Fékk síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 09:03 Anton Sveinn McKee er fyrrum verðlaunahafi á Evrópumeistaramótinu en hefur snúið sér að öðru. Vísir/Vilhelm Íslenski sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setti sundhettuna upp á hillu í lok síðasta árs en hann var þó ekki búinn að taka við síðasta bikarnum á ferlinum Sundsamband Íslands gerði í gær upp síðasta sundár eftir Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug sem fram fór um helgina. Anton Sveinn fékk þá síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti að keppa í sundi. Anton fékk í gær afhentan Pétursbikarinn sem hann hefur unnið oft áður. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Anton fékk Pétursbikarinn fyrir 200 metra bringusund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hann náði í 896 stig. @antonmckee „Seinasti bikarinn á ferlinum. Til hamingju Snorri og Snæfríður. Þið takið við keflinu núna,“ skrifaði Anton Sveinn á samfélagsmiðla. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins eru fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hún náði í 878 stig. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar fékk síðan Ásgeirsbikarinn sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Það var forseti Íslands,Frú Halla Tómasdóttir, sem afhenti Forseta bikarinn. Snorri Dagur fékk hann fyrir að synda 100 metra bringusund á 1:00,67 mín. sem gaf honum 824 stig. View this post on Instagram A post shared by Sundsamband Íslands (@sundsambandislands) Sund Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Sundsamband Íslands gerði í gær upp síðasta sundár eftir Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug sem fram fór um helgina. Anton Sveinn fékk þá síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti að keppa í sundi. Anton fékk í gær afhentan Pétursbikarinn sem hann hefur unnið oft áður. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Anton fékk Pétursbikarinn fyrir 200 metra bringusund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hann náði í 896 stig. @antonmckee „Seinasti bikarinn á ferlinum. Til hamingju Snorri og Snæfríður. Þið takið við keflinu núna,“ skrifaði Anton Sveinn á samfélagsmiðla. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins eru fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hún náði í 878 stig. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar fékk síðan Ásgeirsbikarinn sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Það var forseti Íslands,Frú Halla Tómasdóttir, sem afhenti Forseta bikarinn. Snorri Dagur fékk hann fyrir að synda 100 metra bringusund á 1:00,67 mín. sem gaf honum 824 stig. View this post on Instagram A post shared by Sundsamband Íslands (@sundsambandislands)
Sund Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira