Íslenski boltinn

Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kapla­krika og öll hin frá því í gær

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gabríel Hrannar Eyjólfsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í gær.
Gabríel Hrannar Eyjólfsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í gær. Vísir/Anton Brink

Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni.

Kristinn Steindórsson og Örvar Eggertsson skoruðu hin mörkin á Kópavogsvelli í gær en Stjarnan þurfti í fyrsta sinn í sumar að sætta sig við að tapa stigum eftir 2-1 tap.

Í Hafnarfirði létu FH-ingar liðsmun ekki á sig fá og gerðu 2-2 jafntefli við KR þrátt fyrir brottvísun Björns Daníels Sverrissonar ekki á sig fá. FH-ingar komust raunar yfir með marki Baldurs Kára Helgasonar skömmu eftir rauða spjaldið en fyrsta deildarmark Eiðs Gauta Sæbjörnssonar fyrir KR veitti Vesturbæingum stig.

Jónatan Ingi Jónsson reið baggamuninn fyrir Val í 3-1 sigri á KA. Hann skoraði tvö marka liðsins í leiknum en Tryggvi Hrafn Haraldsson það þriðja.

Diego Montiel skoraði með laglegri vippu er hann kom Vestra yfir gegn ÍA í Vesturlandsslag á Akranesi. Daði Berg Jónsson, lánsmaður frá Víkingi, heldur þá áfram að heilla en hann skoraði síðara marið í 2-0 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×