Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. apríl 2025 15:28 Finnbogi Jónasson segir samfélagið á Íslandi vera að breytast á ofsahraða. Stöð 2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir lögregluna meðvitaða um einstaklinga á táningsaldri sem taka þátt í spjallborðum um ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu. Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir lögreglu þurfa á auknum forvirkum heimildum að halda til að bregðast við þeim öru breytingum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi. Hann ræddi þetta á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Finnbogi segir nauðsynlegt að grípa inn í áður en það verður of seint. „Þeim mun fyrr sem að börnin okkar lenda í einhverjum öfgum, alveg sama hvaða öfgar það eru, hvort það eru hægri öfgafullar ofbeldisskoðanir um það hvernig samfélagið eigi að vera eða öfgar í áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Um leið og við missum börnin okkar inn í það, þá er svo erfitt að fá þau til baka,“ segir hann. Hann segir ofbeldisorðræðu á netinu geta undið hratt upp á sig og að auknar eftirlitsheimildir lögreglu dugi ekki einar og sér. Allt samfélagið þurfi að takast á við vandann sem við blasir. „Þetta byrjar kannski lítið. við sjáum þegar við ræðum við okkar samstarfsmenn, hver er vöxturinn í þessu. Þetta byrjar sem umræða svo verður þetta lítil atvik eins og veggjakrot, smávægileg skemmdarverk. Síðan verður þetta að einhvers konar ofbeldisverkum, litlir hópar fara og ráðast á einstaklinga, síðan er farið að ráðast á stærri hópa. Þetta vex og ef við grípum ekki inn í vex þetta og verður stærra og stærra,“ segir Finnbogi. Hryðjuverkaógn hafi aukist Greiningardeild ríkislögreglustjóra gaf út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi í vikunni. Hættumatið helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, þó kemur þar fram að ógnin hafi aukist lítillega. Ógnin stafi helst af ofbeldishneigðum einstaklingum sem sæki í áróður hægri öfgamanna og -hreyfinga. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé merkjanleg meðal íslenskra ungmenna en lögreglan hafi litlar heimildir til að bregðast við. Fólk hverfi inn í nafnleysið Finnbogi segir Ísland vera að breytast hratt. „Við erum á ofsahraða að færast frá þessu litla samfélagi þar sem allir þekkja alla. Bæði hverfur fólk inn til sín, inn í internetið og inn í nafnleysið. Síðan fjölgar gríðarlega í samfélaginu. Það fjölgar ekki bara Íslendingum, við getum horft á einstaklinga af erlendum uppruna sem eru á Íslandi, það er mjög hátt. Það veldur erfiðleikum, þá erum við ekki þar að allir þekkja alla,“ segir hann. Hann tekur þó fram að Ísland standi enn vel á heimsvísu og að áskoranirnar á Íslandi séu smærri en þær á Norðurlöndunum til dæmis. Það sé þó ekkert fast í hendi. Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Lögreglumál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Finnbogi Jónasson, aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir lögreglu þurfa á auknum forvirkum heimildum að halda til að bregðast við þeim öru breytingum sem eiga sér stað í íslensku samfélagi. Hann ræddi þetta á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Finnbogi segir nauðsynlegt að grípa inn í áður en það verður of seint. „Þeim mun fyrr sem að börnin okkar lenda í einhverjum öfgum, alveg sama hvaða öfgar það eru, hvort það eru hægri öfgafullar ofbeldisskoðanir um það hvernig samfélagið eigi að vera eða öfgar í áfengis- eða fíkniefnaneyslu. Um leið og við missum börnin okkar inn í það, þá er svo erfitt að fá þau til baka,“ segir hann. Hann segir ofbeldisorðræðu á netinu geta undið hratt upp á sig og að auknar eftirlitsheimildir lögreglu dugi ekki einar og sér. Allt samfélagið þurfi að takast á við vandann sem við blasir. „Þetta byrjar kannski lítið. við sjáum þegar við ræðum við okkar samstarfsmenn, hver er vöxturinn í þessu. Þetta byrjar sem umræða svo verður þetta lítil atvik eins og veggjakrot, smávægileg skemmdarverk. Síðan verður þetta að einhvers konar ofbeldisverkum, litlir hópar fara og ráðast á einstaklinga, síðan er farið að ráðast á stærri hópa. Þetta vex og ef við grípum ekki inn í vex þetta og verður stærra og stærra,“ segir Finnbogi. Hryðjuverkaógn hafi aukist Greiningardeild ríkislögreglustjóra gaf út nýja skýrslu um hryðjuverkaógn á Íslandi í vikunni. Hættumatið helst óbreytt frá síðasta ári þar sem talin er aukin hætta á hryðjuverkaógn, þó kemur þar fram að ógnin hafi aukist lítillega. Ógnin stafi helst af ofbeldishneigðum einstaklingum sem sæki í áróður hægri öfgamanna og -hreyfinga. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé merkjanleg meðal íslenskra ungmenna en lögreglan hafi litlar heimildir til að bregðast við. Fólk hverfi inn í nafnleysið Finnbogi segir Ísland vera að breytast hratt. „Við erum á ofsahraða að færast frá þessu litla samfélagi þar sem allir þekkja alla. Bæði hverfur fólk inn til sín, inn í internetið og inn í nafnleysið. Síðan fjölgar gríðarlega í samfélaginu. Það fjölgar ekki bara Íslendingum, við getum horft á einstaklinga af erlendum uppruna sem eru á Íslandi, það er mjög hátt. Það veldur erfiðleikum, þá erum við ekki þar að allir þekkja alla,“ segir hann. Hann tekur þó fram að Ísland standi enn vel á heimsvísu og að áskoranirnar á Íslandi séu smærri en þær á Norðurlöndunum til dæmis. Það sé þó ekkert fast í hendi.
Börn og uppeldi Hryðjuverkastarfsemi Lögreglumál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira