„Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 14:46 Jóhann Þór Ólafsson er þjálfari Grindavíkur og er búinn að koma liði sínu áfram í undanúrslitin. Vísir/Diego Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi frammistöðu bróðurs síns í síðustu leikjum og það að missa föður sinn á þessu mjög svo krefjandi tímabil fyrir bræðurna tvo sem eru leiðtogar Grindavíkurliðsins. Jóhann stýrði Grindvíkingum til sigurs í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Vals í gærkvöldi og Bónus Körfuboltakvöld valdi hann mann kvöldsins eftir leik. Jóhann fékk því gjafabréfið frá Just Wingin it og mætti í viðtal á háborðið eftir leikinn. Grindvíkingar töpuðu í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Val síðasta vor en núna komu þeir fram hefndum. Liðið lenti reyndar 1-0 undir í einvíginu en vann í gærkvöldi sinn þriðja leik í röð. Það var líka endurkomusigur því Valsmenn komust mest tólf stigum yfir í leiknum en Grindvíkingar áttu lokaorðið og eru komnir í undanúrslitin.. Klippa: „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki“ „Hann er mættur í settið til okkar Just Wingin it þjálfari leiksins. Þú vannst þjálfaraskákina og þetta er í fyrsta sinn sem þjálfari fær þetta gjafabréf,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaðir Bónus Körfuboltakvölds, þegar hann tók á móti Jóhanni á háborðinu. „Hvað þýðir þessi sigur fyrir Grindavíkurliðið,“ spurði Stefán. Stundirnar okkar saman hér í Smáranum „Bara að við séum komnir í gegn það gefur okkur alveg helling. Ég veit að þetta er orðið þreytt en bara fyrir fólkið okkar, samfélagið og stundirnar okkar saman hér í Smáranum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki. Það er líka búin að vera ákveðin Valsgrýla undanfarin ár. Þeir hafa slegið okkur út úr bikar tvisvar á síðustu þremur árum. Þetta er bara stórt skref og það er risastórt fyrir okkur að vera komnir í næstu umferð,“ sagði Jóhann. Stefán Árni spurði Jóhann líka út í bróðir hans Ólaf Ólafsson sem er fyrirliði Grindavíkurliðsins. „Það var gaman að fylgjast með ykkur bræðrum í heimildaséríunni á Stöð2 Sport um síðasta tímabil. Hvernig hafa samræður ykkar á milli verið síðustu tíu daga,“ spurði Stefán. Þetta er litli bróðir minn „Við höfum lítið sem ekkert rætt saman síðustu daga en þetta getur verið erfitt kombó. Þetta er litli bróðir minn og mér þykir ofboðslega vænt um hann. Svo þegar maður er að þjálfa hann þá reynir maður að komast í eitthvað annað hlutverk sem getur verið erfitt,“ sagði Jóhann. „Ólafur er búinn að standa sig mjög vel í síðustu leikjum en málið með hann er að hann er búinn að eiga mjög þungt tímabil. Það er búið að vera erfitt fyrir hann persónulega, bæði andlega og líkamlega. Hann virðist vera að finna taktinn á réttum tíma og vonandi verður bara framhald á því,“ sagði Jóhann. Faðir þeirra bræðra, Grindavíkurgoðsögnin Ólafur Þór Jóhannsson, lést 2. febrúar síðastliðinn. „Svo er búið að vera erfitt fyrir ykkur persónulega. Síðasta tímabil eru þessar hamfarir í Grindavík og á þessu tímabili kemur upp enn verra mál fyrir ykkur fjölskylduna. Hvernig er að takast á við annað tímabil í röð þar sem þú ert að glíma við eitthvað fyrir utan körfuboltann,“ spurði Stefán. Haft körfuna til að kúpla sig út „Þetta er erfitt en fyrir mig persónulega, bæði í fyrra og svo aftur í ár, þá hef ég haft körfuna til að kúpla mig út úr daglegu amstri. Það hafa verið gleðistundir að koma í Smárann, þjálfa og kúpla sig út úr raunveruleikanum,“ sagði Jóhann. „Þetta er ofboðslega mikilvægt fyrir fólkið. Til dæmis eins og síðasta tímabil þá vorum við að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag. Svo bara 29. maí er það bara búið og það kemur tómrúm. Við vorum svolítið lengi af stað,“ sagði Jóhann. „Þetta tók smá tíma og það er búið að vera svolítið ströggl á okkur í vetur að finna taktinn en það er vonandi komið,“ sagði Jóhann. Það má horfa á allt viðtalið við Jóhann hér fyrir ofan. Hann ræðir þar líka aðra leikmenn Grindavíkurliðsins. Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira
Jóhann stýrði Grindvíkingum til sigurs í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Vals í gærkvöldi og Bónus Körfuboltakvöld valdi hann mann kvöldsins eftir leik. Jóhann fékk því gjafabréfið frá Just Wingin it og mætti í viðtal á háborðið eftir leikinn. Grindvíkingar töpuðu í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á móti Val síðasta vor en núna komu þeir fram hefndum. Liðið lenti reyndar 1-0 undir í einvíginu en vann í gærkvöldi sinn þriðja leik í röð. Það var líka endurkomusigur því Valsmenn komust mest tólf stigum yfir í leiknum en Grindvíkingar áttu lokaorðið og eru komnir í undanúrslitin.. Klippa: „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki“ „Hann er mættur í settið til okkar Just Wingin it þjálfari leiksins. Þú vannst þjálfaraskákina og þetta er í fyrsta sinn sem þjálfari fær þetta gjafabréf,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaðir Bónus Körfuboltakvölds, þegar hann tók á móti Jóhanni á háborðinu. „Hvað þýðir þessi sigur fyrir Grindavíkurliðið,“ spurði Stefán. Stundirnar okkar saman hér í Smáranum „Bara að við séum komnir í gegn það gefur okkur alveg helling. Ég veit að þetta er orðið þreytt en bara fyrir fólkið okkar, samfélagið og stundirnar okkar saman hér í Smáranum,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson. „Þetta er rosalega mikilvægt fyrir sálarlífið hjá fólki. Það er líka búin að vera ákveðin Valsgrýla undanfarin ár. Þeir hafa slegið okkur út úr bikar tvisvar á síðustu þremur árum. Þetta er bara stórt skref og það er risastórt fyrir okkur að vera komnir í næstu umferð,“ sagði Jóhann. Stefán Árni spurði Jóhann líka út í bróðir hans Ólaf Ólafsson sem er fyrirliði Grindavíkurliðsins. „Það var gaman að fylgjast með ykkur bræðrum í heimildaséríunni á Stöð2 Sport um síðasta tímabil. Hvernig hafa samræður ykkar á milli verið síðustu tíu daga,“ spurði Stefán. Þetta er litli bróðir minn „Við höfum lítið sem ekkert rætt saman síðustu daga en þetta getur verið erfitt kombó. Þetta er litli bróðir minn og mér þykir ofboðslega vænt um hann. Svo þegar maður er að þjálfa hann þá reynir maður að komast í eitthvað annað hlutverk sem getur verið erfitt,“ sagði Jóhann. „Ólafur er búinn að standa sig mjög vel í síðustu leikjum en málið með hann er að hann er búinn að eiga mjög þungt tímabil. Það er búið að vera erfitt fyrir hann persónulega, bæði andlega og líkamlega. Hann virðist vera að finna taktinn á réttum tíma og vonandi verður bara framhald á því,“ sagði Jóhann. Faðir þeirra bræðra, Grindavíkurgoðsögnin Ólafur Þór Jóhannsson, lést 2. febrúar síðastliðinn. „Svo er búið að vera erfitt fyrir ykkur persónulega. Síðasta tímabil eru þessar hamfarir í Grindavík og á þessu tímabili kemur upp enn verra mál fyrir ykkur fjölskylduna. Hvernig er að takast á við annað tímabil í röð þar sem þú ert að glíma við eitthvað fyrir utan körfuboltann,“ spurði Stefán. Haft körfuna til að kúpla sig út „Þetta er erfitt en fyrir mig persónulega, bæði í fyrra og svo aftur í ár, þá hef ég haft körfuna til að kúpla mig út úr daglegu amstri. Það hafa verið gleðistundir að koma í Smárann, þjálfa og kúpla sig út úr raunveruleikanum,“ sagði Jóhann. „Þetta er ofboðslega mikilvægt fyrir fólkið. Til dæmis eins og síðasta tímabil þá vorum við að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag. Svo bara 29. maí er það bara búið og það kemur tómrúm. Við vorum svolítið lengi af stað,“ sagði Jóhann. „Þetta tók smá tíma og það er búið að vera svolítið ströggl á okkur í vetur að finna taktinn en það er vonandi komið,“ sagði Jóhann. Það má horfa á allt viðtalið við Jóhann hér fyrir ofan. Hann ræðir þar líka aðra leikmenn Grindavíkurliðsins.
Bónus-deild karla Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Sjá meira