Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 20:23 Dómarar eru byrjaðir að deila við Donald Trump og það ekki í fyrsta sinn. Vísir/AP Dómari í Bandaríkjunum segir tilefni til að ákæra ríkisstjórn Donald Trump fyrir að hunsa dómsúrskurð sem kveðinn var upp um miðjan síðasta mánuð. Málið er eitt af mörgum þar sem Trump er sakaður um að fara út fyrir valdsvið sitt. Trump Bandaríkjaforseti gaf út forsetatilskipun um miðjan mars um handtöku og brottvísun meintra gengjamiðlima til El Salvador. Hann vísaði til laga frá árinu 1798 sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Dómarinn James Boasberg í Washington úrskurðaði í kjölfarið að gera ætti hlé á brottflutningum og flytja þá, sem þegar hefðu verið fluttir úr landi, til baka. Eftir þeim úrskurði var hins vegar ekki farið. Í dag kvað sagði þessi sami dómari, sem Trump og samstarfsmenn hans hafa ítrekað talað niður í fjölmiðlum, síðan upp úrskurð um að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að kæra Trumpstjórnina fyrir að fara gegn áðurnefndum úrskurði. „Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýni fram á að hún hafi vísvitandi hunsað ákvörðun dómstólsins og að næg sönnunargögn séu fyrir hendi til að sanna glæpsamlegt athæfi,“ skrifar Boasberg meðal annars í 46 síðna löngum úrskurði sínum. Gæti kallað til sérstakan saksóknara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Donald Trump kannar hversu langt hún kemst með að hunsa úrskurði dómstóla sem hún er ósammála. Í öðrum málum hafa dómarar hins vegar ekki komist langt áfram með málið og James Boasberg hefur nú. Stjórnin hefur hins vegar ítrekað lýst yfir að alríkisdómstólar skorti vald til að gefa út úrskurði sem hafi áhrif á innflytjendastefnu Trump. „Stjórnarskráin líður ekki að vísvitandi sé farið gegn ákvörðunum dómstóla, sérstaklega ekki þegar um ræðir aðila sem svarið hafa eið um að virða hana,“ skrifaði Boasberg ennfremur en hann var skipaður sem dómari á sínum tíma af Barack Ombama, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Boasberg dómari ætlar nú að safna saman yfirlýsingum frá þeim aðilum sem tóku ákvarðanir um að snúa ekki við flugvélum sem flugu með innflytjendur til El Salvador þann 15. mars. Því næst mun hann kalla fólk fyrir dóm til vitnisburðar. Það er dómsmálaráðuneytið sem tekur ákvörðun um hvort embætismenn í stjórn Trump verði ákærðir. Boasberg dómari getur hins vegar einnig ráðið sérstakan saksóknara ákveði ráðuneytið ekki að aðhafast í málinu. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Trump Bandaríkjaforseti gaf út forsetatilskipun um miðjan mars um handtöku og brottvísun meintra gengjamiðlima til El Salvador. Hann vísaði til laga frá árinu 1798 sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Dómarinn James Boasberg í Washington úrskurðaði í kjölfarið að gera ætti hlé á brottflutningum og flytja þá, sem þegar hefðu verið fluttir úr landi, til baka. Eftir þeim úrskurði var hins vegar ekki farið. Í dag kvað sagði þessi sami dómari, sem Trump og samstarfsmenn hans hafa ítrekað talað niður í fjölmiðlum, síðan upp úrskurð um að næg sönnunargögn væru fyrir hendi til að kæra Trumpstjórnina fyrir að fara gegn áðurnefndum úrskurði. „Dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ríkisstjórnarinnar sýni fram á að hún hafi vísvitandi hunsað ákvörðun dómstólsins og að næg sönnunargögn séu fyrir hendi til að sanna glæpsamlegt athæfi,“ skrifar Boasberg meðal annars í 46 síðna löngum úrskurði sínum. Gæti kallað til sérstakan saksóknara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórn Donald Trump kannar hversu langt hún kemst með að hunsa úrskurði dómstóla sem hún er ósammála. Í öðrum málum hafa dómarar hins vegar ekki komist langt áfram með málið og James Boasberg hefur nú. Stjórnin hefur hins vegar ítrekað lýst yfir að alríkisdómstólar skorti vald til að gefa út úrskurði sem hafi áhrif á innflytjendastefnu Trump. „Stjórnarskráin líður ekki að vísvitandi sé farið gegn ákvörðunum dómstóla, sérstaklega ekki þegar um ræðir aðila sem svarið hafa eið um að virða hana,“ skrifaði Boasberg ennfremur en hann var skipaður sem dómari á sínum tíma af Barack Ombama, fyrrum forseta Bandaríkjanna. Boasberg dómari ætlar nú að safna saman yfirlýsingum frá þeim aðilum sem tóku ákvarðanir um að snúa ekki við flugvélum sem flugu með innflytjendur til El Salvador þann 15. mars. Því næst mun hann kalla fólk fyrir dóm til vitnisburðar. Það er dómsmálaráðuneytið sem tekur ákvörðun um hvort embætismenn í stjórn Trump verði ákærðir. Boasberg dómari getur hins vegar einnig ráðið sérstakan saksóknara ákveði ráðuneytið ekki að aðhafast í málinu.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira