Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Jón Þór Stefánsson skrifar 24. apríl 2025 15:00 Bardaginn sem málið snýst um áttu sér stað á þessum gatnamótum, Naustanna og Hafnarstrætis. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt David Gabríel S. Glascorsson, karlmann á þrítugsaldri, í þriggja ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en hann var ákærður fyrir að stinga annan mann með hnífi á gatnamótum Hafnarstrætis og Naustanna í Reykjavík að nóttu til mánudaginn 13. júní 2021. David Gabríel hefur áður komist í kast við lögin. Hann hlaut átta mánaða dóm í tengslum við annað stunguárásarmál sem kennt hefur verið við skemmtistaðinn Bankastræti Club. Atburðir þess máls áttu sér stað í nóvember 2022, eftir atburði málsins sem David er nú dæmdur fyrir. Þar var David Gabríel gefið að sök að stinga annan mann í kviðinn og veita honum með því umfangsmikla og lífshættulega áverka. En sá sem var stunginn hlaut fimm til sex sentímetra opinn skurð á kvið sem náði í gegnum maga og kviðarholsæð. Í ákæru sagði að með tveimur aðgerðum og meðferð hafi tekist að bjarga lífi þess særða. Ætluðu sér líklega að ganga í skrokk á árásarmanninum Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Lesa má þá umfjöllun hér. Þar gáfu David Gabríel og sá sem var stunginn báðir skýrslu. Þeir lýstu átökum milli tveggja hópa, sem höfðu þarna á undan meðal annars falist í hótunum og skemmdarverkum. Umrætt kvöld hefði hópur manna, þar á meðal sá sem var stunginn, komið að skemmtistaðnum Palóma, þar sem David Gabríel var staddur, og sögðust vilja ná tali af honum. Maðurinn sem var stunginn viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði ekki veril alsaklaus og sagði að markmið þeirra hefði ábyggilega verið að ganga í skrokk á David Gabríel. Einn á móti tveimur Í kjölfarið hafi brotist út hópslagsmál á gatnamótum Hafnarstrætis og Naustarinnar. Þar hafi þessir tveir hópar leitt saman hesta sína. David Gabríel lýsti bardaganum þannig að hann hefði endað einn á móti tveimur, meðal annars þeim sem var stunginn, og þeir allir verið vopnaðir hnífum og verið að ógna hvorum öðrum. „Einhvern veginn“ hafi hann svo stungið annan þeirra. Hann vildi meina að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Maðurinn sem var stunginn lýsti atvikunum með öðrum hætti. Hann sagði að á meðan slagsmálin voru í Fullum gangi hafi hann fundið einhvern koma aftan að sér, og fundið fyrir einhverju í kviðnum. Honum hafi verið litið niður og séð að hann væri með hníf inni sér. Hann hafi öskrað að hann hefði verið stunginn og hlaupið á brott. Hann tók fram að hann hefði ekki beitt hníf í slagsmálunum. Hann hefði þó verið með hníf á sér og kastað honum frá sér þegar hann hljóp á brott. Sá hnífur fannst á vettvangi, en hnífurinn sem David Gabríel beitti hefur aldrei fundist. Misvísandi framburður fórnarlambsins Í dómi Héraðsdóms segir að ólíkt framburði Davids Gabríels, sem hafi verið stöðugur og í samræmi við gögn málsins, hafi framburður þess sem var stunginn verið misvísandi og tekið breytingum. Sem dæmi er minnst á að í skýrslutökum hjá lögreglu sagði hann tilviljun hafa ráðið því að hóparnir mættust. Fyrir dómi hafi hann hins vegar talað um að þeir hafi gagngert ætlað að finna David Gabríel. Þess má geta að fyrir dómi viðurkenndi hann, sá sem var stunginn, að hafa í fyrstu sagt ósatt frá. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafi hann verið í slæmum félagsskap og í rugli. Síðan hefði líf hans breyst til hins betra, og nú væri hann orðinn faðir og í vinnu. Að mati dómsins var frásögn hans um að hann hafi ekki beitt hnífnum ótrúverðug. Því til stuðnings er vísað til þess að hann hafi talað um að hafa verið reiður út í David Gabríel og talað um að þeir hafi ætlað að beita hann ofbeldi. Stóðu andspænis hvorum öðrum báðir vopnaðir Niðurstaða dómsins var sú að átökunum milli Davids Gabríels og þess sem var stunginn hefði verið þannig háttað að þeir stóðu andspænis hvorum öðrum, og þeir báðir vopnaðir