„Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 14:46 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindavíkur og er búinn að koma liði sínu áfram í undanúrslitin. Vísir/Diego Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins. Jóhann stýrði Grindvíkingum til sigurs í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Vals í gærkvöldi og Bónus Körfuboltakvöld valdi hann mann kvöldsins eftir leik. Jóhann fékk því gjafabréfið frá Just Wingin it og mætti í viðtal á háborðið eftir leikinn. Grindvíkingar töpuðu í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Val síðasta vor en núna komu þeir fram hefndum. Liðið lenti reyndar 1-0 undir í einvíginu en vann í gærkvöldi sinn þriðja leik í röð. Það var líka endurkomusigur því Valsmenn komust mest tólf stigum yfir í leiknum en Grindvíkingar áttu lokaorðið og eru komnir í undanúrslitin.. Klippa: „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki“ „Hann er mættur í settið til okkar Just Wingin it þjálfari leiksins. Þú vannst þjálfaraskákina og þetta er í fyrsta sinn sem þjálfari fær þetta gjafabréf,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaðir Bónus Körfuboltakvölds, þegar hann tók á móti Jóhanni á háborðinu. „Hvað þýðir þessi sigur fyrir Grindavíkurliðið,“ spurði Stefán. Stundirnar okkar saman hér í Smáranum „Bara að við séum komnir í gegn það gefur okkur alveg helling. Ég veit að þetta er orðið þreytt en bara fyrir fólkið okkar, samfélagið og stundirnar okkar saman hér í Smáranum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki. Það er líka búin að vera ákveðin Valsgrýla undanfarin ár. Þeir hafa slegið okkur út úr bikar tvisvar á síðustu þremur árum. Þetta er bara stórt skref og það er risastórt fyrir okkur að vera komnir í næstu umferð,“ sagði Jóhann. Stefán Árni spurði Jóhann líka út í bróðir hans Ólaf Ólafsson sem er fyrirliði Grindavíkurliðsins. „Það var gaman að fylgjast með ykkur bræðrum í heimildaséríunni á Stöð2 Sport um síðasta tímabil. Hvernig hafa samræður ykkar á milli verið síðustu tíu daga,“ spurði Stefán. Þetta er litli bróðir minn „Við höfum lítið sem ekkert rætt saman síðustu daga en þetta getur verið erfitt kombó. Þetta er litli bróðir minn og mér þykir ofboðslega vænt um hann. Svo þegar maður er að þjálfa hann þá reynir maður að komast í eitthvað annað hlutverk sem getur verið erfitt,“ sagði Jóhann. „Ólafur er búinn að standa sig mjög vel í síðustu leikjum en málið með hann er að hann er búinn að eiga mjög þungt tímabil. Það er búið að vera erfitt fyrir hann persónulega, bæði andlega og líkamlega. Hann virðist vera að finna taktinn á réttum tíma og vonandi verður bara framhald á því,“ sagði Jóhann. Faðir þeirra bræðra, Grindavíkurgoðsögnin Ólafur Þór Jóhannsson, lést 2. febrúar síðastliðinn. „Svo er búið að vera erfitt fyrir ykkur persónulega. Síðasta tímabil eru þessar hamfarir í Grindavík og á þessu tímabili kemur upp enn verra mál fyrir ykkur fjölskylduna. Hvernig er að takast á við annað tímabil í röð þar sem þú ert að glíma við eitthvað fyrir utan körfuboltann,“ spurði Stefán. Haft körfuna til að kúpla sig út „Þetta er erfitt en fyrir mig persónulega, bæði í fyrra og svo aftur í ár, þá hef ég haft körfuna til að kúpla mig út úr daglegu amstri. Það hafa verið gleðistundir að koma í Smárann, þjálfa og kúpla sig út úr raunveruleikanum,“ sagði Jóhann. „Þetta er ofboðslega mikilvægt fyrir fólkið. Til dæmis eins og síðasta tímabil þá vorum við að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag. Svo bara 29. maí er það bara búið og það kemur tómrúm. Við vorum svolítið lengi af stað,“ sagði Jóhann. „Þetta tók smá tíma og það er búið að vera svolítið ströggl á okkur í vetur að finna taktinn en það er vonandi komið,“ sagði Jóhann. Það má horfa á allt viðtalið við Jóhann hér fyrir ofan. Hann ræðir þar líka aðra leikmenn Grindavíkurliðsins. Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Jóhann stýrði Grindvíkingum til sigurs í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Vals í gærkvöldi og Bónus Körfuboltakvöld valdi hann mann kvöldsins eftir leik. Jóhann fékk því gjafabréfið frá Just Wingin it og mætti í viðtal á háborðið eftir leikinn. Grindvíkingar töpuðu í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Val síðasta vor en núna komu þeir fram hefndum. Liðið lenti reyndar 1-0 undir í einvíginu en vann í gærkvöldi sinn þriðja leik í röð. Það var líka endurkomusigur því Valsmenn komust mest tólf stigum yfir í leiknum en Grindvíkingar áttu lokaorðið og eru komnir í undanúrslitin.. Klippa: „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki“ „Hann er mættur í settið til okkar Just Wingin it þjálfari leiksins. Þú vannst þjálfaraskákina og þetta er í fyrsta sinn sem þjálfari fær þetta gjafabréf,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaðir Bónus Körfuboltakvölds, þegar hann tók á móti Jóhanni á háborðinu. „Hvað þýðir þessi sigur fyrir Grindavíkurliðið,“ spurði Stefán. Stundirnar okkar saman hér í Smáranum „Bara að við séum komnir í gegn það gefur okkur alveg helling. Ég veit að þetta er orðið þreytt en bara fyrir fólkið okkar, samfélagið og stundirnar okkar saman hér í Smáranum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki. Það er líka búin að vera ákveðin Valsgrýla undanfarin ár. Þeir hafa slegið okkur út úr bikar tvisvar á síðustu þremur árum. Þetta er bara stórt skref og það er risastórt fyrir okkur að vera komnir í næstu umferð,“ sagði Jóhann. Stefán Árni spurði Jóhann líka út í bróðir hans Ólaf Ólafsson sem er fyrirliði Grindavíkurliðsins. „Það var gaman að fylgjast með ykkur bræðrum í heimildaséríunni á Stöð2 Sport um síðasta tímabil. Hvernig hafa samræður ykkar á milli verið síðustu tíu daga,“ spurði Stefán. Þetta er litli bróðir minn „Við höfum lítið sem ekkert rætt saman síðustu daga en þetta getur verið erfitt kombó. Þetta er litli bróðir minn og mér þykir ofboðslega vænt um hann. Svo þegar maður er að þjálfa hann þá reynir maður að komast í eitthvað annað hlutverk sem getur verið erfitt,“ sagði Jóhann. „Ólafur er búinn að standa sig mjög vel í síðustu leikjum en málið með hann er að hann er búinn að eiga mjög þungt tímabil. Það er búið að vera erfitt fyrir hann persónulega, bæði andlega og líkamlega. Hann virðist vera að finna taktinn á réttum tíma og vonandi verður bara framhald á því,“ sagði Jóhann. Faðir þeirra bræðra, Grindavíkurgoðsögnin Ólafur Þór Jóhannsson, lést 2. febrúar síðastliðinn. „Svo er búið að vera erfitt fyrir ykkur persónulega. Síðasta tímabil eru þessar hamfarir í Grindavík og á þessu tímabili kemur upp enn verra mál fyrir ykkur fjölskylduna. Hvernig er að takast á við annað tímabil í röð þar sem þú ert að glíma við eitthvað fyrir utan körfuboltann,“ spurði Stefán. Haft körfuna til að kúpla sig út „Þetta er erfitt en fyrir mig persónulega, bæði í fyrra og svo aftur í ár, þá hef ég haft körfuna til að kúpla mig út úr daglegu amstri. Það hafa verið gleðistundir að koma í Smárann, þjálfa og kúpla sig út úr raunveruleikanum,“ sagði Jóhann. „Þetta er ofboðslega mikilvægt fyrir fólkið. Til dæmis eins og síðasta tímabil þá vorum við að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag. Svo bara 29. maí er það bara búið og það kemur tómrúm. Við vorum svolítið lengi af stað,“ sagði Jóhann. „Þetta tók smá tíma og það er búið að vera svolítið ströggl á okkur í vetur að finna taktinn en það er vonandi komið,“ sagði Jóhann. Það má horfa á allt viðtalið við Jóhann hér fyrir ofan. Hann ræðir þar líka aðra leikmenn Grindavíkurliðsins.
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira