Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2025 07:00 Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hefur svipt hulunni af dollunni dularfullu. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu-deild karla, hefur svipt hulunni af því hvað var að finna í dularfullu dollunni sem var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, var umsjónarmaður Stúkunnar í vikunni þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Rikki G var mjög forvitinn um dularfulla dollu sem leikmenn Aftureldingar voru að stelast í þegar sjúkraþjálfari liðsins kom inn á völlinn í 1-0 sigurleik nýliðanna á Víkingum. „Það var sérstakt atvik sem átti sér stað í þessum leik og við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði Ríkharð og sýndi myndbrot af sjúkraþjálfara Aftureldingar huga að einum leikmanni liðsins, en myndbrotið má sjá í greininni hér fyrir neðan. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birtist svo myndband eftir leik þar sem Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, sýndi dolluna umtöluðu og virtist staðfesta að um þrúgusykur var að ræða. Myndband á samfélagsmiðlum er þó eitthvað sem auðveldlega er hægt að sviðsetja og blaðamaður sló því á þráðinn hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvað hafi eiginlega verið í dollunni. „Það var bara þrúgusykur í þessari dollu. Ég get alveg staðfest það,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum í gærkvöldi. „Þetta er bara til að gefa leikmönnum smá auka orku í lok leikja. Ég held að flest, eða öll, lið séu með þetta í töskunni hjá sér. Við erum ekkert einir í því.“ Hann segir af og frá að halda því fram að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið að deila út nikótínpúðum. „Ég efast um að nokkur maður myndi gera það. Það getur beinlínis verið hættulegt þegar menn eru að lenda í samstuðum og þess háttar. Og að ekki sé nú talað um að það er eitthvað sem við mælum bara alls ekkert með að fólk sé að nota,“ bætti Magnús við. Að lokum segist hann ekki kippa sér upp við það að umræðan eftir leikin hafi nánast meira snúið að dollunni dularfullu en að sögulegum sigri Aftureldingar, þeirra fyrsta sigri í efstu deild í sögunni. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að það sé verið að fjalla um allt í kringum deildina og ég hafði gaman að því hvað Rikki nennti að pæla í þessu. Maður var náttúrulega lengi í fjölmiðlum sjálfur og veit að það þarf að búa til skemmtilegar sögur og pæla í öllu í kringum leikina. Það er bara gaman að því hvað umfjöllunin er orðin mikil,“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Afturelding Mest lesið Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, var umsjónarmaður Stúkunnar í vikunni þegar þriðja umferð Bestu deildar karla var gerð upp. Rikki G var mjög forvitinn um dularfulla dollu sem leikmenn Aftureldingar voru að stelast í þegar sjúkraþjálfari liðsins kom inn á völlinn í 1-0 sigurleik nýliðanna á Víkingum. „Það var sérstakt atvik sem átti sér stað í þessum leik og við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði Ríkharð og sýndi myndbrot af sjúkraþjálfara Aftureldingar huga að einum leikmanni liðsins, en myndbrotið má sjá í greininni hér fyrir neðan. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, birtist svo myndband eftir leik þar sem Arnór Gauti Ragnarsson, leikmaður Aftureldingar, sýndi dolluna umtöluðu og virtist staðfesta að um þrúgusykur var að ræða. Myndband á samfélagsmiðlum er þó eitthvað sem auðveldlega er hægt að sviðsetja og blaðamaður sló því á þráðinn hjá Magnúsi Má Einarssyni, þjálfara Aftureldingar, til að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvað hafi eiginlega verið í dollunni. „Það var bara þrúgusykur í þessari dollu. Ég get alveg staðfest það,“ sagði Magnús þegar Vísir náði tali af honum í gærkvöldi. „Þetta er bara til að gefa leikmönnum smá auka orku í lok leikja. Ég held að flest, eða öll, lið séu með þetta í töskunni hjá sér. Við erum ekkert einir í því.“ Hann segir af og frá að halda því fram að sjúkraþjálfari liðsins hafi verið að deila út nikótínpúðum. „Ég efast um að nokkur maður myndi gera það. Það getur beinlínis verið hættulegt þegar menn eru að lenda í samstuðum og þess háttar. Og að ekki sé nú talað um að það er eitthvað sem við mælum bara alls ekkert með að fólk sé að nota,“ bætti Magnús við. Að lokum segist hann ekki kippa sér upp við það að umræðan eftir leikin hafi nánast meira snúið að dollunni dularfullu en að sögulegum sigri Aftureldingar, þeirra fyrsta sigri í efstu deild í sögunni. „Nei alls ekki. Það er bara gaman að það sé verið að fjalla um allt í kringum deildina og ég hafði gaman að því hvað Rikki nennti að pæla í þessu. Maður var náttúrulega lengi í fjölmiðlum sjálfur og veit að það þarf að búa til skemmtilegar sögur og pæla í öllu í kringum leikina. Það er bara gaman að því hvað umfjöllunin er orðin mikil,“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Afturelding Mest lesið Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira