Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. apríl 2025 16:02 Opnað verður fyrir umsóknir í keppnina Ungfrú Ísland Teen 1. maí næstkomandi. Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir að áhugi og eftirspurn eftir keppni fyrir yngri stúlkur hafi aukist verulega á síðustu árum. „Við erum að svara þessari ört vaxandi eftirspurn. Á síðustu árum hafa okkur borist margar umsóknir frá stúlkum í þessum aldurshópi, sem hafa áhuga á keppninni og því sem hún stendur fyrir. Við erum með öflugt teymi fagfólks sem á það sameiginlegt að vera annt um líðan ungra kvenna og allt sem við gerum hjá Ungfrú Ísland er með það að leiðarljósi - að efla og styrkja konur,“ segir Manuela. Andleg og líkamleg vellíðan Það sem verður frábrugðið upphaflegu keppninni er að í Ungfrú Ísland Teen verður ekki sundfataatriði. Í staðinn munu stúlkurnar koma fram í fatnaði frá styrktaraðilum keppninnar. Keppnin verður heldur ekki sýnd í beinni útsendingu. Einnig mun aðeins ein stúlka standa uppi sem sigurvegari. Keppnin, sem fer fram í vetur, mun hefjast undirbúningsferlið í haust. „Umræðan um áhrif samfélagsmiðla og tækni á sjálfsmynd kvenna hefur farið hátt. Þetta er aldurshópur sem þekkir ekki líf án samfélagsmiðla og samanburðar. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri líðan ungra stúlkna,“ segir Manuela. Mikilvægt að tilheyra Meginmunurinn á Ungfrú Ísland Teen og Ungfrú Ísland er sá að sigurvegari Ungfrú Ísland Teen mun ekki fara erlendis að keppa fyrir Íslands hönd. Í staðinn mun hún sinna verkefnum hér heima, vera virkur þátttakandi í drottningateymi Ungfrú Ísland og taka þátt í góðgerðarviðburðum, myndatökum og öðrum verkefnum sem teymið stendur fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þorbjörg (@torbjorgkristd) Elísa Gróa Steinþórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, tekur undir orð Manuelu og bætir við: „Það eru ekki allar ungar stúlkur sem finna sig í íþróttum eða öðrum tómstundum. Á þessum mótunarárum er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af heild, hvetja hverja aðra áfram og mynda vinabönd fyrir lífstíð.“ Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. maí næstkomandi á vef Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg) Ungfrú Ísland Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir að áhugi og eftirspurn eftir keppni fyrir yngri stúlkur hafi aukist verulega á síðustu árum. „Við erum að svara þessari ört vaxandi eftirspurn. Á síðustu árum hafa okkur borist margar umsóknir frá stúlkum í þessum aldurshópi, sem hafa áhuga á keppninni og því sem hún stendur fyrir. Við erum með öflugt teymi fagfólks sem á það sameiginlegt að vera annt um líðan ungra kvenna og allt sem við gerum hjá Ungfrú Ísland er með það að leiðarljósi - að efla og styrkja konur,“ segir Manuela. Andleg og líkamleg vellíðan Það sem verður frábrugðið upphaflegu keppninni er að í Ungfrú Ísland Teen verður ekki sundfataatriði. Í staðinn munu stúlkurnar koma fram í fatnaði frá styrktaraðilum keppninnar. Keppnin verður heldur ekki sýnd í beinni útsendingu. Einnig mun aðeins ein stúlka standa uppi sem sigurvegari. Keppnin, sem fer fram í vetur, mun hefjast undirbúningsferlið í haust. „Umræðan um áhrif samfélagsmiðla og tækni á sjálfsmynd kvenna hefur farið hátt. Þetta er aldurshópur sem þekkir ekki líf án samfélagsmiðla og samanburðar. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri líðan ungra stúlkna,“ segir Manuela. Mikilvægt að tilheyra Meginmunurinn á Ungfrú Ísland Teen og Ungfrú Ísland er sá að sigurvegari Ungfrú Ísland Teen mun ekki fara erlendis að keppa fyrir Íslands hönd. Í staðinn mun hún sinna verkefnum hér heima, vera virkur þátttakandi í drottningateymi Ungfrú Ísland og taka þátt í góðgerðarviðburðum, myndatökum og öðrum verkefnum sem teymið stendur fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þorbjörg (@torbjorgkristd) Elísa Gróa Steinþórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, tekur undir orð Manuelu og bætir við: „Það eru ekki allar ungar stúlkur sem finna sig í íþróttum eða öðrum tómstundum. Á þessum mótunarárum er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af heild, hvetja hverja aðra áfram og mynda vinabönd fyrir lífstíð.“ Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. maí næstkomandi á vef Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg)
Ungfrú Ísland Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning