Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2025 10:20 Shari Redstone, eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar sem framleiðir 60 mínútur. Félögin vilja friðþægja bandarísku alríkisstjórnina til þess að koma í gegn risasamruna við Skydance-fjölmiðlasamsteypuna. Vísir/Getty Brotthvarf framleiðanda bandaríska fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í vikunni kom í kjölfar þess að eigandi Paramount, móðurfélags CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, hnýsaðist um umfjöllun þáttarins um Bandaríkjaforseta. Framleiðandinn sagðist ekki lengur hafa ritstjórnarlegt sjálfstæði í kveðjubréfi til samstarfsmanna sinna. Mikla athygli vakti að Bill Owens, framleiðandi 60 mínútna, sagði af sér og fullyrti að hann hefði tapað sjálfstæði sínu í starfi í vikunni. Stjórnendur CBS og Paramount hefðu gert honum ljóst að hann fengi ekki að stýra þættinum með hag áhorfenda í fyrirrúmi í vikunni. Fréttaskýringarþátturinn hefur gengið hjá CBS í 57 ár. Hræringarnar eiga sér stað í skugga málaferla Bandaríkjaforseta við CBS-sjónvarpsstöðvarinnar vegna umfjöllunar 60 mínútna í kosningabaráttunni í fyrra. Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta CBS útsendingarleyfi vegna umfjöllunar 60 mínútna. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji málsóknina standa á brauðfótum eru stjórnendur Paramount og CBS sagðir vilja semja við forsetann til þess að liðka til fyrir samruna Paramount og fjölmiðlasamsteypunnar Skydance sem bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa til skoðunar. Shari Redstone, eigandi Paramount, er sögð hafa reynt að komast að því hvaða innslög 60 mínútna fjölluðu um Bandaríkjaforseta á undanförnum dögum. Fréttavefurinn Semafor hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi hrundið af stað atburðarásinni sem endaði með brotthvarfi Owens. Talsmaður Redstone neitar því að hún hafi fengið að sjá innslög eða sóst eftir því. Hvorki hún né Paramount hafi ætlað að drepa umfjöllun 60 mínútna. Semafor segir Redstone engu að síður hafa gagnrýnt 60 mínútur bæði opinberlega og á bak við luktar dyr á undanförnum mánuðum. Sú gagnrýni hafi orðið til þess að CBS setti manneskju yfir þáttinn sem hafi farið yfir innslög sem þóttu sérstaklega viðkvæm. Owens hafi farið að þykja afskiptasemi móðurfélagsins á þættinum óþægileg. Fréttaskýringaþátturinn hefur fjallað gagnrýnið um aðgerðir ríkisstjórnar repúblikana frá því að hún tók við í janúar, þar á meðal um stefnu hennar gagnvart Úkraínu og Grænlandi. Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að CBS ætti eftir að „gjalda það dýru verði“ að hafa ráðist á sig. Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Mikla athygli vakti að Bill Owens, framleiðandi 60 mínútna, sagði af sér og fullyrti að hann hefði tapað sjálfstæði sínu í starfi í vikunni. Stjórnendur CBS og Paramount hefðu gert honum ljóst að hann fengi ekki að stýra þættinum með hag áhorfenda í fyrirrúmi í vikunni. Fréttaskýringarþátturinn hefur gengið hjá CBS í 57 ár. Hræringarnar eiga sér stað í skugga málaferla Bandaríkjaforseta við CBS-sjónvarpsstöðvarinnar vegna umfjöllunar 60 mínútna í kosningabaráttunni í fyrra. Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta CBS útsendingarleyfi vegna umfjöllunar 60 mínútna. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji málsóknina standa á brauðfótum eru stjórnendur Paramount og CBS sagðir vilja semja við forsetann til þess að liðka til fyrir samruna Paramount og fjölmiðlasamsteypunnar Skydance sem bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa til skoðunar. Shari Redstone, eigandi Paramount, er sögð hafa reynt að komast að því hvaða innslög 60 mínútna fjölluðu um Bandaríkjaforseta á undanförnum dögum. Fréttavefurinn Semafor hefur eftir heimildarmönnum sínum að það hafi hrundið af stað atburðarásinni sem endaði með brotthvarfi Owens. Talsmaður Redstone neitar því að hún hafi fengið að sjá innslög eða sóst eftir því. Hvorki hún né Paramount hafi ætlað að drepa umfjöllun 60 mínútna. Semafor segir Redstone engu að síður hafa gagnrýnt 60 mínútur bæði opinberlega og á bak við luktar dyr á undanförnum mánuðum. Sú gagnrýni hafi orðið til þess að CBS setti manneskju yfir þáttinn sem hafi farið yfir innslög sem þóttu sérstaklega viðkvæm. Owens hafi farið að þykja afskiptasemi móðurfélagsins á þættinum óþægileg. Fréttaskýringaþátturinn hefur fjallað gagnrýnið um aðgerðir ríkisstjórnar repúblikana frá því að hún tók við í janúar, þar á meðal um stefnu hennar gagnvart Úkraínu og Grænlandi. Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að CBS ætti eftir að „gjalda það dýru verði“ að hafa ráðist á sig.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira