Erlent

Hitnar í kolunum hjá Ind­landi og Pakistan

Jón Þór Stefánsson skrifar
Indland og Pakistan keppast nú við að kynna aðgerðir sem beinast hvort gegn öðru.
Indland og Pakistan keppast nú við að kynna aðgerðir sem beinast hvort gegn öðru. EPA

Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt.

Ákvörðun Indlands mun taka gildi 27. apríl, næstkomandi sunnudag.

„Allir pakistanskir ríkisborgarar sem eru nú í Indlandi verða að fara úr landi áður en vegabréfsáritun þeirra fellur úr gildi,“ hefur BBC eftir tilkynningu indverska utanríkisráðuneytinu. Það varar jafnframt indverska ríkisborgara til að ferðast til Pakistan og hvetja þá sem eru staddir þar til að snúa aftur til Indlands. Þess má geta að áritanir á grundvelli heilbrigðismála fá tvegga daga lengri frest.

Á meðal aðgerða Indlands er jafnframt að ógilda tímabundið samningi milli landana sem varðar útdeilingu á vatni.

Pakistönsk stjórnvöld segja í tilkynningu að sú aðgerð sá álitin sem stríðsyfirlýsing. Þá sé tilraun Indverja við að tengja sig við árásina sé röklaus með öllu.

Vegabréfsáritanir Indverja í Pakistan hafa einnig verið felldar úr gildi. 

Þá hefur verið lokað á öll viðskipti milli landanna og indverskum flugfélögum meinað að koma inn í lofthelgi Pakistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×