„Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2025 22:09 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Finnur og lærisveinar hans máttu þola átta stiga tap gegn Grindavík í kvöld og eru þar með komnir í snemmbúið sumarfrí. Finnur segir að sama uppskrift hafi orðið hans mönnum að falli í seinustu þremur leikjum. „Bara eiginlega það sama og í síðustu tveimur leikjum á undan. Þegar hægist á leiknum þá eru þeir bæði að spila vel varnarlega og við í vandræðum með að skapa okkur skot. Á hinum endanum eru þeir svo með Pargo og Kane sem er erfitt að dekka einn á einn. Þeir eru að búa til skot og setja skotin.“ „Svo erum við líka bara að fara illa með hluti. Við fáum á okkur tvö stig eftir sóknarfrákast í víti, köstum boltanum nokkrum sinnum út af og nýtum ekki þau stóru skot sem við tókum. Heilt yfir var Grindavík betra liðið í þessari seríu og átti sigurinn fyllilega skilinn þó ég hefði viljað fá einn leik í viðbót. Ég óska þeim bara til hamingju.“ Valsmenn leiddu lengst af í leik kvöldsins og voru með tíu stiga forskot framan af 3. leikhluta. „Mér fannst þeir bara meira aggressívir þegar þeir voru að koma út og mér fannst við vera að hleypa þeim dýpra. Við vorum að senda þá mikið á vítalínuna og að sama skapi náðum við ekki sama flæði í sóknarleiknum.“ Þá segir hann tímabilið í heild ekki vera vonbrigði, þrátt fyrir að niðurstaða kvöldsins hafi verið vonbrigði. „Að detta út í átta liða úrslitum eru klárlega vonbrigði. En ef maður horfir til baka og skoðar stöðuna sem við vorum í í deildinni í nóvember með þrjá sigra og sjö töp. Við náðum að snúa því við og enda með heimaleikjarétt og unnum bikarinn. Þannig það er erfitt að tala um að þetta hafi verið algjör vonbrigði.“ „En eftir þrjú góð ár þar sem við höfum farið í lokaúrslitin þá eru þetta auðvitað ákveðin vonbrigði. Auðvitað er hægt að tala um mikil meiðsli. Ég er frá fyrstu tvo mánuðina, Kristó er frá í upphafi tímabils og annað árið í röð erum við að missa leikstjórnandan okkar í erfið meiðsli sem binda enda á tímabilið hans. Ég held að heilt yfir hafi þetta verið erfitt tímabil og við hefðum getað gert betur. Við náðum okkur aldrei almennilega í gang eftir bikarinn og svo eru greinilega lið sem eru betri en við.“ Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Finnur og lærisveinar hans máttu þola átta stiga tap gegn Grindavík í kvöld og eru þar með komnir í snemmbúið sumarfrí. Finnur segir að sama uppskrift hafi orðið hans mönnum að falli í seinustu þremur leikjum. „Bara eiginlega það sama og í síðustu tveimur leikjum á undan. Þegar hægist á leiknum þá eru þeir bæði að spila vel varnarlega og við í vandræðum með að skapa okkur skot. Á hinum endanum eru þeir svo með Pargo og Kane sem er erfitt að dekka einn á einn. Þeir eru að búa til skot og setja skotin.“ „Svo erum við líka bara að fara illa með hluti. Við fáum á okkur tvö stig eftir sóknarfrákast í víti, köstum boltanum nokkrum sinnum út af og nýtum ekki þau stóru skot sem við tókum. Heilt yfir var Grindavík betra liðið í þessari seríu og átti sigurinn fyllilega skilinn þó ég hefði viljað fá einn leik í viðbót. Ég óska þeim bara til hamingju.“ Valsmenn leiddu lengst af í leik kvöldsins og voru með tíu stiga forskot framan af 3. leikhluta. „Mér fannst þeir bara meira aggressívir þegar þeir voru að koma út og mér fannst við vera að hleypa þeim dýpra. Við vorum að senda þá mikið á vítalínuna og að sama skapi náðum við ekki sama flæði í sóknarleiknum.“ Þá segir hann tímabilið í heild ekki vera vonbrigði, þrátt fyrir að niðurstaða kvöldsins hafi verið vonbrigði. „Að detta út í átta liða úrslitum eru klárlega vonbrigði. En ef maður horfir til baka og skoðar stöðuna sem við vorum í í deildinni í nóvember með þrjá sigra og sjö töp. Við náðum að snúa því við og enda með heimaleikjarétt og unnum bikarinn. Þannig það er erfitt að tala um að þetta hafi verið algjör vonbrigði.“ „En eftir þrjú góð ár þar sem við höfum farið í lokaúrslitin þá eru þetta auðvitað ákveðin vonbrigði. Auðvitað er hægt að tala um mikil meiðsli. Ég er frá fyrstu tvo mánuðina, Kristó er frá í upphafi tímabils og annað árið í röð erum við að missa leikstjórnandan okkar í erfið meiðsli sem binda enda á tímabilið hans. Ég held að heilt yfir hafi þetta verið erfitt tímabil og við hefðum getað gert betur. Við náðum okkur aldrei almennilega í gang eftir bikarinn og svo eru greinilega lið sem eru betri en við.“
Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum