„Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. apríl 2025 17:37 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir refsihörku Íslendinga fara minnkandi samkvæmt rannsókn um viðhorf Íslendinga til refsinga og dóma. Íslendingar sækist frekar eftir endurhæfingu afbrotafólks í stað refsingar. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands, sagði frá nýrri rannsókn sinni um viðhorf Íslendinga til refsingu og dóma. „Þetta er norrænt verkefni sem kannar afstöðu almennings og dómara til afbrota og refsinga til að athuga hvort að það sé munur þar á milli,“ segir Helgi í viðtali í Reykjavík síðdegis. Rannsóknin fer fram á öllum Norðurlöndunum en sambærileg rannsókn var gerð á árunum 2010 til 2015. „Niðurstaða sem hefur komið fram í nýja verkefninu er að það eru ekki alveg jafn margir í dag sem telja refsingar of vægar líkt og 2010 til 2012 þegar sambærileg könnun var gerð,“ segir Helgi. „Það er ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var á þeim tíma.“ Vanmeta refsingu dómara Rannsóknin er enn í gangi og hefur verið framkvæmd spurningakönnun meðal almennings, rýnihópur fyrir fólk á aldrinum átján til 24 ára og hittist hópur íslenskra dómara sem fór yfir mál og ákvað hvernig dæmt yrði í málunum. Að sögn Helga hefur almenningur þá tilhneigingu að vanmeta hvernig dómarar dæma í málum og telji refsingarnar ekki nógu harðar. „Það er í gangi eins konar vanmat á refsingu dómara,“ segir Helgi. „Ef við skoðum ofbeldismálin sérstaklega, þar kemur það skýrt fram að almenningur telur dómstóla allt of væga. Þegar er almenningur er spurður um þetta þá kemur raunverulega ljós að þegar spurt er um refsingar er verið að hugsa um ákveðin brot, fyrst og fremst kynferðisbrot,“ segir Helgi. Íslendingar eru hins vegar flestir sammála um að refsing afbrotafólks eigi ekki að vera hefnd heldur endurhæfing. „Þá kemur fram að það er ekki bara að refsa viðkomandi eða senda skilaboð eða hefna fyrir heldur endurhæfing. Það er endurhæfingarsjónarmiðið sem er lang algengast að menn nefni það sem höfuðmarkmið refsingar hér hjá okkur,“ segir Helgi. Ekki mikill munur á milli þjóða Niðurstöður á Íslandi í fyrri rannsókninni voru þá á pari við niðurstöðurnar í hinum Norðurlöndunum. „Þær vísbendingar sem ég hef fengið frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að það er það sama að gerast þar. Almenningur telur refsingar of vægar og þegar þeir eru spurðir hvort þær séu almennt of vægar eða þeir séu að hugsa um tiltekin brot, þá eru þeir að hugsa um tiltekin brot. Það eru ofbeldisbrotin sem fólk er að hugsa fyrst og fremst um,“ segir Helgi. Íslendingarnir eru ekki með afgerandi skoðanir miðað við hin löndin. „Við erum mjög lík Norðurlandaþjóðirnar. Við sáum ekki mikinn mun á milli þjóðanna. Við sáum að Svíarnir eru heldur harðari og Danirnir heldur mýkri. Við á Íslandi vorum svona mitt á milli.“ Helgi fer á fund með rannsakendum á Norðurlöndunum í maí þar sem fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar koma í ljós. Vísindi Reykjavík síðdegis Fangelsismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands, sagði frá nýrri rannsókn sinni um viðhorf Íslendinga til refsingu og dóma. „Þetta er norrænt verkefni sem kannar afstöðu almennings og dómara til afbrota og refsinga til að athuga hvort að það sé munur þar á milli,“ segir Helgi í viðtali í Reykjavík síðdegis. Rannsóknin fer fram á öllum Norðurlöndunum en sambærileg rannsókn var gerð á árunum 2010 til 2015. „Niðurstaða sem hefur komið fram í nýja verkefninu er að það eru ekki alveg jafn margir í dag sem telja refsingar of vægar líkt og 2010 til 2012 þegar sambærileg könnun var gerð,“ segir Helgi. „Það er ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var á þeim tíma.“ Vanmeta refsingu dómara Rannsóknin er enn í gangi og hefur verið framkvæmd spurningakönnun meðal almennings, rýnihópur fyrir fólk á aldrinum átján til 24 ára og hittist hópur íslenskra dómara sem fór yfir mál og ákvað hvernig dæmt yrði í málunum. Að sögn Helga hefur almenningur þá tilhneigingu að vanmeta hvernig dómarar dæma í málum og telji refsingarnar ekki nógu harðar. „Það er í gangi eins konar vanmat á refsingu dómara,“ segir Helgi. „Ef við skoðum ofbeldismálin sérstaklega, þar kemur það skýrt fram að almenningur telur dómstóla allt of væga. Þegar er almenningur er spurður um þetta þá kemur raunverulega ljós að þegar spurt er um refsingar er verið að hugsa um ákveðin brot, fyrst og fremst kynferðisbrot,“ segir Helgi. Íslendingar eru hins vegar flestir sammála um að refsing afbrotafólks eigi ekki að vera hefnd heldur endurhæfing. „Þá kemur fram að það er ekki bara að refsa viðkomandi eða senda skilaboð eða hefna fyrir heldur endurhæfing. Það er endurhæfingarsjónarmiðið sem er lang algengast að menn nefni það sem höfuðmarkmið refsingar hér hjá okkur,“ segir Helgi. Ekki mikill munur á milli þjóða Niðurstöður á Íslandi í fyrri rannsókninni voru þá á pari við niðurstöðurnar í hinum Norðurlöndunum. „Þær vísbendingar sem ég hef fengið frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að það er það sama að gerast þar. Almenningur telur refsingar of vægar og þegar þeir eru spurðir hvort þær séu almennt of vægar eða þeir séu að hugsa um tiltekin brot, þá eru þeir að hugsa um tiltekin brot. Það eru ofbeldisbrotin sem fólk er að hugsa fyrst og fremst um,“ segir Helgi. Íslendingarnir eru ekki með afgerandi skoðanir miðað við hin löndin. „Við erum mjög lík Norðurlandaþjóðirnar. Við sáum ekki mikinn mun á milli þjóðanna. Við sáum að Svíarnir eru heldur harðari og Danirnir heldur mýkri. Við á Íslandi vorum svona mitt á milli.“ Helgi fer á fund með rannsakendum á Norðurlöndunum í maí þar sem fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar koma í ljós.
Vísindi Reykjavík síðdegis Fangelsismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira