Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. apríl 2025 23:55 Hegseth í opinberri heimsókn sinni í Noregi í dag. AP Pete Hegseth varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa notast við nettengingu sem gerði honum kleift að nota samskiptaforritið Signal á einkatölvu hans í ráðuneytinu, í trássi við öryggisstaðla Pentagon. Þetta hafa blaðamenn AP eftir þremur heimildarmönnum. Óreiðukennd embættistíð Pete Hegseth hefur síðustu daga vakið athygli en hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Hegseth er til rannsóknar vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta. Nýjustu vendingar í því máli eru þær að Hegseth notaði samskiptaforritið á óvarinni nettengingu í persónulegri tölvu sinni í Varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon. Vegna þess hafi háleynilegar varnarmálaupplýsingar verið líklegri til að verða undir í tölvuárásum og njósnum en ella. Í umfjöllun AP segir að um ræði svokallaða „óhreina“ nettengingu, sem tengi tæki beint við almenningsnetið í ráðuneytinu. Þar séu ekki fyrir hendi sömu öryggisstaðlar og í nettengingu Pentagon og því auknar líkur á tölvuárásum og njósnum. Starfsmenn ráðuneytisins hafa notast við nettenginguna til að komast inn á vefsíður sem nettenging ráðuneytisins hefur lokað fyrir vegna öryggisstaðla. Heimildarmenn AP segja Hegseth hafa látið tengja hina „óhreinu“ nettengingu í skrifstofu sinni til að komast inn á Signal. Sem fyrr segir er hann sakaður um að birta viðkvæmar upplýsingar um loftárásir í tveimur hópspjöllum. Bæði spjöllin hafi talið meira en tólf manns, allt frá embættismönnum til fjölskyldumeðlima Hegseth. Aðspurður um samskiptamiðlanotkun Hegseth í ráðuneytinu sagði Sean Parnell, aðaltalsmaður Pentagon, hana vera trúnaðarmál. „Aftur á móti getum við staðfest að hann hefur aldrei notað Signal í vinnutölvunni sinni,“ sagði Parnell í yfirlýsingu. Hegseth hefur undanfarna daga rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Þrátt fyrir allt hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst yfir stuðningi með Hegseth og neitað að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þetta hafa blaðamenn AP eftir þremur heimildarmönnum. Óreiðukennd embættistíð Pete Hegseth hefur síðustu daga vakið athygli en hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að segja frá yfirvofandi loftárásum á samskiptaforritinu Signal, bæði í hópi háttsettra embættismanna, og eins blaðamanns, og í persónulegum hópi sem innihélt meðal annars eiginkonu hans og bróður. Hegseth er til rannsóknar vegna samskipta hans og annarra háttsettra embættismanna á Signal en sú rannsókn hófst áður en í ljós kom að hann átti einnig samskiptum um árásirnar á Húta. Nýjustu vendingar í því máli eru þær að Hegseth notaði samskiptaforritið á óvarinni nettengingu í persónulegri tölvu sinni í Varnarmálaráðuneytinu, eða Pentagon. Vegna þess hafi háleynilegar varnarmálaupplýsingar verið líklegri til að verða undir í tölvuárásum og njósnum en ella. Í umfjöllun AP segir að um ræði svokallaða „óhreina“ nettengingu, sem tengi tæki beint við almenningsnetið í ráðuneytinu. Þar séu ekki fyrir hendi sömu öryggisstaðlar og í nettengingu Pentagon og því auknar líkur á tölvuárásum og njósnum. Starfsmenn ráðuneytisins hafa notast við nettenginguna til að komast inn á vefsíður sem nettenging ráðuneytisins hefur lokað fyrir vegna öryggisstaðla. Heimildarmenn AP segja Hegseth hafa látið tengja hina „óhreinu“ nettengingu í skrifstofu sinni til að komast inn á Signal. Sem fyrr segir er hann sakaður um að birta viðkvæmar upplýsingar um loftárásir í tveimur hópspjöllum. Bæði spjöllin hafi talið meira en tólf manns, allt frá embættismönnum til fjölskyldumeðlima Hegseth. Aðspurður um samskiptamiðlanotkun Hegseth í ráðuneytinu sagði Sean Parnell, aðaltalsmaður Pentagon, hana vera trúnaðarmál. „Aftur á móti getum við staðfest að hann hefur aldrei notað Signal í vinnutölvunni sinni,“ sagði Parnell í yfirlýsingu. Hegseth hefur undanfarna daga rekið þó nokkra af sínum helstu ráðgjöfum í ráðuneytinu og sakað þá um að leka upplýsingum í blaðamenn. Þrátt fyrir allt hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst yfir stuðningi með Hegseth og neitað að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38 Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22 Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Mikið hefur gustað um Pete Hegseth, fyrrverandi sjónvarpsmann og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, undanfarið. Mikil óreiða er sögð hafa ríkt innan veggja ráðuneytisins, sem gengur iðulega undir nafninu Pentagon, og vantraust hefur aukist milli borgaralegra starfsmanna ráðuneytisins og hermanna sem starfa þar. 23. apríl 2025 10:38
Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Talsmenn Hvíta hússins hafa síðustu daga varið miklu púðri í að gagnrýna blaðamann sem var fyrir mistök bætt inn í spjallhóp margra af æðstu ráðamönnum Bandaríkjanna. Þar ræddu þeir yfirvofandi árásir gegn Hútum í Jemen og deildu upplýsingum um árásirnar sín á milli en búið er að birta öll samskiptin úr hópnum. 26. mars 2025 18:22
Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Uppljóstranir Jeffrey Goldberg, ritstjóra Atlantic, um að æðstu ráðamenn í Bandaríkjunum hafi rætt skipulagningu árása á Húta í Jemen í gegnum samskiptaforritið Signal hafa vakið mikla athygli og hneykslan vestanhafs. 25. mars 2025 08:49