Níu létust í árásinni í Vancouver Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. apríl 2025 07:29 Mynd frá vettvangi. AP Níu eru látnir og fjöldi er særður eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks á hátíð í Vancouver í Kanada í nótt. Lögreglan í Vancouver greinir frá þessu í tilkynningu á X. Þá kemur fram að ökumaðurinn sé í haldi lögreglu. Uppfært 10:20: Lögreglan í Vancouver hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að níu hafi látist í árásinni. Fjöldi særðra kemur ekki fram. Á blaðamannafundi sagði lögreglan að hinn grunaði sé þrjátíu ára gamall. Fleiri séu ekki grunaðir um aðild að svo stöddu. Þá hefur BBC eftir lögreglu að maðurinn hafi verið kunnugur lögreglu „undir vissum kringumstæðum“. Áður en lögregla kom á vettvang hafi viðstaddir framkvæmt borgaralega handtöku á hinum grunaða. Þá segir lögregla engin ummerki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Aðspurður sagði lögreglumaður ekki enn hægt að segja til um fjölda látinna, þar sem enn ætti eftir að hafa samband við einhverja aðstandendur. Lögregla hyggst veita frekari upplýsingar um fjölda dauðsfalla síðar í dag, eftir að nóttin er liðin vestanhafs. Í umfjöllun AP segir að um áttaleytið á staðartíma hafi bíl verið ekið á hóp fólks á hátíð sem Filippseyingasamfélag í suðurhluta Vancouver hafi staðið fyrir. Hópur Filippseyinga hafi verið að halda upp á dag Lapu Lapu, leiðtoga sem barðist fyrir sjálfstæði filippseysku eyjarinnar Mactan, árið 1521. Filippseyingar fagna deginum 27. apríl ár hvert. Mark Carney forsætisráðherra Kanada vottar aðstandendum hinna látnu samúð í færslu á X. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í landinu á morgun. Óvíst er hvort árásin tengist þeim með nokkrum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Filippseyjar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Lögreglan í Vancouver greinir frá þessu í tilkynningu á X. Þá kemur fram að ökumaðurinn sé í haldi lögreglu. Uppfært 10:20: Lögreglan í Vancouver hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að níu hafi látist í árásinni. Fjöldi særðra kemur ekki fram. Á blaðamannafundi sagði lögreglan að hinn grunaði sé þrjátíu ára gamall. Fleiri séu ekki grunaðir um aðild að svo stöddu. Þá hefur BBC eftir lögreglu að maðurinn hafi verið kunnugur lögreglu „undir vissum kringumstæðum“. Áður en lögregla kom á vettvang hafi viðstaddir framkvæmt borgaralega handtöku á hinum grunaða. Þá segir lögregla engin ummerki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Aðspurður sagði lögreglumaður ekki enn hægt að segja til um fjölda látinna, þar sem enn ætti eftir að hafa samband við einhverja aðstandendur. Lögregla hyggst veita frekari upplýsingar um fjölda dauðsfalla síðar í dag, eftir að nóttin er liðin vestanhafs. Í umfjöllun AP segir að um áttaleytið á staðartíma hafi bíl verið ekið á hóp fólks á hátíð sem Filippseyingasamfélag í suðurhluta Vancouver hafi staðið fyrir. Hópur Filippseyinga hafi verið að halda upp á dag Lapu Lapu, leiðtoga sem barðist fyrir sjálfstæði filippseysku eyjarinnar Mactan, árið 1521. Filippseyingar fagna deginum 27. apríl ár hvert. Mark Carney forsætisráðherra Kanada vottar aðstandendum hinna látnu samúð í færslu á X. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í landinu á morgun. Óvíst er hvort árásin tengist þeim með nokkrum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Filippseyjar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira