Innlent

Á­hyggjur leigu­bíl­stjóra og kólnandi hag­kerfi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hádegisfréttir á Bylgjunni, alla daga ársins klukkan 12.
Hádegisfréttir á Bylgjunni, alla daga ársins klukkan 12. Vísir

Í hádegisfréttum verður fjallað um áhyggjur formanns félags leigubílstjóra af minnkandi trausti til leigubílstjóra. Kvenkyns leigubílstjórum hafi fækkað.

Þá verður fjallað um árás í Vancouver í Kanada í nótt þar sem níu eru látnir og fjöldi særður eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks á menningarhátíð.

Einnig fjöllum við um áhyggjur hagfræðiprófessors sem segir hagkerfið byrjað að kólna. Segir hann að gæti stefnt í kreppu, það sé helst efnahagsstefnu Trump stjórnarinnar um að kenna.

Og í íþróttapakka dagsins höldum við til Englands þar sem Liverpool getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 27. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×