hníf. Jafnframt þótti dómnum sannað að hann maður hefði strax sótt að David Gabríel þegar hann var búinn að stinga hinn. Líkt og áður segir vildi David Gabríel meina að hann hefði beitt neyðarvörn. Dómurinn var ekki á sama máli og vísaði til dómaframkvæmdar þar sem því er slegið föstu að ekki sé um neyðarvörn að ræða í slagsmálum „nema einhver breyti eðli þeirra“. Mat dómsins var að þau skilyrði væru ekki uppfyllt. Ætlaði sér ekki að drepa en hefði þó átt að vera ljóst að það gæti gerst Í dómi héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að David Gabríel hafi ætlað að bana manninum þegar hann gekk á móts við hópinn sem hans hópur slóst við. Þrátt fyrir það hefði ákvörðun hans að beita hníf verið „stórháskaleg“ og til þess fallin að valda miklu líkamstjóni. Þá er haft eftir lækni að lífshættulegur áverki hafi hlotist af stungunni. Því hafi David Gabríel hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani gæti hlotist af atlögu sem þessari. Því þótti dómnum rétt að heimfæra brotið sem tilraun til manndráps. Refsiþinging vegna Bankastrætis Við ákvörðun refsingar var litið til þess að David Gabríel hlaut átta mánaða fangelsisdóm í Bankastrætismálinu fyrir stórfellda líkamsárás. Honum var gerður hegningarauki. Einnig var litið til þess að sá sem var stunginn og samferðamenn hans hefðu átt upptökin að átökunum. Maðurinn sem var stunginn hefði ögrað David Gabríel, eins og það horfði við honum. Þá segir að myndefni frá vettvangi bendi til þess að sótt hafi verið að honum áður en hann stakk hinn. Þar að auki var litið til ungs aldurs hans, játning hans, og að hann hafi verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Ofan á það sé ekki hægt að kenna honum um að ákæra málsins hafi ekki verið gefin út fyrr en um mitt ár í fyrra, þegar langt var liðið frá atburðum málsins. Líkt og áður segir var David Gabríel dæmdur í þriggja ára fangelsi. Tólf daga gæsluvarðhald var dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða þeim sem varð fyrir árásinni eina milljón króna. Þá þarf hann líka að greiða 6,3 milljónir í sakarkostnað. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Vopnaburður barna og ungmenna Reykjavík Dómsmál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
David Gabríel hefur áður komist í kast við lögin. Hann hlaut átta mánaða dóm í tengslum við annað stunguárásarmál sem kennt hefur verið við skemmtistaðinn Bankastræti Club. Atburðir þess máls áttu sér stað í nóvember 2022, eftir atburði málsins sem David er nú dæmdur fyrir. Þar var David Gabríel gefið að sök að stinga annan mann í kviðinn og veita honum með því umfangsmikla og lífshættulega áverka. En sá sem var stunginn hlaut fimm til sex sentímetra opinn skurð á kvið sem náði í gegnum maga og kviðarholsæð. Í ákæru sagði að með tveimur aðgerðum og meðferð hafi tekist að bjarga lífi þess særða. Ætluðu sér líklega að ganga í skrokk á árásarmanninum Vísir fjallaði um aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars síðastliðnum. Lesa má þá umfjöllun hér. Þar gáfu David Gabríel og sá sem var stunginn báðir skýrslu. Þeir lýstu átökum milli tveggja hópa, sem höfðu þarna á undan meðal annars falist í hótunum og skemmdarverkum. Umrætt kvöld hefði hópur manna, þar á meðal sá sem var stunginn, komið að skemmtistaðnum Palóma, þar sem David Gabríel var staddur, og sögðust vilja ná tali af honum. Maðurinn sem var stunginn viðurkenndi fyrir dómi að hann hefði ekki veril alsaklaus og sagði að markmið þeirra hefði ábyggilega verið að ganga í skrokk á David Gabríel. Einn á móti tveimur Í kjölfarið hafi brotist út hópslagsmál á gatnamótum Hafnarstrætis og Naustarinnar. Þar hafi þessir tveir hópar leitt saman hesta sína. David Gabríel lýsti bardaganum þannig að hann hefði endað einn á móti tveimur, meðal annars þeim sem var stunginn, og þeir allir verið vopnaðir hnífum og verið að ógna hvorum öðrum. „Einhvern veginn“ hafi hann svo stungið annan þeirra. Hann vildi meina að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Maðurinn sem var stunginn lýsti atvikunum með öðrum hætti. Hann sagði að á meðan slagsmálin voru í Fullum gangi hafi hann fundið einhvern koma aftan að sér, og fundið fyrir einhverju í kviðnum. Honum hafi verið litið niður og séð að hann væri með hníf inni sér. Hann hafi öskrað að hann hefði verið stunginn og hlaupið á brott. Hann tók fram að hann hefði ekki beitt hníf í slagsmálunum. Hann hefði þó verið með hníf á sér og kastað honum frá sér þegar hann hljóp á brott. Sá hnífur fannst á vettvangi, en hnífurinn sem David Gabríel beitti hefur aldrei fundist. Misvísandi framburður fórnarlambsins Í dómi Héraðsdóms segir að ólíkt framburði Davids Gabríels, sem hafi verið stöðugur og í samræmi við gögn málsins, hafi framburður þess sem var stunginn verið misvísandi og tekið breytingum. Sem dæmi er minnst á að í skýrslutökum hjá lögreglu sagði hann tilviljun hafa ráðið því að hóparnir mættust. Fyrir dómi hafi hann hins vegar talað um að þeir hafi gagngert ætlað að finna David Gabríel. Þess má geta að fyrir dómi viðurkenndi hann, sá sem var stunginn, að hafa í fyrstu sagt ósatt frá. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafi hann verið í slæmum félagsskap og í rugli. Síðan hefði líf hans breyst til hins betra, og nú væri hann orðinn faðir og í vinnu. Að mati dómsins var frásögn hans um að hann hafi ekki beitt hnífnum ótrúverðug. Því til stuðnings er vísað til þess að hann hafi talað um að hafa verið reiður út í David Gabríel og talað um að þeir hafi ætlað að beita hann ofbeldi. Stóðu andspænis hvorum öðrum báðir vopnaðir Niðurstaða dómsins var sú að átökunum milli Davids Gabríels og þess sem var stunginn hefði verið þannig háttað að þeir stóðu andspænis hvorum öðrum, og þeir báðir vopnaðir hníf. Jafnframt þótti dómnum sannað að hann maður hefði strax sótt að David Gabríel þegar hann var búinn að stinga hinn. Líkt og áður segir vildi David Gabríel meina að hann hefði beitt neyðarvörn. Dómurinn var ekki á sama máli og vísaði til dómaframkvæmdar þar sem því er slegið föstu að ekki sé um neyðarvörn að ræða í slagsmálum „nema einhver breyti eðli þeirra“. Mat dómsins var að þau skilyrði væru ekki uppfyllt. Ætlaði sér ekki að drepa en hefði þó átt að vera ljóst að það gæti gerst Í dómi héraðsdóms segir að ekkert bendi til þess að David Gabríel hafi ætlað að bana manninum þegar hann gekk á móts við hópinn sem hans hópur slóst við. Þrátt fyrir það hefði ákvörðun hans að beita hníf verið „stórháskaleg“ og til þess fallin að valda miklu líkamstjóni. Þá er haft eftir lækni að lífshættulegur áverki hafi hlotist af stungunni. Því hafi David Gabríel hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani gæti hlotist af atlögu sem þessari. Því þótti dómnum rétt að heimfæra brotið sem tilraun til manndráps. Refsiþinging vegna Bankastrætis Við ákvörðun refsingar var litið til þess að David Gabríel hlaut átta mánaða fangelsisdóm í Bankastrætismálinu fyrir stórfellda líkamsárás. Honum var gerður hegningarauki. Einnig var litið til þess að sá sem var stunginn og samferðamenn hans hefðu átt upptökin að átökunum. Maðurinn sem var stunginn hefði ögrað David Gabríel, eins og það horfði við honum. Þá segir að myndefni frá vettvangi bendi til þess að sótt hafi verið að honum áður en hann stakk hinn. Þar að auki var litið til ungs aldurs hans, játning hans, og að hann hafi verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Ofan á það sé ekki hægt að kenna honum um að ákæra málsins hafi ekki verið gefin út fyrr en um mitt ár í fyrra, þegar langt var liðið frá atburðum málsins. Líkt og áður segir var David Gabríel dæmdur í þriggja ára fangelsi. Tólf daga gæsluvarðhald var dregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða þeim sem varð fyrir árásinni eina milljón króna. Þá þarf hann líka að greiða 6,3 milljónir í sakarkostnað.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Vopnaburður barna og ungmenna Reykjavík Dómsmál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira