Innlent

Of­beldi í nánum sam­böndum og mót­mæli á Tenerife

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Við ræðum við framkvæmdastýru athvarfsins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára.

Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Hafþórsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. 

Tveggja daga verkfall hótelstarfsfólks á Tenerife hófst í dag, á háannatíma í ferðaþjónustu á eyjunni yfir páskana. Fréttamaður verður á línunni frá Tene, en Íslendingar á svæðinu hafa ekki farið varhluta af verkfallsaðgerðunum. 

Þá verður farið yfir stöðuna í Meistaradeild Evrópu og ræðum oddaleik Hauka og Grindavíkur sem fram fór í gærkvöldi. 

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 17. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×