Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. apríl 2025 09:35 Emanuel Macron Frakklandsforseti, Alexander Stubb Finnlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti á fremsta bekk. EPA Um fimmtíu þúsund manns eru við útför Frans páfa á Sankti Péturstorgi í Páfagarði. Meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti, Volodímír Selenskí Úkraínuforseti og Vilhjálmur bretaprins. Samkvæmt upplýsingum frá Páfagarði eru yfir 200 þúsund manns viðstaddir á og í kringum torgið þar sem útförin fór fram. Yfirvöld í Róm árétta að líklega sé sú tala nærri 150 þúsund. Vilhjálmur Bretaprins er viðstaddur.EPA Breska ríkisútvarpið heldur uppi fréttavakt af útförinni, en þar kemur meðal annars fram að Trump og Selenskí hafi hist í Páfagarði fyrir útförina. Úkraínumenn og Rússar leitast nú við að ná samkomulagi um frið og hefur Bandaríkjastjórnin gert sig gildandi í þeim viðræðum. Trump sat á fremsta bekk við athöfnina, ásamt Alexander Stubb forseta Finnlands og Alar Karis forseta Eistlands. Bæði Finnland og Eistland hafa stutt Úkraínu í stríðinu við Rússa. Donald og Melania Trump. EPA Giovanni Battista kardináli flutti prédikun, þar sem hann heiðraði embættissetu páfans, og sagði persónu hans einkennast af ákveðni. „Hann var staðráðinn í að nálgast náungann, sérstaklega þá sem áttu um sárt að binda, og gaf svo mikið af sér, sérstaklega til þeirra sem minna mega sín,“ sagði hann meðal annars í prédikuninni. „Hann var páfi meðal fólksins, með opinn hug gagnvart öllum. Hann var einnig páfi breyttra tíma og þess sem hinn heilagi andi hefur vakið upp í kirkjunni.“ Selenskí ásamt Olenu Zelenska, eiginkonu sinni. EPA Þá gerði hann ákall eftir því að stríðandi fylkingar heims grefðu stríðsöxina. Hann endurtók það sem páfinn sagði margoft, „byggjum brýr, ekki veggi“. Páfinn hafi sjálfur verið við guðsþjónustu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra eru fulltrúar Íslendinga í útförinni. Myndin er tekin í gær.Instagram Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Javier Milei forseti Argentínu og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. EPA Páfagarður áætlar að um 200 þúsund manns séu viðstaddir á og í kringum torgið.EPA Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins er einnig viðstödd. EPA Kista páfans borin að torginu. Hún verður síðan flutt á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni í Róm, hvar páfinn verður jarðsettur. EPA Andlát Frans páfa Páfagarður Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Páfagarði eru yfir 200 þúsund manns viðstaddir á og í kringum torgið þar sem útförin fór fram. Yfirvöld í Róm árétta að líklega sé sú tala nærri 150 þúsund. Vilhjálmur Bretaprins er viðstaddur.EPA Breska ríkisútvarpið heldur uppi fréttavakt af útförinni, en þar kemur meðal annars fram að Trump og Selenskí hafi hist í Páfagarði fyrir útförina. Úkraínumenn og Rússar leitast nú við að ná samkomulagi um frið og hefur Bandaríkjastjórnin gert sig gildandi í þeim viðræðum. Trump sat á fremsta bekk við athöfnina, ásamt Alexander Stubb forseta Finnlands og Alar Karis forseta Eistlands. Bæði Finnland og Eistland hafa stutt Úkraínu í stríðinu við Rússa. Donald og Melania Trump. EPA Giovanni Battista kardináli flutti prédikun, þar sem hann heiðraði embættissetu páfans, og sagði persónu hans einkennast af ákveðni. „Hann var staðráðinn í að nálgast náungann, sérstaklega þá sem áttu um sárt að binda, og gaf svo mikið af sér, sérstaklega til þeirra sem minna mega sín,“ sagði hann meðal annars í prédikuninni. „Hann var páfi meðal fólksins, með opinn hug gagnvart öllum. Hann var einnig páfi breyttra tíma og þess sem hinn heilagi andi hefur vakið upp í kirkjunni.“ Selenskí ásamt Olenu Zelenska, eiginkonu sinni. EPA Þá gerði hann ákall eftir því að stríðandi fylkingar heims grefðu stríðsöxina. Hann endurtók það sem páfinn sagði margoft, „byggjum brýr, ekki veggi“. Páfinn hafi sjálfur verið við guðsþjónustu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra eru fulltrúar Íslendinga í útförinni. Myndin er tekin í gær.Instagram Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Javier Milei forseti Argentínu og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. EPA Páfagarður áætlar að um 200 þúsund manns séu viðstaddir á og í kringum torgið.EPA Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins er einnig viðstödd. EPA Kista páfans borin að torginu. Hún verður síðan flutt á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni í Róm, hvar páfinn verður jarðsettur. EPA
Andlát Frans páfa Páfagarður Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira