„Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 10:31 Þóra Kristín Jónsdóttir getur gætt sér á vængjum frá Just wingin' it eftir að hafa verið valin maður leiksins í gærkvöld. Stöð 2 Sport Þóra Kristín Jónsdóttir, fyrirliði Hauka, hefur verið að spila sinn allra besta körfubolta í vetur og var valin leikmaður ársins eftir deildarkeppni Bónus-deildarinnar. Það er engin tilviljun. Eftir að Haukar féllu út í 8-liða úrslitum gegn Stjörnunni fyrir ári síðan setti Þóra sér markmið. Hún var staðráðin í að eiga betra tímabil í ár og það hefur nú þegar skilað sér í deildarmeistaratitli með Haukum og sæti í undanúrslitum eftir 3-2 sigur gegn Grindavík. Haukar byrjuðu svo undanúrslitin á risasigri gegn Val í gær, 101-66. „Ég var frekar vonsvikin með tímabilið í fyrra,“ sagði Þóra þegar hún mætti í settið hjá Herði Unnsteinssyni og sérfræðingum hans í Körfuboltakvöldi beint eftir leik á Ásvöllum í gær. „Ég ákvað um leið og við duttum út í fyrra að mig langaði að gera betur fyrir liðið mitt. Ég fór að lyfta aukalega, drilla með Helenu [Sverrisdóttur sem var einnig í settinu] í sumar og alls konar. Þetta var sitt lítið af hverju því mig langaði heilt yfir að bæta nálgun mína á körfubolta,“ sagði Þóra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Þóra Kristín í setti eftir sigurinn á Val Óhætt er að segja Þóra hafi farið mikinn í gær en hún var með 30 framlagsstig, langflest allra á vellinum. Hún skoraði 19 stig, átti heilar tólf stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hún vill þó ekki gera mikið úr sínum eigin þætti, hvorki í gærkvöld né í allan vetur. „Við mættum tilbúnar í leikinn. Settum pressuna okkar upp strax og það gaf tóninn fyrir leikinn,“ sagði Þóra í gær, ánægð með það hvernig Haukar mættu til leiks eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu við Grindavík. „Ég held að sú sería öll yfirhöfuð hafi sett tóninn fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að koma tilbúnar í þetta ef við ætluðum að ná góðum úrslitum.“ Eins og fyrr segir var Þóra valin besti leikmaður deildarkeppninnar enda landsliðskonan átt frábær tímabil. „Það er auðvitað gaman að spila vel en það er líka auðveldara að spila vel þegar maður er með góða leikmenn í kringum sig. Ég væri ekkert með þessar stoðsendingar ef að stelpurnar væru ekki að setja skotin sín ofan í. Þetta eru viðurkenningar sem ég fæ en viðurkenningar fyrir liðið líka,“ sagði Þóra og bætti við: „Við erum samheldnar og þekkjum hver aðra vel. Góður kjarni.“ Einvígi Hauka og Vals heldur áfram á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld klukkan 19:15. Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Eftir að Haukar féllu út í 8-liða úrslitum gegn Stjörnunni fyrir ári síðan setti Þóra sér markmið. Hún var staðráðin í að eiga betra tímabil í ár og það hefur nú þegar skilað sér í deildarmeistaratitli með Haukum og sæti í undanúrslitum eftir 3-2 sigur gegn Grindavík. Haukar byrjuðu svo undanúrslitin á risasigri gegn Val í gær, 101-66. „Ég var frekar vonsvikin með tímabilið í fyrra,“ sagði Þóra þegar hún mætti í settið hjá Herði Unnsteinssyni og sérfræðingum hans í Körfuboltakvöldi beint eftir leik á Ásvöllum í gær. „Ég ákvað um leið og við duttum út í fyrra að mig langaði að gera betur fyrir liðið mitt. Ég fór að lyfta aukalega, drilla með Helenu [Sverrisdóttur sem var einnig í settinu] í sumar og alls konar. Þetta var sitt lítið af hverju því mig langaði heilt yfir að bæta nálgun mína á körfubolta,“ sagði Þóra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Þóra Kristín í setti eftir sigurinn á Val Óhætt er að segja Þóra hafi farið mikinn í gær en hún var með 30 framlagsstig, langflest allra á vellinum. Hún skoraði 19 stig, átti heilar tólf stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hún vill þó ekki gera mikið úr sínum eigin þætti, hvorki í gærkvöld né í allan vetur. „Við mættum tilbúnar í leikinn. Settum pressuna okkar upp strax og það gaf tóninn fyrir leikinn,“ sagði Þóra í gær, ánægð með það hvernig Haukar mættu til leiks eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu við Grindavík. „Ég held að sú sería öll yfirhöfuð hafi sett tóninn fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að koma tilbúnar í þetta ef við ætluðum að ná góðum úrslitum.“ Eins og fyrr segir var Þóra valin besti leikmaður deildarkeppninnar enda landsliðskonan átt frábær tímabil. „Það er auðvitað gaman að spila vel en það er líka auðveldara að spila vel þegar maður er með góða leikmenn í kringum sig. Ég væri ekkert með þessar stoðsendingar ef að stelpurnar væru ekki að setja skotin sín ofan í. Þetta eru viðurkenningar sem ég fæ en viðurkenningar fyrir liðið líka,“ sagði Þóra og bætti við: „Við erum samheldnar og þekkjum hver aðra vel. Góður kjarni.“ Einvígi Hauka og Vals heldur áfram á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld klukkan 19:15.
Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04