Þegar um fleiri en einn geranda er að ræða í málum almennt, og við fáum kæru inn til okkar þá er ráðist í mjög víðtækar aðgerðir. Við reynum að handtaka meinta gerendur á sama tíma. Við ráðumst í húsleitir og haldleggjum gögn og annað sem getur stutt málið. Þegar við handtökum menn á sama tíma, er tilgangurinn sá að þeir reyni ekki að samræma framburð, og þá eru teknar skýrslur af þeim í sitthvoru lagi.“ Skilur reiðina Þá hefur umræða skapast um gæsluvarðhald í tengslum við kynferðisbrot, sér í lagi hópnauðganir. Einhverjir hafa gagnrýnt þegar meintir gerendur í slíkum málum eru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Skilur þú reiði fólks, að þessir menn í þessum málum, séu ekki í gæsluvarðhaldi? „Já, ég skil að þeir sem starfa ekki hjá lögreglunni eða ákæruvaldinu hugsi þetta, enda mjög alvarleg mál. En við fylgjum lögum um meðferð sakamála og skilyrðum sem þar eru sett. Gæsluvarðhald er auðvitað mjög íþyngjandi úræði, og við metum í hvert skipti í fyrsta lagi: Er nauðsyn á gæsluvarðhaldi? Og í öðru lagi: Eru skilyrðin uppfyllt?“ segir Hildur Sunna. Þá bendir hún á að lögregla og ákæruvaldið fari fram á gæsluvarðhald, en það sé dómstólanna að meta hvort það eigi rétt á sér. Reykjavík síðdegis Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Umrædd frásögn varðaði meinta nauðgun hóps hælisleitenda gagnvart sextán ára stúlku um páskana. Sagan hefur verið áberandi á netinu og orðið að fréttaefni á miðlunum Fréttinni og Fréttatímanum. Þar sagði að upptökur lægju fyrir hjá lögreglu. Hildur Sunna ræddi um málið og önnur kynferðisbrotamál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir lögreglu ekki hafa neinar upplýsingar um þetta mál. Hún hvetur þó fólk til að hafa samband við lögreglu, viti einhver eitthvað um það. „Ef einhver hefur upplýsingar um mál af þessum toga þá hvetjum við viðkomandi til að tilkynna til lögreglu. En slíkt mál hefur ekki komið á borð til okkar á síðustu dögum.“ Reyna að handtaka á sama tíma Undanfarið hefur mikið verið fjallað um hópnauðganir, en fyrr í þessum mánuði var greint frá því að sex hópnauðganir hefðu komið á borð lögreglunnar það sem af er ári. Hvernig er verklag í svona málum? „Þegar um fleiri en einn geranda er að ræða í málum almennt, og við fáum kæru inn til okkar þá er ráðist í mjög víðtækar aðgerðir. Við reynum að handtaka meinta gerendur á sama tíma. Við ráðumst í húsleitir og haldleggjum gögn og annað sem getur stutt málið. Þegar við handtökum menn á sama tíma, er tilgangurinn sá að þeir reyni ekki að samræma framburð, og þá eru teknar skýrslur af þeim í sitthvoru lagi.“ Skilur reiðina Þá hefur umræða skapast um gæsluvarðhald í tengslum við kynferðisbrot, sér í lagi hópnauðganir. Einhverjir hafa gagnrýnt þegar meintir gerendur í slíkum málum eru ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Skilur þú reiði fólks, að þessir menn í þessum málum, séu ekki í gæsluvarðhaldi? „Já, ég skil að þeir sem starfa ekki hjá lögreglunni eða ákæruvaldinu hugsi þetta, enda mjög alvarleg mál. En við fylgjum lögum um meðferð sakamála og skilyrðum sem þar eru sett. Gæsluvarðhald er auðvitað mjög íþyngjandi úræði, og við metum í hvert skipti í fyrsta lagi: Er nauðsyn á gæsluvarðhaldi? Og í öðru lagi: Eru skilyrðin uppfyllt?“ segir Hildur Sunna. Þá bendir hún á að lögregla og ákæruvaldið fari fram á gæsluvarðhald, en það sé dómstólanna að meta hvort það eigi rétt á sér.
Reykjavík síðdegis Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira