Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. apríl 2025 09:35 Emanuel Macron Frakklandsforseti, Alexander Stubb Finnlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti á fremsta bekk. EPA Um fimmtíu þúsund manns eru við útför Frans páfa á Sankti Péturstorgi í Páfagarði. Meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti, Volodímír Selenskí Úkraínuforseti og Vilhjálmur bretaprins. Samkvæmt upplýsingum frá Páfagarði eru yfir 200 þúsund manns viðstaddir á og í kringum torgið þar sem útförin fór fram. Yfirvöld í Róm árétta að líklega sé sú tala nærri 150 þúsund. Vilhjálmur Bretaprins er viðstaddur.EPA Breska ríkisútvarpið heldur uppi fréttavakt af útförinni, en þar kemur meðal annars fram að Trump og Selenskí hafi hist í Páfagarði fyrir útförina. Úkraínumenn og Rússar leitast nú við að ná samkomulagi um frið og hefur Bandaríkjastjórnin gert sig gildandi í þeim viðræðum. Trump sat á fremsta bekk við athöfnina, ásamt Alexander Stubb forseta Finnlands og Alar Karis forseta Eistlands. Bæði Finnland og Eistland hafa stutt Úkraínu í stríðinu við Rússa. Donald og Melania Trump. EPA Giovanni Battista kardináli flutti prédikun, þar sem hann heiðraði embættissetu páfans, og sagði persónu hans einkennast af ákveðni. „Hann var staðráðinn í að nálgast náungann, sérstaklega þá sem áttu um sárt að binda, og gaf svo mikið af sér, sérstaklega til þeirra sem minna mega sín,“ sagði hann meðal annars í prédikuninni. „Hann var páfi meðal fólksins, með opinn hug gagnvart öllum. Hann var einnig páfi breyttra tíma og þess sem hinn heilagi andi hefur vakið upp í kirkjunni.“ Selenskí ásamt Olenu Zelenska, eiginkonu sinni. EPA Þá gerði hann ákall eftir því að stríðandi fylkingar heims grefðu stríðsöxina. Hann endurtók það sem páfinn sagði margoft, „byggjum brýr, ekki veggi“. Páfinn hafi sjálfur verið við guðsþjónustu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra eru fulltrúar Íslendinga í útförinni. Myndin er tekin í gær.Instagram Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Javier Milei forseti Argentínu og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. EPA Páfagarður áætlar að um 200 þúsund manns séu viðstaddir á og í kringum torgið.EPA Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins er einnig viðstödd. EPA Kista páfans borin að torginu. Hún verður síðan flutt á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni í Róm, hvar páfinn verður jarðsettur. EPA Andlát Frans páfa Páfagarður Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Páfagarði eru yfir 200 þúsund manns viðstaddir á og í kringum torgið þar sem útförin fór fram. Yfirvöld í Róm árétta að líklega sé sú tala nærri 150 þúsund. Vilhjálmur Bretaprins er viðstaddur.EPA Breska ríkisútvarpið heldur uppi fréttavakt af útförinni, en þar kemur meðal annars fram að Trump og Selenskí hafi hist í Páfagarði fyrir útförina. Úkraínumenn og Rússar leitast nú við að ná samkomulagi um frið og hefur Bandaríkjastjórnin gert sig gildandi í þeim viðræðum. Trump sat á fremsta bekk við athöfnina, ásamt Alexander Stubb forseta Finnlands og Alar Karis forseta Eistlands. Bæði Finnland og Eistland hafa stutt Úkraínu í stríðinu við Rússa. Donald og Melania Trump. EPA Giovanni Battista kardináli flutti prédikun, þar sem hann heiðraði embættissetu páfans, og sagði persónu hans einkennast af ákveðni. „Hann var staðráðinn í að nálgast náungann, sérstaklega þá sem áttu um sárt að binda, og gaf svo mikið af sér, sérstaklega til þeirra sem minna mega sín,“ sagði hann meðal annars í prédikuninni. „Hann var páfi meðal fólksins, með opinn hug gagnvart öllum. Hann var einnig páfi breyttra tíma og þess sem hinn heilagi andi hefur vakið upp í kirkjunni.“ Selenskí ásamt Olenu Zelenska, eiginkonu sinni. EPA Þá gerði hann ákall eftir því að stríðandi fylkingar heims grefðu stríðsöxina. Hann endurtók það sem páfinn sagði margoft, „byggjum brýr, ekki veggi“. Páfinn hafi sjálfur verið við guðsþjónustu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra eru fulltrúar Íslendinga í útförinni. Myndin er tekin í gær.Instagram Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Javier Milei forseti Argentínu og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. EPA Páfagarður áætlar að um 200 þúsund manns séu viðstaddir á og í kringum torgið.EPA Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins er einnig viðstödd. EPA Kista páfans borin að torginu. Hún verður síðan flutt á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni í Róm, hvar páfinn verður jarðsettur. EPA
Andlát Frans páfa Páfagarður Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira