Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. apríl 2025 11:54 Norðurlandaráðsþing var haldið hérlendis á síðasta ári. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa skipað lagaprófessor til að gera lagalega úttekt á Helsingforssamningnum, samstarfssamning Norðurlandanna. Markmiðið er að skoða lagaleg áhrif sem hugsanleg breyting kynni að hafa. Hugsanlega breytingin varðar aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. „Þess vegna tilnefndu ríkisstjórnirnar þann 4. apríl Elinu Pirjatanniemi, lagaprófessor við Åbo Akademi, til að vinna úttekt á lagalegum álitaefnum í tengslum við hugsanlega endurskoðun,“ stendur í tilkynningu frá ríkisstjórnum Norðurlandanna. Markmið með úttektinni er að skoða lagaleg áhrif hugsanlegrar endurskoðunar á samningnum kynnu að vera. Bæði Færeyingar og Grænlendingar hafa kallað eftir því að fá fulla aðild að ráðinu. Á síðasta ári sögðu Grænlendingar sig úr ráðinu í mótmælaskyni og var enginn fulltrúi þeirra á Norðurlandaráðsþinginu. „Nú er þolinmæði okkar gagnvart Norðurlandaráði á þrotum. Í hálfa öld höfum við reynt að fá fulla aðild - án árangurs,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, við þingsetningu í Færeyjum síðasta sumar. Útektinni á að ljúka fyrir árslok 2025 svo hægt verði að leggja fram niðurstöðurnar fyrir norrænu ríkisstjórnirnar í upphafi árs 2026. „Öllum er ljóst að eins og staðan er í heimsmálunum hefur formlegt norrænt samstarf mikla þýðingu og gildi. Það gleður mig þess vegna mjög að ríkisstjórnirnar hafi ákveðið að hefja þessa lagalegu úttekt svo hægt sé að fá skýra mynd af þeim tækifærum og möguleikum sem til staðar eru,“ er haft eftir Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. RÚV greindi fyrst frá. Norðurlandaráð Svíþjóð Færeyjar Grænland Finnland Álandseyjar Danmörk Noregur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. „Þess vegna tilnefndu ríkisstjórnirnar þann 4. apríl Elinu Pirjatanniemi, lagaprófessor við Åbo Akademi, til að vinna úttekt á lagalegum álitaefnum í tengslum við hugsanlega endurskoðun,“ stendur í tilkynningu frá ríkisstjórnum Norðurlandanna. Markmið með úttektinni er að skoða lagaleg áhrif hugsanlegrar endurskoðunar á samningnum kynnu að vera. Bæði Færeyingar og Grænlendingar hafa kallað eftir því að fá fulla aðild að ráðinu. Á síðasta ári sögðu Grænlendingar sig úr ráðinu í mótmælaskyni og var enginn fulltrúi þeirra á Norðurlandaráðsþinginu. „Nú er þolinmæði okkar gagnvart Norðurlandaráði á þrotum. Í hálfa öld höfum við reynt að fá fulla aðild - án árangurs,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, við þingsetningu í Færeyjum síðasta sumar. Útektinni á að ljúka fyrir árslok 2025 svo hægt verði að leggja fram niðurstöðurnar fyrir norrænu ríkisstjórnirnar í upphafi árs 2026. „Öllum er ljóst að eins og staðan er í heimsmálunum hefur formlegt norrænt samstarf mikla þýðingu og gildi. Það gleður mig þess vegna mjög að ríkisstjórnirnar hafi ákveðið að hefja þessa lagalegu úttekt svo hægt sé að fá skýra mynd af þeim tækifærum og möguleikum sem til staðar eru,“ er haft eftir Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. RÚV greindi fyrst frá.
Norðurlandaráð Svíþjóð Færeyjar Grænland Finnland Álandseyjar Danmörk Noregur Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira