Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 22:57 Kim Kardashian var ein á hótelherbergi árið 2016 þegar fimm menn brutust inn. EPA Árið 2016 var brotist á hótelherbergi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, hún bundin á höndum og fótum og skartgripum hennar rænt. Réttarhald yfir mönnunum hefst um miðjan maí og mun Kardashian bera vitni. Þjófunum hefur verið gefið viðurnefnið „afa-ræningjarnir“ en þeir vissu ekki að um stórstjörnu var að ræða fyrr en daginn eftir ránið. Tíu karlmenn, flestir fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, fara fyrir dóm um miðjan apríl vegna ránsins. Fimm þeirra eru ákærðir fyrir að taka þátt í ráninu, þar á meðal Yunice Abbas og Aomar Ait Khedache sem hafa játað sök. Hópurinn fékk viðurnefni sitt þar sem flestir eru nú á sjötugsaldri. Abbas skrifaði seinna í endurminningar sínar að ránið átti að vera það síðasta áður en hann færi á eftirlaun. Yunice Abbas, einn ræningjanna, gaf út bók um ránið.EPA Ránið átti sér stað aðfaranótt 3. október árið 2016 þegar Kardashian var stödd á hóteli í París. Abbas og fjórir aðrir samverkamenn fylgdust með hótelinu fram eftir kvöldi. Klukkan þrjú um nóttina réðust þeir svo inn, klæddir sem lögreglumenn og með byssu meðferðis. Þeir hótuðu starfsmanninum í afgreiðslunni sem leiddi mennina fimm upp að herbergi Kardashian. Hún heyrði í hópnum nálgast og reyndi að hringja í neyðarlínuna með símanúmerinu 911 en það er númer neyðarlínunnar í Bandaríkjunum og því svaraði enginn. Mennirnir réðust inn í herbergið og létu hana afhenda trúlofunarhringinn sinn en á þeim tíma var hún trúlofuð rapparanum Kanye West. Þá bundu þeir hana á höndum og fótum og fóru með inn á baðherbergi. Þeir rændu skartgripum að andvirði tíu milljóna dollara sem samsvarar tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þar af kostaði trúlofunarhringurinn fjórar milljónir dollara eða rúmar fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Mennirnir fimm flúðu á hjólum en Kardashian náði að losa sig og hringja í lögregluna. Hún yfirgaf borgina strax um morguninn. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar hófu að fjalla um ránið sem Abbas og félagar gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu rænt fræga raunveruleikastjörnu. Trúlofunarhringurinn ekki enn fundinn Í ítarlegri umfjöllun BBC um málið segir að bæði öryggisverðir Kardashian og ræningjarnir hafi gert grundvallarmistök þessa nótt. Til að mynda misstu þeir einn poka með skartgripum í á meðan þeir flúðu vettvang „Þeir tóku ekki með í reikninginn hversu þróaður lögreglubúnaðurinn var, sem getur núna fundið agnarsmáar leifar af DNA ræningjanna hvar sem er,“ segir Particia Tourancheau, blaðamaður sem fjallar um glæpi og höfundur bókar um ránið og ítarlega umfjöllun um líf glæpamannanna. Ræningjarnir fóru með skartgripina til Belgíu til að selja þá og fékk Abbas 75 þúsund evrur, eða rúmar tíu milljónir króna, fyrir þá. Hinir fengu lægri upphæð. Trúlofunarhringurinn hvarf hins vegar þar sem þeir töldu hringinn of auðþekkjanlegan til að reyna selja hann. Kardashian ber vitni Líkt og áður kom fram fara tíu menn fyrir dóm en samkvæmt CNN voru tólf menn ákærðir. Einn þeirra er látinn og annar er með alvarlega heilabilun svo líklegt er að honum verði veitt undanþága. Átta hafa neitað sök en Abbas og Khedache hafa játað sök. Kardashian mun bera vitni í dómsal í Frakklandi en verða þá næstum níu ár síðan atburðurinn átti sér stað. Frakkland Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Tíu karlmenn, flestir fæddir á sjötta áratug síðustu aldar, fara fyrir dóm um miðjan apríl vegna ránsins. Fimm þeirra eru ákærðir fyrir að taka þátt í ráninu, þar á meðal Yunice Abbas og Aomar Ait Khedache sem hafa játað sök. Hópurinn fékk viðurnefni sitt þar sem flestir eru nú á sjötugsaldri. Abbas skrifaði seinna í endurminningar sínar að ránið átti að vera það síðasta áður en hann færi á eftirlaun. Yunice Abbas, einn ræningjanna, gaf út bók um ránið.EPA Ránið átti sér stað aðfaranótt 3. október árið 2016 þegar Kardashian var stödd á hóteli í París. Abbas og fjórir aðrir samverkamenn fylgdust með hótelinu fram eftir kvöldi. Klukkan þrjú um nóttina réðust þeir svo inn, klæddir sem lögreglumenn og með byssu meðferðis. Þeir hótuðu starfsmanninum í afgreiðslunni sem leiddi mennina fimm upp að herbergi Kardashian. Hún heyrði í hópnum nálgast og reyndi að hringja í neyðarlínuna með símanúmerinu 911 en það er númer neyðarlínunnar í Bandaríkjunum og því svaraði enginn. Mennirnir réðust inn í herbergið og létu hana afhenda trúlofunarhringinn sinn en á þeim tíma var hún trúlofuð rapparanum Kanye West. Þá bundu þeir hana á höndum og fótum og fóru með inn á baðherbergi. Þeir rændu skartgripum að andvirði tíu milljóna dollara sem samsvarar tæpum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þar af kostaði trúlofunarhringurinn fjórar milljónir dollara eða rúmar fimm hundruð milljónir íslenskra króna. Mennirnir fimm flúðu á hjólum en Kardashian náði að losa sig og hringja í lögregluna. Hún yfirgaf borgina strax um morguninn. Það var ekki fyrr en fjölmiðlar hófu að fjalla um ránið sem Abbas og félagar gerðu sér grein fyrir að þeir hefðu rænt fræga raunveruleikastjörnu. Trúlofunarhringurinn ekki enn fundinn Í ítarlegri umfjöllun BBC um málið segir að bæði öryggisverðir Kardashian og ræningjarnir hafi gert grundvallarmistök þessa nótt. Til að mynda misstu þeir einn poka með skartgripum í á meðan þeir flúðu vettvang „Þeir tóku ekki með í reikninginn hversu þróaður lögreglubúnaðurinn var, sem getur núna fundið agnarsmáar leifar af DNA ræningjanna hvar sem er,“ segir Particia Tourancheau, blaðamaður sem fjallar um glæpi og höfundur bókar um ránið og ítarlega umfjöllun um líf glæpamannanna. Ræningjarnir fóru með skartgripina til Belgíu til að selja þá og fékk Abbas 75 þúsund evrur, eða rúmar tíu milljónir króna, fyrir þá. Hinir fengu lægri upphæð. Trúlofunarhringurinn hvarf hins vegar þar sem þeir töldu hringinn of auðþekkjanlegan til að reyna selja hann. Kardashian ber vitni Líkt og áður kom fram fara tíu menn fyrir dóm en samkvæmt CNN voru tólf menn ákærðir. Einn þeirra er látinn og annar er með alvarlega heilabilun svo líklegt er að honum verði veitt undanþága. Átta hafa neitað sök en Abbas og Khedache hafa játað sök. Kardashian mun bera vitni í dómsal í Frakklandi en verða þá næstum níu ár síðan atburðurinn átti sér stað.
Frakkland Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira