Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 19:14 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Arnar Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. Óhætt er að segja að Heiðmörk sé vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, sér í lagi á góðviðrisdegi eins og þessum. Nú hafa Veitur lagt það til að lokað verði fyrir bílaumferð inn í Heiðmörk vegna vatnsverndarsjónarmiða. Ekki lagt upp með að draga úr útivistarmöguleikum Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að það myndi draga verulega úr möguleikum borgarbúa til útivistar. Fulltrúar Veitna segja það hins vegar af og frá. Í yfirlýsingu sem Veitur sendu frá sér í dag er ítrekað að vatnsverndarsjónarmið liggi að baki, en ekki standi til að draga úr aðgengi til útivistar á svæðinu. Í Heiðmörk sé þó að finna öll vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Gert sé ráð fyrir að vinnu við deiliskipulag fyrir Heiðmörk ljúki í upphafi næsta árs, en það sé forsenda uppbyggingar bílastæða í nágrenni Heiðmerkur. Lagt sé upp með að bílastæði verði staðsett þannig að aðgengi verði áfram gott, og áfram verði hægt að nýta Heiðmörk til viðburða og útivistar. Umferð farartækja á vegum Skógræktar og Veitna verði áfram leyfð innan svæðisins. Það sé hins vegar svo að slys hafi orðið í og við Heiðmörk í gegnum árin, og mikil mildi þyki að olía hafi ekki lekið niður í vatnsból og mengað þau. Hafa áhyggjur af þröngsýni Veitna Heiðmörk er þó ekki aðeins innan borgarmarka Reykjavíkur, og Veitur hafa kallað eftir samtali við Garðabæ um að hefta bílaumferð að útivistarsvæðinu. Bæjarstjórinn þar segir að stíga þurfi varlega til jarðar, þegar kemur að þessum málum. „Veitur hafa sett sig í samband við okkur og hafa velt þessu upp. Ekki viljum við gera lítið úr þeirra hlutverki, sem er að tryggja gæði vatns. En við höfum af því áhyggjur að þeirra sýn á þetta sé of þröng hvað varðar gæði nýtist á þessu svæði varðandi útivist og náttúrugæði. Að við, íbúar í Garðabæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, getum þá notið þeirra,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að gengið verði til samtals við Veitur, sem hann segist vona að verði lausnamiðað af hálfu beggja aðila. „Ég held að það sé þörf á því. Þeirra ítrustu sjónarmið ganga örugglega svolítið langt á aðgengi okkar að þessum náttúrugæðum sem Heiðmörkin hefur upp á að bjóða.“ Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Garðabær Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Óhætt er að segja að Heiðmörk sé vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, sér í lagi á góðviðrisdegi eins og þessum. Nú hafa Veitur lagt það til að lokað verði fyrir bílaumferð inn í Heiðmörk vegna vatnsverndarsjónarmiða. Ekki lagt upp með að draga úr útivistarmöguleikum Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að það myndi draga verulega úr möguleikum borgarbúa til útivistar. Fulltrúar Veitna segja það hins vegar af og frá. Í yfirlýsingu sem Veitur sendu frá sér í dag er ítrekað að vatnsverndarsjónarmið liggi að baki, en ekki standi til að draga úr aðgengi til útivistar á svæðinu. Í Heiðmörk sé þó að finna öll vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Gert sé ráð fyrir að vinnu við deiliskipulag fyrir Heiðmörk ljúki í upphafi næsta árs, en það sé forsenda uppbyggingar bílastæða í nágrenni Heiðmerkur. Lagt sé upp með að bílastæði verði staðsett þannig að aðgengi verði áfram gott, og áfram verði hægt að nýta Heiðmörk til viðburða og útivistar. Umferð farartækja á vegum Skógræktar og Veitna verði áfram leyfð innan svæðisins. Það sé hins vegar svo að slys hafi orðið í og við Heiðmörk í gegnum árin, og mikil mildi þyki að olía hafi ekki lekið niður í vatnsból og mengað þau. Hafa áhyggjur af þröngsýni Veitna Heiðmörk er þó ekki aðeins innan borgarmarka Reykjavíkur, og Veitur hafa kallað eftir samtali við Garðabæ um að hefta bílaumferð að útivistarsvæðinu. Bæjarstjórinn þar segir að stíga þurfi varlega til jarðar, þegar kemur að þessum málum. „Veitur hafa sett sig í samband við okkur og hafa velt þessu upp. Ekki viljum við gera lítið úr þeirra hlutverki, sem er að tryggja gæði vatns. En við höfum af því áhyggjur að þeirra sýn á þetta sé of þröng hvað varðar gæði nýtist á þessu svæði varðandi útivist og náttúrugæði. Að við, íbúar í Garðabæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, getum þá notið þeirra,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að gengið verði til samtals við Veitur, sem hann segist vona að verði lausnamiðað af hálfu beggja aðila. „Ég held að það sé þörf á því. Þeirra ítrustu sjónarmið ganga örugglega svolítið langt á aðgengi okkar að þessum náttúrugæðum sem Heiðmörkin hefur upp á að bjóða.“
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Garðabær Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira