Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 12:00 Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig meirihlutinn í borginni starfar. Það er mér sérstaklega hugleikið því ég hef búið bróðurpartinn af lífsleiðinni í 112. Þetta er tiltölulega rótgróið hverfi með þokkalega mikið af efri og neðri millistétt. Ekki alveg jafn mikil sveit og Mósó en samt næsti bær við og þar hefur verið gott að búa.Þetta hverfi hefur mætt afgangi í Reykjavík, alveg frá því ég man eftir mér. Enda að mestum parti rólegt hverfi sem er úr alfaraleið ef svo má segja. Svona eins og hérað hobbitanna í hringadróttinssögu J.R.R Tolkien. Grafarvogsbúar, eins hobbitarnir hafa verið sáttir með að hunsa og vera hunsuð af restinni af Reykjavík.Sem er svo sem allt í fína, íbúarnir grafarvogs hafa verið sjálfum sér nægir. Ekkert vesen. Grasið er slegið svona rétt fyrir kosningar, á tyllidögum ef svo má segja. Sorpið er sótt eftir hentisemi og snjórinn er stundum mokaður ef einhver í Borgartúninu hefur rænu á því.En Samfó og félagar sækja tæplega fylgi í 112. Og þá er kannski ekki forgangsmál að sinna hverfinu að einhverju viti.En þá má líka bara halda áfram að hunsa okkur. Allir sáttir....En upp á síðkastið hefur verið að hrært helst til of mikið í pottinum. Og ekki í samvinnu eða sátt við íbúana.Fyrst var ráðist í uppbyggingu á Gufunesin. Þar átti að rísa lattelepjandi lopapeysu paradís bíllausra... það gleymdi samt að segja þeim sem skipulögðu hverfið. Enginn stoppistöð fyrir strætó, nema i 15-20 mín göngufæri. Spennandi, ég veit. Ævintýraferð, sérstaklega þegar gleymist að moka. Extra bónus að fá enn meiri umferð inn í voginn. Nú getur manni svo sannarlega liðið eins og á Miklubrautinni í morgunsárið, alveg upp að dyrum.Svo hélt þetta áfram. Planið var að reisa blokkir fyrir ungt barnafólk. Ásamt bílastæða húsi sem átti að kosta morðfjár á mánuði í áskrift. Eitthvað sem engri barnafjölskylda með réttu viti myndi hugnast. Að eyða stórum hluta ráðstöfunarttekna heimilisins til að leggja bílnum sínum í nágrenni við heimili sitt. Því það er jú, ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum. Og enginn kæmi heldur í heimsókn, nema þá með strætó.Þetta er blauti draumur meirihlutans. Jafnvel þó flestir þurfi að sækja vinnu utan hverfis. Það fara ekki allir að vinna við bifvélavirkjun á gylfaflötinni, eða í smásölu upp í spönginni. Bara taka strætó. Svo má ekki gleyma því að grunn- og leikskólarnir þar sem stendur til að troða niður blokkum, eru fullir.Ekki fullir eins og lattelepjandi trefill á leiðinni heim af djamminu í 101. Heldur fullir eins og það er ekkert pláss fyrir fleiri nemendur.Til að kóróna þetta allt losar meirihlutinn líka við öll þessi þreytandi grænu svæði. Þá getur Grafarvogsbúum svo sannarlega liðið eins og þeir séu komnir beint á Laugarveginn í malbikið.Höfundur er stoltur grafarvogsbúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Byggðamál Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig meirihlutinn í borginni starfar. Það er mér sérstaklega hugleikið því ég hef búið bróðurpartinn af lífsleiðinni í 112. Þetta er tiltölulega rótgróið hverfi með þokkalega mikið af efri og neðri millistétt. Ekki alveg jafn mikil sveit og Mósó en samt næsti bær við og þar hefur verið gott að búa.Þetta hverfi hefur mætt afgangi í Reykjavík, alveg frá því ég man eftir mér. Enda að mestum parti rólegt hverfi sem er úr alfaraleið ef svo má segja. Svona eins og hérað hobbitanna í hringadróttinssögu J.R.R Tolkien. Grafarvogsbúar, eins hobbitarnir hafa verið sáttir með að hunsa og vera hunsuð af restinni af Reykjavík.Sem er svo sem allt í fína, íbúarnir grafarvogs hafa verið sjálfum sér nægir. Ekkert vesen. Grasið er slegið svona rétt fyrir kosningar, á tyllidögum ef svo má segja. Sorpið er sótt eftir hentisemi og snjórinn er stundum mokaður ef einhver í Borgartúninu hefur rænu á því.En Samfó og félagar sækja tæplega fylgi í 112. Og þá er kannski ekki forgangsmál að sinna hverfinu að einhverju viti.En þá má líka bara halda áfram að hunsa okkur. Allir sáttir....En upp á síðkastið hefur verið að hrært helst til of mikið í pottinum. Og ekki í samvinnu eða sátt við íbúana.Fyrst var ráðist í uppbyggingu á Gufunesin. Þar átti að rísa lattelepjandi lopapeysu paradís bíllausra... það gleymdi samt að segja þeim sem skipulögðu hverfið. Enginn stoppistöð fyrir strætó, nema i 15-20 mín göngufæri. Spennandi, ég veit. Ævintýraferð, sérstaklega þegar gleymist að moka. Extra bónus að fá enn meiri umferð inn í voginn. Nú getur manni svo sannarlega liðið eins og á Miklubrautinni í morgunsárið, alveg upp að dyrum.Svo hélt þetta áfram. Planið var að reisa blokkir fyrir ungt barnafólk. Ásamt bílastæða húsi sem átti að kosta morðfjár á mánuði í áskrift. Eitthvað sem engri barnafjölskylda með réttu viti myndi hugnast. Að eyða stórum hluta ráðstöfunarttekna heimilisins til að leggja bílnum sínum í nágrenni við heimili sitt. Því það er jú, ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum. Og enginn kæmi heldur í heimsókn, nema þá með strætó.Þetta er blauti draumur meirihlutans. Jafnvel þó flestir þurfi að sækja vinnu utan hverfis. Það fara ekki allir að vinna við bifvélavirkjun á gylfaflötinni, eða í smásölu upp í spönginni. Bara taka strætó. Svo má ekki gleyma því að grunn- og leikskólarnir þar sem stendur til að troða niður blokkum, eru fullir.Ekki fullir eins og lattelepjandi trefill á leiðinni heim af djamminu í 101. Heldur fullir eins og það er ekkert pláss fyrir fleiri nemendur.Til að kóróna þetta allt losar meirihlutinn líka við öll þessi þreytandi grænu svæði. Þá getur Grafarvogsbúum svo sannarlega liðið eins og þeir séu komnir beint á Laugarveginn í malbikið.Höfundur er stoltur grafarvogsbúi.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun