Sport

Dag­skráin í dag: Reykjavíkurslagur, úrslitarimma, uppgjörsþættir og Karó­lína Lea

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Boltaíþróttir eru í fyrirrúmi en fleira má finna.
Boltaíþróttir eru í fyrirrúmi en fleira má finna.

Fjöruga dagskrá má finna á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan mánudaginn. Grindavík getur klárað einvígið gegn Val, tveir leikir fara fram í Bestu deildinni og Stúkan gerir síðan umferðina upp, Lögmál leiksins tekur allt NBA tímabilið fyrir og Karólína Lea kemur sjóðheit úr landsleikjahlé í leik með Bayer Leverkusen. 

Stöð 2 Sport

18:10 - Lengsta undirbúningstímabil í heimi: Baldur Sigurðsson heimsækir Þór/KA. 

19:00 – Grindavík og Valur mætast í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Grindavík getur klárað einvígið með sigri í kvöld.

Körfuboltakvöld verður í Smáranum og gerir leikina upp í beinu kjölfari.

Stöð 2 Sport 2

20:00 – Lögmál leiksins gerir upp tímabilið í NBA deildinni.

Stöð 2 Sport 5

19:00 – KR og Valur mætast í annarri umferð Bestu deildar karla.

Stúkan tekur svo við og gerir upp alla leiki umferðarinnar.

Stöð 2 Besta deildin

19:05 – Stjarnan og ÍA mætast í annarri umferð Bestu deildar karla.

Vodafone Sport

15:55 – Bayer Leverkusen tekur á móti Köln í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Karólína Lea er leikmaður Leverkusen, hún skoraði þrennu í landsleik Íslands gegn Sviss í síðustu viku. 

18:50 – Hull og Coventry mætast í ensku Championship deildinni.

22:30 – Philadelphia Phillies og San Francisco Giants mætast í MLB hafnaboltadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×