Frans páfi er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 08:08 Frans páfi er látinn eftir skammvinn veikindi. Getty Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. Kevin Ferrell kardináli greindi frá andláti hans á miðlum Páfagarðs snemma í morgun. „Klukkan 7:35 í morgun sneri Frans Rómarbiskup aftur í hús föðurins. Allt hans líf helgaði hann þjónustu í þágu drottins og kirkjunnar. Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum guðspjallanna með trú, hugrekki og skilyrðislausum kærleik, sérstaklega í garð hinna fátæku og jaðarsettu,“ segir Kevin Ferrell kardináli. Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús í Rómaborg 14. febrúar síðastliðinn til að hljóta meðferð við berkjubólgu. Líðan hans versnaði og skömmu síðar var hann greindur með lungnabólgu í báðum lungum. Eftir 38 daga spítaladvöl sneri hann aftur til Páfagarðs. Í gær á sjálfan páskadag blessaði hann margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Hann hélt ekki messu af svölunum líkt og hefð er fyrir vegna veikinda heldur gerði það Angelo Comastri kardináli í hans stað. „Með gríðarlegu þakklæti fyrir fordæmi hans sem sannur lærisveinn Drottins Jesús, trúum við óendanlega miskunnsömum kærleika hins eina og þríeina Guðs fyrir sál Frans páfa,“ segir Kevin Ferrell. Jorge Mario Bergoglio fæddist ítölskum innflytjendum í Búenos Aíres höfuðborg Argentínu 17. desember 1936. Hann gekk í jesúítaregluna árið 1958 eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum veikindum í lungum. Hann gekkst undir aðgerð árið 1958 þar sem hluti úr öðru lunga hans var fjarlægður. Síðan þá hefur hann glímt við reglulegar berkju- og lungnabólgur líkt og þá sem dró hann til dauða. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Hann þótti sýna hógværð í embætti og leit á sig sem málsvara hinna raddlausu. Hann heimsótti flóttamannabúðir þegar ótti Evrópubúa á þeim sem flúðu átök og örbirgð yfir Miðjarðarhafið var sem mestur og bað fyrir þeim sem fórust á hættulegum siglingum í leit að betra lífi. Frans hefur verið ötull talsmaður þess að dauðarefsingar verði aflagðar, jók sýnileika kvenna innan kaþólsku kirkjunnar og hvatti fulltrúa hennar til að sýna hinsegin fólki virðingu. Páfagarður Andlát Andlát Frans páfa Argentína Ítalía Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Kevin Ferrell kardináli greindi frá andláti hans á miðlum Páfagarðs snemma í morgun. „Klukkan 7:35 í morgun sneri Frans Rómarbiskup aftur í hús föðurins. Allt hans líf helgaði hann þjónustu í þágu drottins og kirkjunnar. Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum guðspjallanna með trú, hugrekki og skilyrðislausum kærleik, sérstaklega í garð hinna fátæku og jaðarsettu,“ segir Kevin Ferrell kardináli. Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús í Rómaborg 14. febrúar síðastliðinn til að hljóta meðferð við berkjubólgu. Líðan hans versnaði og skömmu síðar var hann greindur með lungnabólgu í báðum lungum. Eftir 38 daga spítaladvöl sneri hann aftur til Páfagarðs. Í gær á sjálfan páskadag blessaði hann margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Hann hélt ekki messu af svölunum líkt og hefð er fyrir vegna veikinda heldur gerði það Angelo Comastri kardináli í hans stað. „Með gríðarlegu þakklæti fyrir fordæmi hans sem sannur lærisveinn Drottins Jesús, trúum við óendanlega miskunnsömum kærleika hins eina og þríeina Guðs fyrir sál Frans páfa,“ segir Kevin Ferrell. Jorge Mario Bergoglio fæddist ítölskum innflytjendum í Búenos Aíres höfuðborg Argentínu 17. desember 1936. Hann gekk í jesúítaregluna árið 1958 eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum veikindum í lungum. Hann gekkst undir aðgerð árið 1958 þar sem hluti úr öðru lunga hans var fjarlægður. Síðan þá hefur hann glímt við reglulegar berkju- og lungnabólgur líkt og þá sem dró hann til dauða. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Hann þótti sýna hógværð í embætti og leit á sig sem málsvara hinna raddlausu. Hann heimsótti flóttamannabúðir þegar ótti Evrópubúa á þeim sem flúðu átök og örbirgð yfir Miðjarðarhafið var sem mestur og bað fyrir þeim sem fórust á hættulegum siglingum í leit að betra lífi. Frans hefur verið ötull talsmaður þess að dauðarefsingar verði aflagðar, jók sýnileika kvenna innan kaþólsku kirkjunnar og hvatti fulltrúa hennar til að sýna hinsegin fólki virðingu.
Páfagarður Andlát Andlát Frans páfa Argentína Ítalía Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira