Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2025 23:32 Luka er vinsæll. Joshua Gateley/Getty Images Luka Dončić hefur stolið öllum fyrirsögnunum síðan hin ótrúlegu félagaskipti hans frá Dallas Mavericks til Los Angeles Lakers áttu sér stað. Skiptunum fylgdi gríðarleg treyjusala sem gerði það að verkum að treyja með Dončić og 77 á bakinu er nú sú vinsælasta í NBA. Það þarf ekkert að fara í neinar grafgötur með það að Los Angeles Lakers er stærra lið en Dallas Mavericks. Vistaskipti Luka staðfesta það endanlega þar sem hann er sá fyrsti síðan 2012-13 tímabilið sem skákar LeBron James og Stephen Curry þegar kemur að treyjusölu i NBA-deildinni í körfubolta. Í meira en áratug hefur annar af ellismellunum tveimur alltaf átt þá treyju sem selst best í NBA-deildinni. Nú er öldin önnur. Luka er mættur í Lakers og hefur treyja með nafni hans selst eins og heitar lummur. Það ásamt þeim Mavericks treyjum sem þegar höfðu verið keyptar gerir nafn hans að því vinsælasta í deildinni. Luka Dončić is the NBA’s new top jersey-seller … and the first player not named Stephen Curry or LeBron James to sell the NBA’s most jerseys in a season since 2012-13 … and the first international player to lead the league.More NBA from me: https://t.co/3dNEEu2e4M pic.twitter.com/yiIZBxbiUi— Marc Stein (@TheSteinLine) April 14, 2025 Listann yfir fimmtán vinsælustu nöfn deildarinnar þegar kemur að því að merkja treyjur má sjá hér að ofan en þar er margt áhugavert. Til að mynda eru meistarar Boston Celtics og Phoenix Suns einu liðin sem eiga tvo leikmenn á topp 15 listanum. Jalen Brunson er vinsælli en Victor Wembanyama og Ja Morant er vinsælli en Nikola Jokić. Umspilið fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst í kvöld. Leikur Orlando Magic og Atlanta Hawks hefst klukkan 23.30. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan 02.00. Báðir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Það þarf ekkert að fara í neinar grafgötur með það að Los Angeles Lakers er stærra lið en Dallas Mavericks. Vistaskipti Luka staðfesta það endanlega þar sem hann er sá fyrsti síðan 2012-13 tímabilið sem skákar LeBron James og Stephen Curry þegar kemur að treyjusölu i NBA-deildinni í körfubolta. Í meira en áratug hefur annar af ellismellunum tveimur alltaf átt þá treyju sem selst best í NBA-deildinni. Nú er öldin önnur. Luka er mættur í Lakers og hefur treyja með nafni hans selst eins og heitar lummur. Það ásamt þeim Mavericks treyjum sem þegar höfðu verið keyptar gerir nafn hans að því vinsælasta í deildinni. Luka Dončić is the NBA’s new top jersey-seller … and the first player not named Stephen Curry or LeBron James to sell the NBA’s most jerseys in a season since 2012-13 … and the first international player to lead the league.More NBA from me: https://t.co/3dNEEu2e4M pic.twitter.com/yiIZBxbiUi— Marc Stein (@TheSteinLine) April 14, 2025 Listann yfir fimmtán vinsælustu nöfn deildarinnar þegar kemur að því að merkja treyjur má sjá hér að ofan en þar er margt áhugavert. Til að mynda eru meistarar Boston Celtics og Phoenix Suns einu liðin sem eiga tvo leikmenn á topp 15 listanum. Jalen Brunson er vinsælli en Victor Wembanyama og Ja Morant er vinsælli en Nikola Jokić. Umspilið fyrir úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst í kvöld. Leikur Orlando Magic og Atlanta Hawks hefst klukkan 23.30. Leikur Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hefst klukkan 02.00. Báðir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2.
Körfubolti NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira