„Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 21:42 Opnunartími sundlauga Reykjavíkur lengist í sumar. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um að lengja opnunartíma sundlauga um klukkutíma í sumar. 20 milljónir spöruðust í fyrra þegar opnunartíminn var styttur. Opnunartími sundlauga Reykjavíkur var styttur í apríl á síðasta ári og lokuðu sundlaugar þá klukkan 21 á kvöldin í stað 22 eins og áður var. Ákvörðunin vakti reiði margra og meðal annars foreldra ungs fólks sem sögðu sundlaugarnar vinsæla kvöldafþreyingu og gott mótvægi við skjánotkun. Nú hefur menningar- og íþróttaráð borgarinnar hins vegar ákveðið að lengja opnunartímann á ný fyrir sumarið. Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður ræddi við Skúla Helgason formann ráðsins í kvöldfréttum og spurði af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin. „Það er bara af því að það er svo frábært að fara í sund í sumrin. Við þurftum að stytta útaf hagræðingakröfum í fyrra en nú eru vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni.“ „Svo erum við líka að hlusta á það að það skiptir máli upp á forvarnir og heilsu, ekki síst ungu kynslóðarinnar, að drífa sig í sund og nota sundið sem mest. Það er blanda af þessu tvennu.“ Lengdur opnunartími sundlauga kostar borgina sjö milljónir króna en Skúli segir að þetta skref sé tekið í tilraunaskyni. „Þetta eru ekki risafjármunir en þeir skipta máli í rekstrinum þegar þarf að velta við hverjum steini. Það spöruðust 20 milljónir með því að stytta opnunartímann í fyrra. Nú erum við að taka þetta skref til baka í tilraunaskyni, kannski getum við tekið enn stærra skref á næsta ári. Við vonum það auðvitað,“ bætti Skúli við. Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Heilsa Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Opnunartími sundlauga Reykjavíkur var styttur í apríl á síðasta ári og lokuðu sundlaugar þá klukkan 21 á kvöldin í stað 22 eins og áður var. Ákvörðunin vakti reiði margra og meðal annars foreldra ungs fólks sem sögðu sundlaugarnar vinsæla kvöldafþreyingu og gott mótvægi við skjánotkun. Nú hefur menningar- og íþróttaráð borgarinnar hins vegar ákveðið að lengja opnunartímann á ný fyrir sumarið. Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður ræddi við Skúla Helgason formann ráðsins í kvöldfréttum og spurði af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin. „Það er bara af því að það er svo frábært að fara í sund í sumrin. Við þurftum að stytta útaf hagræðingakröfum í fyrra en nú eru vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni.“ „Svo erum við líka að hlusta á það að það skiptir máli upp á forvarnir og heilsu, ekki síst ungu kynslóðarinnar, að drífa sig í sund og nota sundið sem mest. Það er blanda af þessu tvennu.“ Lengdur opnunartími sundlauga kostar borgina sjö milljónir króna en Skúli segir að þetta skref sé tekið í tilraunaskyni. „Þetta eru ekki risafjármunir en þeir skipta máli í rekstrinum þegar þarf að velta við hverjum steini. Það spöruðust 20 milljónir með því að stytta opnunartímann í fyrra. Nú erum við að taka þetta skref til baka í tilraunaskyni, kannski getum við tekið enn stærra skref á næsta ári. Við vonum það auðvitað,“ bætti Skúli við. Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Heilsa Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira