„Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 10:31 Þóra Kristín Jónsdóttir getur gætt sér á vængjum frá Just wingin' it eftir að hafa verið valin maður leiksins í gærkvöld. Stöð 2 Sport Þóra Kristín Jónsdóttir, fyrirliði Hauka, hefur verið að spila sinn allra besta körfubolta í vetur og var valin leikmaður ársins eftir deildarkeppni Bónus-deildarinnar. Það er engin tilviljun. Eftir að Haukar féllu út í 8-liða úrslitum gegn Stjörnunni fyrir ári síðan setti Þóra sér markmið. Hún var staðráðin í að eiga betra tímabil í ár og það hefur nú þegar skilað sér í deildarmeistaratitli með Haukum og sæti í undanúrslitum eftir 3-2 sigur gegn Grindavík. Haukar byrjuðu svo undanúrslitin á risasigri gegn Val í gær, 101-66. „Ég var frekar vonsvikin með tímabilið í fyrra,“ sagði Þóra þegar hún mætti í settið hjá Herði Unnsteinssyni og sérfræðingum hans í Körfuboltakvöldi beint eftir leik á Ásvöllum í gær. „Ég ákvað um leið og við duttum út í fyrra að mig langaði að gera betur fyrir liðið mitt. Ég fór að lyfta aukalega, drilla með Helenu [Sverrisdóttur sem var einnig í settinu] í sumar og alls konar. Þetta var sitt lítið af hverju því mig langaði heilt yfir að bæta nálgun mína á körfubolta,“ sagði Þóra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Þóra Kristín í setti eftir sigurinn á Val Óhætt er að segja Þóra hafi farið mikinn í gær en hún var með 30 framlagsstig, langflest allra á vellinum. Hún skoraði 19 stig, átti heilar tólf stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hún vill þó ekki gera mikið úr sínum eigin þætti, hvorki í gærkvöld né í allan vetur. „Við mættum tilbúnar í leikinn. Settum pressuna okkar upp strax og það gaf tóninn fyrir leikinn,“ sagði Þóra í gær, ánægð með það hvernig Haukar mættu til leiks eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu við Grindavík. „Ég held að sú sería öll yfirhöfuð hafi sett tóninn fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að koma tilbúnar í þetta ef við ætluðum að ná góðum úrslitum.“ Eins og fyrr segir var Þóra valin besti leikmaður deildarkeppninnar enda landsliðskonan átt frábær tímabil. „Það er auðvitað gaman að spila vel en það er líka auðveldara að spila vel þegar maður er með góða leikmenn í kringum sig. Ég væri ekkert með þessar stoðsendingar ef að stelpurnar væru ekki að setja skotin sín ofan í. Þetta eru viðurkenningar sem ég fæ en viðurkenningar fyrir liðið líka,“ sagði Þóra og bætti við: „Við erum samheldnar og þekkjum hver aðra vel. Góður kjarni.“ Einvígi Hauka og Vals heldur áfram á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld klukkan 19:15. Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Eftir að Haukar féllu út í 8-liða úrslitum gegn Stjörnunni fyrir ári síðan setti Þóra sér markmið. Hún var staðráðin í að eiga betra tímabil í ár og það hefur nú þegar skilað sér í deildarmeistaratitli með Haukum og sæti í undanúrslitum eftir 3-2 sigur gegn Grindavík. Haukar byrjuðu svo undanúrslitin á risasigri gegn Val í gær, 101-66. „Ég var frekar vonsvikin með tímabilið í fyrra,“ sagði Þóra þegar hún mætti í settið hjá Herði Unnsteinssyni og sérfræðingum hans í Körfuboltakvöldi beint eftir leik á Ásvöllum í gær. „Ég ákvað um leið og við duttum út í fyrra að mig langaði að gera betur fyrir liðið mitt. Ég fór að lyfta aukalega, drilla með Helenu [Sverrisdóttur sem var einnig í settinu] í sumar og alls konar. Þetta var sitt lítið af hverju því mig langaði heilt yfir að bæta nálgun mína á körfubolta,“ sagði Þóra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Þóra Kristín í setti eftir sigurinn á Val Óhætt er að segja Þóra hafi farið mikinn í gær en hún var með 30 framlagsstig, langflest allra á vellinum. Hún skoraði 19 stig, átti heilar tólf stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hún vill þó ekki gera mikið úr sínum eigin þætti, hvorki í gærkvöld né í allan vetur. „Við mættum tilbúnar í leikinn. Settum pressuna okkar upp strax og það gaf tóninn fyrir leikinn,“ sagði Þóra í gær, ánægð með það hvernig Haukar mættu til leiks eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu við Grindavík. „Ég held að sú sería öll yfirhöfuð hafi sett tóninn fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að koma tilbúnar í þetta ef við ætluðum að ná góðum úrslitum.“ Eins og fyrr segir var Þóra valin besti leikmaður deildarkeppninnar enda landsliðskonan átt frábær tímabil. „Það er auðvitað gaman að spila vel en það er líka auðveldara að spila vel þegar maður er með góða leikmenn í kringum sig. Ég væri ekkert með þessar stoðsendingar ef að stelpurnar væru ekki að setja skotin sín ofan í. Þetta eru viðurkenningar sem ég fæ en viðurkenningar fyrir liðið líka,“ sagði Þóra og bætti við: „Við erum samheldnar og þekkjum hver aðra vel. Góður kjarni.“ Einvígi Hauka og Vals heldur áfram á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld klukkan 19:15.
Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04