Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2025 12:00 Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður Húseigendafélagsins. Formaður Húseigendafélagsins segir að allur gangur sé á því hvernig kaupendum íbúða í nýjum fjölbýlishúsum takist að tryggja rétt sinn þegar upp koma lekavandræði. Fjöldi dæma er um lekavandræði í nýlegum fjölbýlishúsum. Greint var frá því í Morgunblaðinu á dögunum að verið væri að gera við fjölbýlishús í Vogabyggð í Reykjavík vegna lekavandamála. Húsið er einungis sex ára gamalt, var byggt árið 2019. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri tilvik lekavandræða í nýlegum fjölbýlishúsum og dæmi um að húsfélög stefni byggingaraðilum vegna galla. Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir að allur gangur sé á því hvernig kaupendum takist að tryggja rétt sinn í slíkum tilvikum. Algengt sé að slík mál leysist. „Jafnvel með aðkomu lögmanna, að það sé fundinn einhver flötur á þessu. Það getur verið að starfsábyrgð, tryggingar hönnuðar eða byggingarstjóra eigi við og það greiðist úr þeim en þetta getur verið svolítill fasi sem kaupendur þurfa að fara í gegnum ef það eru gallar í nýbyggingum þá þarf að láta meta það og kaupandinn getur þurft að leita réttar síns og það getur jafnvel endað fyrir dómstólum.“ Hildur segir að kaupendur íbúða í glænýjum fjölbýlishúsum eigi að geta gengið út frá því að allt sé í lagi í húsunum. Enginn gallaþröskuldur gildi þegar keypt sé íbúð í nýbyggingu. „Þannig að kaupandinn hann á rétt á því að fá afslátt af kaupverðinu eða skaðabætur ef það er galli í nýbyggingu. Þannig hann á ríkari rétt en þegar kaupandinn er að kaupa notaða fasteign. Það er alltaf eitthvað um það að það sé leitað til Húseigendafélagsins vegna galla í nýbyggingu og hefur verið undanfarin ár, þannig við höfum kannski ekki merkt aukningu en auðvitað er það þannig að fólk gerir ráð fyrir því að það sé allt í lagi þegar verið er að kaupa nýtt hús, sem er svo ekki alltaf raunin.“ Hús og heimili Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu á dögunum að verið væri að gera við fjölbýlishús í Vogabyggð í Reykjavík vegna lekavandamála. Húsið er einungis sex ára gamalt, var byggt árið 2019. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri tilvik lekavandræða í nýlegum fjölbýlishúsum og dæmi um að húsfélög stefni byggingaraðilum vegna galla. Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir að allur gangur sé á því hvernig kaupendum takist að tryggja rétt sinn í slíkum tilvikum. Algengt sé að slík mál leysist. „Jafnvel með aðkomu lögmanna, að það sé fundinn einhver flötur á þessu. Það getur verið að starfsábyrgð, tryggingar hönnuðar eða byggingarstjóra eigi við og það greiðist úr þeim en þetta getur verið svolítill fasi sem kaupendur þurfa að fara í gegnum ef það eru gallar í nýbyggingum þá þarf að láta meta það og kaupandinn getur þurft að leita réttar síns og það getur jafnvel endað fyrir dómstólum.“ Hildur segir að kaupendur íbúða í glænýjum fjölbýlishúsum eigi að geta gengið út frá því að allt sé í lagi í húsunum. Enginn gallaþröskuldur gildi þegar keypt sé íbúð í nýbyggingu. „Þannig að kaupandinn hann á rétt á því að fá afslátt af kaupverðinu eða skaðabætur ef það er galli í nýbyggingu. Þannig hann á ríkari rétt en þegar kaupandinn er að kaupa notaða fasteign. Það er alltaf eitthvað um það að það sé leitað til Húseigendafélagsins vegna galla í nýbyggingu og hefur verið undanfarin ár, þannig við höfum kannski ekki merkt aukningu en auðvitað er það þannig að fólk gerir ráð fyrir því að það sé allt í lagi þegar verið er að kaupa nýtt hús, sem er svo ekki alltaf raunin.“
Hús og heimili Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira