Innlent

Margar fjöl­skyldur fastar í fá­tækt svo árum skiptir

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vilborg Oddsdóttir er félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Vilborg Oddsdóttir er félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vísir

Hjálparstofnun Kirkjunnar safnaði um tvö hundruð páskaeggjum handa börnum efnaminni foreldra. Félagsráðgjafi segir margar fjölskyldur þurfa aðstoð ár eftir ár þar sem þær séu fastar í fátækt.

Páskaeggjaæði Íslendinga er alltaf jafn mikið og fara tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn þetta árið. Margir gripu í tómt í helstu verslunum síðustu dagana fyrir páska þar sem þau voru víða uppseld. Í ár eru páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra, meðal annars vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á kakói.

Hjálparstofnun Kirkjunnar stóð á dögunum fyrir söfnun til að aðstoða efnaminni foreldra við að kaupa páskaegg handa börnunum sínum. Það safnaðist peningur fyrir um tvö hundruð páskaeggjum, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum.

„Það sem safnaðist fór í að kaupa inneignarkort fyrir fjölskyldur til að kaupa páskaegg handa börnunum,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun Kirkjunnar. 

Hvernig tókst þessi söfnun?

„Hún tókst alveg ágætlega, sem betur fer var fólk til í að styrkja þetta. Þannig við gátum aðstoðað alla þá sem leituðu til okkar síðustu tvær vikurnar fyrir páska.“

Það séu oftast fjölskyldur með mörg börn sem eiga erfitt með að kaupa páskaegg fyrir alla á heimilinu

„Það sem verst er að það eru margir búnir að vera fastir í þessu í árafjölda, það hreyfist ekkert. Það er sá hópur sem við höfum mestar áhyggjur af. Og breytist ekki neitt hjá. Alls ekki núna þegar húsnæðiskostnaðurinn hækkar líka gífurlega, þá eru hlutirnir enn verri en þeir voru,“ segir Vilborg. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×