Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 23:52 Hollensk frjósemisfyrirtæki beygðu reglurnar eftir hentisemi sinni í áratugi. Getty Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. Félagið segir að sumar frjósemisklíníkurnar hafi vísvitandi notað sama sæðisskammtinn allt að 25 sinnum, skipt sæðisskömmtum út án tilskilinnar pappírsvinnu og upplýsts samþykkis gjafans, auk þess að leyfa sama gjafanum að gefa sæði á mörgum frjósemisstofum. Fulltrúar félagsins ræddu við hollenska fréttaþáttinn Nieuwsuur í kvöld. „Tala svokallaðra „fjöldagjafa“ ætti að vera núll. Fyrir hönd stéttarinnar allar, viljum við biðjast afsökunar. Við bárum okkur ekki að eins og við hefðum átt að gera,“ segir Marieke Schoonenberg kvensjúkdómalæknir. Í Hollandi kveða lög á um að sæðisgjafi megi ekki feðra fleiri börn en 12 en áður fyrr var miðað við 25. Með þeim er reynt að koma í veg fyrir óvænt sifjaspell. Lögin tóku gildi árið 1992 en vegna strangra persónuverndalaga hefur reynst erfitt að framfylgja þeim samkvæmt umfjöllun breska miðilsins Guardian. Vegna þessara erfiðleika var ákveðið að koma skyldi upp skráningarkerfi sæðisgjafa og mæðra barna sæðisgjafa sem átti að tryggja það að sæði sama gjafa yrði ekki notað við fleiri en tólf getnaði. Það kerfi var ekki tekið í gagnið fyrr en í þessum mánuði. „Fyrir vikið vitum við fyrst nú nákvæman fjölda barna sem hver gjafi hefur feðrað,“ segir Marieke en samkvæmt gagnagrunninum eru að minnsta kosti 85 manns sem feðrað hafa 25 eða fleiri börn. Flestir sæðisgjafarnir hafa feðrað á bilinu 26 til 40 börn en allnokkrir á bilinu 50 til 75. Þeirra á meðal eru einnig tíu frjósemislæknar sem hafa notað eigið sæði til að feðra tugi barna í trássi við lög og almennt siðferði. Sá sæðisgjafi sem feðrað hefur flest börn að því er vitað er er einn Jonathan Jacob Meijer. Hann hefur feðrað 550 börn hið minnsta um víða veröld en á annað hundrað þeirra voru feðruð á hollenskum frjósemisklíníkum. Um hann framleiddi Netflix heimildamynd sem ber hið lýsandi nafn: „Maðurinn sem á þúsund börn.“ Frjósemi Holland Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Félagið segir að sumar frjósemisklíníkurnar hafi vísvitandi notað sama sæðisskammtinn allt að 25 sinnum, skipt sæðisskömmtum út án tilskilinnar pappírsvinnu og upplýsts samþykkis gjafans, auk þess að leyfa sama gjafanum að gefa sæði á mörgum frjósemisstofum. Fulltrúar félagsins ræddu við hollenska fréttaþáttinn Nieuwsuur í kvöld. „Tala svokallaðra „fjöldagjafa“ ætti að vera núll. Fyrir hönd stéttarinnar allar, viljum við biðjast afsökunar. Við bárum okkur ekki að eins og við hefðum átt að gera,“ segir Marieke Schoonenberg kvensjúkdómalæknir. Í Hollandi kveða lög á um að sæðisgjafi megi ekki feðra fleiri börn en 12 en áður fyrr var miðað við 25. Með þeim er reynt að koma í veg fyrir óvænt sifjaspell. Lögin tóku gildi árið 1992 en vegna strangra persónuverndalaga hefur reynst erfitt að framfylgja þeim samkvæmt umfjöllun breska miðilsins Guardian. Vegna þessara erfiðleika var ákveðið að koma skyldi upp skráningarkerfi sæðisgjafa og mæðra barna sæðisgjafa sem átti að tryggja það að sæði sama gjafa yrði ekki notað við fleiri en tólf getnaði. Það kerfi var ekki tekið í gagnið fyrr en í þessum mánuði. „Fyrir vikið vitum við fyrst nú nákvæman fjölda barna sem hver gjafi hefur feðrað,“ segir Marieke en samkvæmt gagnagrunninum eru að minnsta kosti 85 manns sem feðrað hafa 25 eða fleiri börn. Flestir sæðisgjafarnir hafa feðrað á bilinu 26 til 40 börn en allnokkrir á bilinu 50 til 75. Þeirra á meðal eru einnig tíu frjósemislæknar sem hafa notað eigið sæði til að feðra tugi barna í trássi við lög og almennt siðferði. Sá sæðisgjafi sem feðrað hefur flest börn að því er vitað er er einn Jonathan Jacob Meijer. Hann hefur feðrað 550 börn hið minnsta um víða veröld en á annað hundrað þeirra voru feðruð á hollenskum frjósemisklíníkum. Um hann framleiddi Netflix heimildamynd sem ber hið lýsandi nafn: „Maðurinn sem á þúsund börn.“
Frjósemi Holland Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira