Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2025 07:00 Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur svipt hulunni af dollunni dularfullu. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu-deild karla, hefur svipt hulunni af því hvað var að finna í dularfullu dollunni sem var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, var umsjónarmaður Stúkunnar í vikunni þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Rikki G var mjög forvitinn um dularfulla dollu sem leikmenn Aftureldingar voru að stelast í þegar sjúkraþjálfari liðsins kom inn á völlinn í 1-0 sigurleik nýliðanna á Víkingum. „Það var sérstakt atvik sem átti sér stað í þessum leik og við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði Ríkharð og sýndi myndbrot af sjúkraþjálfara Aftureldingar huga að einum leikmanni liðsins, en myndbrotið má sjá í greininni hér fyrir neðan. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birtist svo myndband eftir leik þar sem Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, sýndi dolluna umtöluðu og virtist staðfesta að um þrúgusykur var að ræða. Myndband á samfélagsmiðlum er þó eitthvað sem auðveldlega er hægt að sviðsetja og blaðamaður sló því á þráðinn hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvað hafi eiginlega verið í dollunni. „Það var bara þrúgusykur í þessari dollu. Ég get alveg staðfest það,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum í gærkvöldi. „Þetta er bara til að gefa leikmönnum smá auka orku í lok leikja. Ég held að flest, eða öll, lið séu með þetta í töskunni hjá sér. Við erum ekkert einir í því.“ Hann segir af og frá að halda því fram að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið að deila út nikótínpúðum. „Ég efast um að nokkur maður myndi gera það. Það getur beinlínis verið hættulegt þegar menn eru að lenda í samstuðum og þess háttar. Og að ekki sé nú talað um að það er eitthvað sem við mælum bara alls ekkert með að fólk sé að nota,“ bætti Magnús við. Að lokum segist hann ekki kippa sér upp við það að umræðan eftir leikin hafi nánast meira snúið að dollunni dularfullu en að sögulegum sigri Aftureldingar, þeirra fyrsta sigri í efstu deild í sögunni. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að það sé verið að fjalla um allt í kringum deildina og ég hafði gaman að því hvað Rikki nennti að pæla í þessu. Maður var náttúrulega lengi í fjölmiðlum sjálfur og veit að það þarf að búa til skemmtilegar sögur og pæla í öllu í kringum leikina. Það er bara gaman að því hvað umfjöllunin er orðin mikil,“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, var umsjónarmaður Stúkunnar í vikunni þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Rikki G var mjög forvitinn um dularfulla dollu sem leikmenn Aftureldingar voru að stelast í þegar sjúkraþjálfari liðsins kom inn á völlinn í 1-0 sigurleik nýliðanna á Víkingum. „Það var sérstakt atvik sem átti sér stað í þessum leik og við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði Ríkharð og sýndi myndbrot af sjúkraþjálfara Aftureldingar huga að einum leikmanni liðsins, en myndbrotið má sjá í greininni hér fyrir neðan. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birtist svo myndband eftir leik þar sem Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, sýndi dolluna umtöluðu og virtist staðfesta að um þrúgusykur var að ræða. Myndband á samfélagsmiðlum er þó eitthvað sem auðveldlega er hægt að sviðsetja og blaðamaður sló því á þráðinn hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvað hafi eiginlega verið í dollunni. „Það var bara þrúgusykur í þessari dollu. Ég get alveg staðfest það,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum í gærkvöldi. „Þetta er bara til að gefa leikmönnum smá auka orku í lok leikja. Ég held að flest, eða öll, lið séu með þetta í töskunni hjá sér. Við erum ekkert einir í því.“ Hann segir af og frá að halda því fram að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið að deila út nikótínpúðum. „Ég efast um að nokkur maður myndi gera það. Það getur beinlínis verið hættulegt þegar menn eru að lenda í samstuðum og þess háttar. Og að ekki sé nú talað um að það er eitthvað sem við mælum bara alls ekkert með að fólk sé að nota,“ bætti Magnús við. Að lokum segist hann ekki kippa sér upp við það að umræðan eftir leikin hafi nánast meira snúið að dollunni dularfullu en að sögulegum sigri Aftureldingar, þeirra fyrsta sigri í efstu deild í sögunni. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að það sé verið að fjalla um allt í kringum deildina og ég hafði gaman að því hvað Rikki nennti að pæla í þessu. Maður var náttúrulega lengi í fjölmiðlum sjálfur og veit að það þarf að búa til skemmtilegar sögur og pæla í öllu í kringum leikina. Það er bara gaman að því hvað umfjöllunin er orðin mikil,“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira