„Með allra besta móti miðað við árstíma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 19:38 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir horfur harla góðar fyrir páskana. Vísir Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og margir á faraldsfæti bæði innanlands og erlendis. Veðurfræðingur segir veðurhorfur fyrir páskana harla góðar. Margir verða á faraldsfæti í páskafríinu bæði hér innanlands sem og erlendis. Mikil örtröð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun og biðtími í öryggisleit mun lengri en vanalega. Veðrið spilar oft á tíðum stóran þátt þegar fólk skipuleggur ferðalög sín og Elín Margrét Böðvarsdóttir ræddi við Harald Ólafsson veðurfræðing í Kvöldfréttum og forvitnaðist hvernig veðurhorfur væru næstu daga. „Þær eru nú bara harla góðar. Vindurinn verður á milli norðurs og austurs alla helgina og það er strekkingur í þessu til að byrja með en svo hægist hann. Það verður hæglætisveður yfir helgina,“ sagði Haraldur. Loka þurfti hringveginum á Norðausturlandi í dag, allt frá Mývatni til Egilsstaða. Bílar sátu fastir vegna ófærðar eftir ofankomu síðustu daga. „Það verða einhver él í þessu svona til að byrja með fyrir norðan og á Norðausturlandi en svo styttir upp. Það verður meira og minna úrkomulaust í öllum landshlutum og líklega frekar sólríkt nokkuð víða, ekki síst á Suður- og Vesturlandi. Þar verður líka hlýjast, það verður 6-8 stiga hiti að deginum en eitthvað svalara fyrir norðan. En frost um allt land á nóttunni,“ bætti Haraldur og sagði að færðin myndi fara batnandi. „Hún er ekkert sérstaklega góð akkúrat núna á Norðausturlandi en fer batnandi. Það er viðbúið að það verði einhverjir hálkublettir á Norður- og Norðausturlandi en líklega ekki hér Suðvestanlands. Hann sagði ekki hægt að biðja um mikið betra veður á þessum tíma ársins. „Ég held bara ekki. Þessi spá er bara með allra besta móti miðað við árstíma.“ Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Veður Færð á vegum Páskar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Margir verða á faraldsfæti í páskafríinu bæði hér innanlands sem og erlendis. Mikil örtröð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun og biðtími í öryggisleit mun lengri en vanalega. Veðrið spilar oft á tíðum stóran þátt þegar fólk skipuleggur ferðalög sín og Elín Margrét Böðvarsdóttir ræddi við Harald Ólafsson veðurfræðing í Kvöldfréttum og forvitnaðist hvernig veðurhorfur væru næstu daga. „Þær eru nú bara harla góðar. Vindurinn verður á milli norðurs og austurs alla helgina og það er strekkingur í þessu til að byrja með en svo hægist hann. Það verður hæglætisveður yfir helgina,“ sagði Haraldur. Loka þurfti hringveginum á Norðausturlandi í dag, allt frá Mývatni til Egilsstaða. Bílar sátu fastir vegna ófærðar eftir ofankomu síðustu daga. „Það verða einhver él í þessu svona til að byrja með fyrir norðan og á Norðausturlandi en svo styttir upp. Það verður meira og minna úrkomulaust í öllum landshlutum og líklega frekar sólríkt nokkuð víða, ekki síst á Suður- og Vesturlandi. Þar verður líka hlýjast, það verður 6-8 stiga hiti að deginum en eitthvað svalara fyrir norðan. En frost um allt land á nóttunni,“ bætti Haraldur og sagði að færðin myndi fara batnandi. „Hún er ekkert sérstaklega góð akkúrat núna á Norðausturlandi en fer batnandi. Það er viðbúið að það verði einhverjir hálkublettir á Norður- og Norðausturlandi en líklega ekki hér Suðvestanlands. Hann sagði ekki hægt að biðja um mikið betra veður á þessum tíma ársins. „Ég held bara ekki. Þessi spá er bara með allra besta móti miðað við árstíma.“ Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Veður Færð á vegum Páskar Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira