„Við bara brotnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2025 22:19 Kristófer Acox var súr og svekktur í leikslok. Vísir/Anton Brink Kristófer Acox segir að orkustigið hafi breyst í seinni hálfleik er Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik í átta liða úrslitum eftir þriðja tapið í röð gegn Grindavík í kvöld. „Mér fannst orkustigið bara breytast. Við mættum klárir og mér fannst við vera með tök á leiknum nánast allan tímann. Við töluðum um að koma út í seinni hálfleikinn með sömu orku og við vorum með í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að gera vel og fengum þá í þau skot sem við viljum að þeir taki,“ sagði Kristófer í viðtali við Andra Má Eggertsson í leikslok. „En svo er það búið að vera svolítið sagan í þessu einvígi að þegar líður á, þegar við höfum yfirleitt verið liðið sem heldur einbeitingu og kemst í gegnum þessar erfiðu mínútur, þá erum við svolítið búnir að vera að missa hausinn og við bara brotnum.“ „Þeir ná einhverju áhlaupi og ég átta mig ekki alveg á því hvernig við töpum seinni hálfleiknum með 18 stigum með tímabilið undir. Það er eiginlega bara ótrúlegt.“ Kristófer og Taiwo Badmus lentu báðir í villuvandræðum frekar snemma í kvöld og Kristófer segir það hafa haft áhrif. „Auðvitað spilar það inn í. En við erum samt bara að leyfa Daniel Mortensen að fá skot sem við erum búnir að tala um alla seríuna að taka frá honum og leyfum Kane að komast í gang. Við höldum Pargo undir tíu stigum sem er mjög jákvætt, en það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og refsa okkur. Mér fannst við bara gera of mikið af mistökum á báðum endum vallarins.“ „Þegar maður horfir á þetta einvígi þá kannski áttum við ekkert skilið að fara áfram. En við vitum líka að þetta hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum ekki misst okkar mann Kára í fyrsta leik,“ sagði Kristófer. Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
„Mér fannst orkustigið bara breytast. Við mættum klárir og mér fannst við vera með tök á leiknum nánast allan tímann. Við töluðum um að koma út í seinni hálfleikinn með sömu orku og við vorum með í fyrri hálfleik. Við vorum búnir að gera vel og fengum þá í þau skot sem við viljum að þeir taki,“ sagði Kristófer í viðtali við Andra Má Eggertsson í leikslok. „En svo er það búið að vera svolítið sagan í þessu einvígi að þegar líður á, þegar við höfum yfirleitt verið liðið sem heldur einbeitingu og kemst í gegnum þessar erfiðu mínútur, þá erum við svolítið búnir að vera að missa hausinn og við bara brotnum.“ „Þeir ná einhverju áhlaupi og ég átta mig ekki alveg á því hvernig við töpum seinni hálfleiknum með 18 stigum með tímabilið undir. Það er eiginlega bara ótrúlegt.“ Kristófer og Taiwo Badmus lentu báðir í villuvandræðum frekar snemma í kvöld og Kristófer segir það hafa haft áhrif. „Auðvitað spilar það inn í. En við erum samt bara að leyfa Daniel Mortensen að fá skot sem við erum búnir að tala um alla seríuna að taka frá honum og leyfum Kane að komast í gang. Við höldum Pargo undir tíu stigum sem er mjög jákvætt, en það eru bara aðrir leikmenn sem stíga upp og refsa okkur. Mér fannst við bara gera of mikið af mistökum á báðum endum vallarins.“ „Þegar maður horfir á þetta einvígi þá kannski áttum við ekkert skilið að fara áfram. En við vitum líka að þetta hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum ekki misst okkar mann Kára í fyrsta leik,“ sagði Kristófer.
Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira