Rúmur helmingur óhress með Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. apríl 2025 20:41 Annað kjörtímabil Donalds Trump í embætti Bandaríkjaforseta er rétt að byrja. AP/Alex Brandon. Rúmur helmingur Bandaríkjamanna er óánægður með frammistöðu Donalds Trump fyrstu mánuði hans í embætti forseta samkvæmt nýrri könnun. Frammistaðan er þó í takt við væntingar meirihluta þjóðarinnar. Senn hefur Trump setið í embætti forseta Bandaríkjanna í hundrað daga á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Í tilenfi af tímamótunum er afstaða þjóðarinnar til forsetans gjarnan könnuð. Niðurstöður könnunar AP- fréttaveitunnar og félagsvísindastofnunarinnar NORC benda til þess að framistaða forsetans sé í takt við það sem þjóðin bjóst við af Trump. Um sjö af hverjum tíu svarenda könnunarinnar segja kjörtímabilið hefjast líkt og við var að búast, en um þriðjungur segir byrjunina koma á óvart. Þá telur rúmur helmingur svarenda að forsetinn hafi staðið sig illa eða mjög illa, sextán prósent segja frammistöðuna í meðallagi en um þriðjungur kveðst ánægður með frammistöðu forsetans. Spurt var einnig um afstöðu svarenda til forgangsröðunar. Þar sagðist um fjórðungur telja forgangsröðun forsetans vera rétta, 44 prósent telja forgangsröðun ranga en um tuttugu prósent telja hana vera í jafnvægi. Tíu prósent töldu sig ekki vita nóg til að svara. Minnstu vinsældir forseta í 70 ár Niðurstöður könnunar AP ríma að einhverju leyti við könnun CNN sem birt var í dag. Samkvæmt þeirri könnun er Trump óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjö áratugi, sé miðað við frammistöðu á upphafi kjörtímabilsins. Könnuð var afstöða almennings til forsetans nú þegar styttist í að hann hafi verið hundrað daga í embætti á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nýtur Trump stuðnings fjörutíu og eins prósents þjóðarinnar, sem er lægsta vinsældahlutfall forseta við upphaf kjörtímabils síðan í embættistíð Dwight D. Eisenhower á sjötta áratug síðustu aldar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Senn hefur Trump setið í embætti forseta Bandaríkjanna í hundrað daga á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Í tilenfi af tímamótunum er afstaða þjóðarinnar til forsetans gjarnan könnuð. Niðurstöður könnunar AP- fréttaveitunnar og félagsvísindastofnunarinnar NORC benda til þess að framistaða forsetans sé í takt við það sem þjóðin bjóst við af Trump. Um sjö af hverjum tíu svarenda könnunarinnar segja kjörtímabilið hefjast líkt og við var að búast, en um þriðjungur segir byrjunina koma á óvart. Þá telur rúmur helmingur svarenda að forsetinn hafi staðið sig illa eða mjög illa, sextán prósent segja frammistöðuna í meðallagi en um þriðjungur kveðst ánægður með frammistöðu forsetans. Spurt var einnig um afstöðu svarenda til forgangsröðunar. Þar sagðist um fjórðungur telja forgangsröðun forsetans vera rétta, 44 prósent telja forgangsröðun ranga en um tuttugu prósent telja hana vera í jafnvægi. Tíu prósent töldu sig ekki vita nóg til að svara. Minnstu vinsældir forseta í 70 ár Niðurstöður könnunar AP ríma að einhverju leyti við könnun CNN sem birt var í dag. Samkvæmt þeirri könnun er Trump óvinsælasti forseti Bandaríkjanna í sjö áratugi, sé miðað við frammistöðu á upphafi kjörtímabilsins. Könnuð var afstöða almennings til forsetans nú þegar styttist í að hann hafi verið hundrað daga í embætti á sínu öðru kjörtímabili sem forseti. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nýtur Trump stuðnings fjörutíu og eins prósents þjóðarinnar, sem er lægsta vinsældahlutfall forseta við upphaf kjörtímabils síðan í embættistíð Dwight D. Eisenhower á sjötta áratug síðustu aldar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira