Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 09:06 Renata og Margrét hjá Nova ásamt Ingu Tinnu og Magnúsi hjá Dineout skáluðu við undirritun samnings. Aðsend Nova hefur eignast 20 prósenta hlut í Dineout ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins. Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og forstjóri Dineout, og Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, undirrituðu samning um kaupin í dag. Samhliða var undirritaður samningur um fjármögnun til þróunar á nýjum lausnum í strategísku samstarfi við Nova. Í tilkynningu kemur fram að Nova hafi samkvæmt samningi kost á að auka við hlut sinn á næstu árum. Markmið kaupanna er samkvæmt tilkynningunni að styrkja enn frekar FyrirÞig, vildarklúbb Nova appsins. Kaupin eru talin fela í sér tækifæri til að auka vöruframboð til bæði lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að vinna að vöruþróun. „Við horfum til vegferðar þar sem við getum nýtt sameiginleg tækifæri fyrir viðskiptavini, bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði, til þess að einfalda fólki lífið, spara því peninga, en líka hvetja það til að skemmta sér og njóta lífsins saman. Við viljum jafnframt einfalda fólki það að nýta allan ávinninginn sem fylgir því að vera viðskiptavinur Nova til þess að styrkja viðskiptavinasambandið enn frekar. Ég tel að kaupin og samstarfið muni styrkja þá vegferð,“ segir Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova. Aukið vöruframboð Dineout var stofnað árið 2017 með það markmið að þróa borðabókunarkerfi fyrir íslenska veitingastaði. Í dag nýta samkvæmt tilkynningunni yfir 600 fyrirtæki sér lausnir Dineout í daglegum rekstri. Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout, segir í tilkynningu það mikinn feng að fá Nova inn sem fjárfesti. „Við teljum að lausnirnar okkar falli mjög vel að vöruframboðinu í Nova appinu og munu sömuleiðis nýtast víðar í þjónustu þeirra. Að sama skapi mun sýnileiki viðskiptavina Dineout aukast. Við hlökkum til að auka vöruframboðið enn frekar og kynna nýjar lausnir til leiks í samstarfi við Nova,“ segir Inga Tinna. Nova Veitingastaðir Tækni Fjarskipti Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna. 7. febrúar 2025 06:46 Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað. 3. apríl 2025 15:28 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Samhliða var undirritaður samningur um fjármögnun til þróunar á nýjum lausnum í strategísku samstarfi við Nova. Í tilkynningu kemur fram að Nova hafi samkvæmt samningi kost á að auka við hlut sinn á næstu árum. Markmið kaupanna er samkvæmt tilkynningunni að styrkja enn frekar FyrirÞig, vildarklúbb Nova appsins. Kaupin eru talin fela í sér tækifæri til að auka vöruframboð til bæði lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að vinna að vöruþróun. „Við horfum til vegferðar þar sem við getum nýtt sameiginleg tækifæri fyrir viðskiptavini, bæði á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði, til þess að einfalda fólki lífið, spara því peninga, en líka hvetja það til að skemmta sér og njóta lífsins saman. Við viljum jafnframt einfalda fólki það að nýta allan ávinninginn sem fylgir því að vera viðskiptavinur Nova til þess að styrkja viðskiptavinasambandið enn frekar. Ég tel að kaupin og samstarfið muni styrkja þá vegferð,“ segir Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova. Aukið vöruframboð Dineout var stofnað árið 2017 með það markmið að þróa borðabókunarkerfi fyrir íslenska veitingastaði. Í dag nýta samkvæmt tilkynningunni yfir 600 fyrirtæki sér lausnir Dineout í daglegum rekstri. Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout, segir í tilkynningu það mikinn feng að fá Nova inn sem fjárfesti. „Við teljum að lausnirnar okkar falli mjög vel að vöruframboðinu í Nova appinu og munu sömuleiðis nýtast víðar í þjónustu þeirra. Að sama skapi mun sýnileiki viðskiptavina Dineout aukast. Við hlökkum til að auka vöruframboðið enn frekar og kynna nýjar lausnir til leiks í samstarfi við Nova,“ segir Inga Tinna.
Nova Veitingastaðir Tækni Fjarskipti Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Í samkeppni við Noona með Sinna Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna. 7. febrúar 2025 06:46 Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað. 3. apríl 2025 15:28 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Í samkeppni við Noona með Sinna Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna. 7. febrúar 2025 06:46
Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Nova og Klak - Icelandic Startups undirrituðu samning um áframhaldandi samstarf um Startup Supernova nýsköpunarhraðalinn til næstu þriggja ára í Grósku á föstudaginn. Hraðallinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2020 og markmið hans er að styðja frumkvöðla við að þróa viðskiptalausnir sem eiga erindi á alþjóðamarkað. 3. apríl 2025 15:28