Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. apríl 2025 11:54 Norðurlandaráðsþing var haldið hérlendis á síðasta ári. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa skipað lagaprófessor til að gera lagalega úttekt á Helsingforssamningnum, samstarfssamning Norðurlandanna. Markmiðið er að skoða lagaleg áhrif sem hugsanleg breyting kynni að hafa. Hugsanlega breytingin varðar aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. „Þess vegna tilnefndu ríkisstjórnirnar þann 4. apríl Elinu Pirjatanniemi, lagaprófessor við Åbo Akademi, til að vinna úttekt á lagalegum álitaefnum í tengslum við hugsanlega endurskoðun,“ stendur í tilkynningu frá ríkisstjórnum Norðurlandanna. Markmið með úttektinni er að skoða lagaleg áhrif hugsanlegrar endurskoðunar á samningnum kynnu að vera. Bæði Færeyingar og Grænlendingar hafa kallað eftir því að fá fulla aðild að ráðinu. Á síðasta ári sögðu Grænlendingar sig úr ráðinu í mótmælaskyni og var enginn fulltrúi þeirra á Norðurlandaráðsþinginu. „Nú er þolinmæði okkar gagnvart Norðurlandaráði á þrotum. Í hálfa öld höfum við reynt að fá fulla aðild - án árangurs,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, við þingsetningu í Færeyjum síðasta sumar. Útektinni á að ljúka fyrir árslok 2025 svo hægt verði að leggja fram niðurstöðurnar fyrir norrænu ríkisstjórnirnar í upphafi árs 2026. „Öllum er ljóst að eins og staðan er í heimsmálunum hefur formlegt norrænt samstarf mikla þýðingu og gildi. Það gleður mig þess vegna mjög að ríkisstjórnirnar hafi ákveðið að hefja þessa lagalegu úttekt svo hægt sé að fá skýra mynd af þeim tækifærum og möguleikum sem til staðar eru,“ er haft eftir Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. RÚV greindi fyrst frá. Norðurlandaráð Svíþjóð Færeyjar Grænland Finnland Álandseyjar Danmörk Noregur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. „Þess vegna tilnefndu ríkisstjórnirnar þann 4. apríl Elinu Pirjatanniemi, lagaprófessor við Åbo Akademi, til að vinna úttekt á lagalegum álitaefnum í tengslum við hugsanlega endurskoðun,“ stendur í tilkynningu frá ríkisstjórnum Norðurlandanna. Markmið með úttektinni er að skoða lagaleg áhrif hugsanlegrar endurskoðunar á samningnum kynnu að vera. Bæði Færeyingar og Grænlendingar hafa kallað eftir því að fá fulla aðild að ráðinu. Á síðasta ári sögðu Grænlendingar sig úr ráðinu í mótmælaskyni og var enginn fulltrúi þeirra á Norðurlandaráðsþinginu. „Nú er þolinmæði okkar gagnvart Norðurlandaráði á þrotum. Í hálfa öld höfum við reynt að fá fulla aðild - án árangurs,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, við þingsetningu í Færeyjum síðasta sumar. Útektinni á að ljúka fyrir árslok 2025 svo hægt verði að leggja fram niðurstöðurnar fyrir norrænu ríkisstjórnirnar í upphafi árs 2026. „Öllum er ljóst að eins og staðan er í heimsmálunum hefur formlegt norrænt samstarf mikla þýðingu og gildi. Það gleður mig þess vegna mjög að ríkisstjórnirnar hafi ákveðið að hefja þessa lagalegu úttekt svo hægt sé að fá skýra mynd af þeim tækifærum og möguleikum sem til staðar eru,“ er haft eftir Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. RÚV greindi fyrst frá.
Norðurlandaráð Svíþjóð Færeyjar Grænland Finnland Álandseyjar Danmörk Noregur Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira