Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 21:07 Bill Owens, hefur stýrt 60 mínútum frá 2019 en unnið við framleiðslu þáttanna í 25 ár. AP/Chris Pizzello Bill Owens, æðsti stjórnandi fréttaskýringaþáttarins vinsæla 60 Minutes eða 60 mínútur hefur sagt starfi sínu lausu og segir ástæðuna þá að hann hafi tapað sjálfstæði sínu í starfi. Stjórnendur CBS og móðurfélagsins Paramount hafi gert ljóst að hann muni ekki fá að stjórna þættinum með hag áhorfenda í huga lengur. Owens hefur stýrt 60 mínútum frá árinu frá 2019 en hann hefur starfað við gerð þáttanna í 25 ár. Hann er einungis þriðji maðurinn til að sinna þeirri stöðu frá því framleiðsla þáttanna hófst fyrir 57 árum síðan. Þættirnir hafa ávallt verið álitnir sem sérstök eining innan fréttadeildar CBS og hafa stjórnendur hans notið mikils sjálfstæðis. Í pósti sem hann sendi á starfsmenn í dag sagðist Owens hafa reynt að verja 60 mínútur af öllum krafti. Nú þyrfti hann að stíga til hliðar svo hægt væri að halda framleiðslu þáttanna áfram. Þeir væru gífurlega mikilvægir Bandaríkjunum. Owens hét því í póstinum að starfsmenn 60 mínútna myndu áfram fjalla um yfirvöld í Bandaríkjunum með gagnrýnum hætti. AP fréttaveitan segir óljóst hvort hann hafi hætt sjálfur eða hvort hann hafi verið rekinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi verið gagnrýninn í garð 60 mínútna og hefur hann meðal annars höfðað mál gegn CBS þar sem hann krefst tíu milljarða dala frá fyrirtækinu vegna meints ólöglegs athæfis hvað varðar viðtal við Kamölu Harris sem tekið var í kosningabaráttunni í fyrra. Trump heldur því fram að viðtalið hafi verið klippt með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn þáttanna segja það rangt og að hafa opinberað viðtalið í heild sinni. Eins og fram kemur í grein New York Times segja sérfræðingar að lögsóknin sé alfarið byggð á sandi en æðstu stjórnendur Paramount og CBS eru sagðir vilja semja við Trump og tryggja sér þannig samþykki hans fyrir sölu Paramount til fyrirtækisins Skydance. Salan þarf samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum. Árið 2020 gekk Trump úr viðtali við Lesley Stahl í 60 mínútum. Sjá einnig: CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Hann neitaði einnig að fara í viðtal fyrir síðustu kosningar og hefur ítrekað síðan þá verið mjög gagnrýninn í garð þáttanna. Fyrr í þessum mánuði fór forsetinn hörðum orðum um 60 mínútur á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að CBS yrði svipt leyfi til að sjónvarpsútsendinga í Bandaríkjunum. Var það eftir nokkra þætti um ríkisstjórn Trumps og aðgerðir hans í embætti. Forsetinn hefur áður slegið á svipaða strengi og eftir að hann tók embætti lýsti yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) því yfir að CBS yrði tekið til rannsóknar vegna viðtalsins. Sjá einnig: Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar NYT segir stjórnendur hjá Paramount og Skydance hafa áhyggjur af ummælum Trumps og aðgerðum. Viðræður milli þeirra og Trump-liða um mögulega sátt á deilunum standi nú yfir. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Owens hefur stýrt 60 mínútum frá árinu frá 2019 en hann hefur starfað við gerð þáttanna í 25 ár. Hann er einungis þriðji maðurinn til að sinna þeirri stöðu frá því framleiðsla þáttanna hófst fyrir 57 árum síðan. Þættirnir hafa ávallt verið álitnir sem sérstök eining innan fréttadeildar CBS og hafa stjórnendur hans notið mikils sjálfstæðis. Í pósti sem hann sendi á starfsmenn í dag sagðist Owens hafa reynt að verja 60 mínútur af öllum krafti. Nú þyrfti hann að stíga til hliðar svo hægt væri að halda framleiðslu þáttanna áfram. Þeir væru gífurlega mikilvægir Bandaríkjunum. Owens hét því í póstinum að starfsmenn 60 mínútna myndu áfram fjalla um yfirvöld í Bandaríkjunum með gagnrýnum hætti. AP fréttaveitan segir óljóst hvort hann hafi hætt sjálfur eða hvort hann hafi verið rekinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi verið gagnrýninn í garð 60 mínútna og hefur hann meðal annars höfðað mál gegn CBS þar sem hann krefst tíu milljarða dala frá fyrirtækinu vegna meints ólöglegs athæfis hvað varðar viðtal við Kamölu Harris sem tekið var í kosningabaráttunni í fyrra. Trump heldur því fram að viðtalið hafi verið klippt með ólöglegum hætti. Forsvarsmenn þáttanna segja það rangt og að hafa opinberað viðtalið í heild sinni. Eins og fram kemur í grein New York Times segja sérfræðingar að lögsóknin sé alfarið byggð á sandi en æðstu stjórnendur Paramount og CBS eru sagðir vilja semja við Trump og tryggja sér þannig samþykki hans fyrir sölu Paramount til fyrirtækisins Skydance. Salan þarf samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum. Árið 2020 gekk Trump úr viðtali við Lesley Stahl í 60 mínútum. Sjá einnig: CBS svarar fyrir sig og birtir myndband af Trump að ganga út úr viðtalinu Hann neitaði einnig að fara í viðtal fyrir síðustu kosningar og hefur ítrekað síðan þá verið mjög gagnrýninn í garð þáttanna. Fyrr í þessum mánuði fór forsetinn hörðum orðum um 60 mínútur á samfélagsmiðli sínum og kallaði eftir því að CBS yrði svipt leyfi til að sjónvarpsútsendinga í Bandaríkjunum. Var það eftir nokkra þætti um ríkisstjórn Trumps og aðgerðir hans í embætti. Forsetinn hefur áður slegið á svipaða strengi og eftir að hann tók embætti lýsti yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) því yfir að CBS yrði tekið til rannsóknar vegna viðtalsins. Sjá einnig: Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar NYT segir stjórnendur hjá Paramount og Skydance hafa áhyggjur af ummælum Trumps og aðgerðum. Viðræður milli þeirra og Trump-liða um mögulega sátt á deilunum standi nú yfir.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira