Níu létust í árásinni í Vancouver Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. apríl 2025 07:29 Mynd frá vettvangi. AP Níu eru látnir og fjöldi er særður eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks á hátíð í Vancouver í Kanada í nótt. Lögreglan í Vancouver greinir frá þessu í tilkynningu á X. Þá kemur fram að ökumaðurinn sé í haldi lögreglu. Uppfært 10:20: Lögreglan í Vancouver hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að níu hafi látist í árásinni. Fjöldi særðra kemur ekki fram. Á blaðamannafundi sagði lögreglan að hinn grunaði sé þrjátíu ára gamall. Fleiri séu ekki grunaðir um aðild að svo stöddu. Þá hefur BBC eftir lögreglu að maðurinn hafi verið kunnugur lögreglu „undir vissum kringumstæðum“. Áður en lögregla kom á vettvang hafi viðstaddir framkvæmt borgaralega handtöku á hinum grunaða. Þá segir lögregla engin ummerki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Aðspurður sagði lögreglumaður ekki enn hægt að segja til um fjölda látinna, þar sem enn ætti eftir að hafa samband við einhverja aðstandendur. Lögregla hyggst veita frekari upplýsingar um fjölda dauðsfalla síðar í dag, eftir að nóttin er liðin vestanhafs. Í umfjöllun AP segir að um áttaleytið á staðartíma hafi bíl verið ekið á hóp fólks á hátíð sem Filippseyingasamfélag í suðurhluta Vancouver hafi staðið fyrir. Hópur Filippseyinga hafi verið að halda upp á dag Lapu Lapu, leiðtoga sem barðist fyrir sjálfstæði filippseysku eyjarinnar Mactan, árið 1521. Filippseyingar fagna deginum 27. apríl ár hvert. Mark Carney forsætisráðherra Kanada vottar aðstandendum hinna látnu samúð í færslu á X. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í landinu á morgun. Óvíst er hvort árásin tengist þeim með nokkrum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Filippseyjar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Lögreglan í Vancouver greinir frá þessu í tilkynningu á X. Þá kemur fram að ökumaðurinn sé í haldi lögreglu. Uppfært 10:20: Lögreglan í Vancouver hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að níu hafi látist í árásinni. Fjöldi særðra kemur ekki fram. Á blaðamannafundi sagði lögreglan að hinn grunaði sé þrjátíu ára gamall. Fleiri séu ekki grunaðir um aðild að svo stöddu. Þá hefur BBC eftir lögreglu að maðurinn hafi verið kunnugur lögreglu „undir vissum kringumstæðum“. Áður en lögregla kom á vettvang hafi viðstaddir framkvæmt borgaralega handtöku á hinum grunaða. Þá segir lögregla engin ummerki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Aðspurður sagði lögreglumaður ekki enn hægt að segja til um fjölda látinna, þar sem enn ætti eftir að hafa samband við einhverja aðstandendur. Lögregla hyggst veita frekari upplýsingar um fjölda dauðsfalla síðar í dag, eftir að nóttin er liðin vestanhafs. Í umfjöllun AP segir að um áttaleytið á staðartíma hafi bíl verið ekið á hóp fólks á hátíð sem Filippseyingasamfélag í suðurhluta Vancouver hafi staðið fyrir. Hópur Filippseyinga hafi verið að halda upp á dag Lapu Lapu, leiðtoga sem barðist fyrir sjálfstæði filippseysku eyjarinnar Mactan, árið 1521. Filippseyingar fagna deginum 27. apríl ár hvert. Mark Carney forsætisráðherra Kanada vottar aðstandendum hinna látnu samúð í færslu á X. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í landinu á morgun. Óvíst er hvort árásin tengist þeim með nokkrum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Filippseyjar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira