Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 15:29 Efnahagsstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur einkennst af mikilli óreiðu og óvissu, sem fjárfestum er verulega illa við. AP/Manuel Balce Ceneta Bandarísk skuldabréf hafa um árabil verið talin heimsins öruggasta skjól fyrir fjárfesta. Þar virðist þó ákveðin breyting vera að eiga sér stað, samhliða því að fjárfestar virðast vera að missa trúna á Bandaríkjunum en þó sérstaklega yfirvöldum þar og er það að miklu leyti hvernig haldið hefur verið á spilunum vegna tolla Trumps, eins og þeir hafa verið kallaðir. „Allur heimurinn hefur ákveðið að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ekki hugmynd um hvað hún er að gera,“ sagði einn sérfræðingur í samtali við New York Times. Annar sérfræðingur, Simon Johnson nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, sló á svipaða strengi og vísaði til þess hvernig tollar Trumps voru áætlaðir. Markaðir hafi ekki tekið vel í þessa „klikkuðu“ aðferðafræði. „Það virtist sem þeir vissu ekkert hvað þeir væru að gera og að þeim væri alveg sama. Það er nýtt stig af sturlun.“ Í einföldu máli sagt hafa fjárfestar staðið í þeirri trú að sama hvað á gangi muni stjórnvöld Bandaríkjanna standa við skuldbindingar sínar og hafa skuldabréfin bandarísku því verið talin einhver heimsins öruggasta fjárfesting þegar óreiða og vandræði kveða sér rúms á fjármálamörkuðum. Hreyfingar á skuldabréfamarkaði Bandaríkjanna í síðustu viku þykja þó varpa ljósi á að trú fjárfesta á þennan meinta fasta hagkerfis heimsins fari dvínandi. Þegar fjárfestar hófu að selja bandarísk skuldabréf í massavís í síðustu viku, eftir að umfangsmikil tollar Donalds Trump, forseta, á flest ríki heims tóku gildi, tók forsetinn u-beygju og tilkynnti skyndilega að hann ætlaði að fresta gildistöku flestra tollanna í níutíu daga. Sjá einnig: Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Þegar margir selja skuldabréf neyðast yfirvöld í Bandaríkjunum til að hækka vexti með því markmiði að fá fleiri til að kaupa skuldir ríkisins. Það á það til, eins og fram kemur í grein New York Times, að leiða til hærri vaxta í öllu hagkerfinu, með tilheyrandi verðhækkunum og hækkandi afborgunum af lánum. Vandinn er ekki eingöngu rakinn til Trumps en fjárfestingarsjóðir hafa selt skuldabréf til að bæta fjárhagsstöðu þeirra í ljósi mikillar lækkunar á mörkuðum, svo eitthvað sé nefnt. Þá eru uppi áhyggjur um að Seðlabanki Kína, sem situr á umtalsverðum skuldum Bandaríkjanna, sé að selja skuldabréf til að refsa Bandaríkjamönnum vegna tollanna. Eðlisávísunin ræður för Eftir að hann tilkynnti frestun tolla lýsti Trump því yfir að hann ætlaði að hefja viðræður við ráðamenn heimsins um viðskiptasamband Bandaríkjanna við önnur ríki. Spurður út í hvað réði för þegar kæmi að þessu viðræðum vísaði Trump til eðlisávísunar sinnar. Erfitt væri að fylgja einhverju öðru en eðlisávísun hans, eins og fram kemur í grein AP. „Treystið forsetanum,“ sagði Karline Leavitt, talskona hans á föstudaginn. „Hann veit hvað hann er að gera.“ Trump og embættismenn hans hafa ítrekað haldið því fram að með tollum sé hægt að færa ýmis verksmiðju- og framleiðslustörf til Bandaríkjanna. Þannig séu efnahagsvandræði til skamms tíma þess virði fyrir mikla hagsæld til langs tíma. Hagfræðingar og fjárfestar hafa þó kvartað sáran yfir því að svo virðist sem Hvíta húsið sé að leika af fingrum fram, án almennilegrar áætlunar. Það hefur valdið óreiðu og óöryggi á mörkuðum. Hagfræðingar svartsýnir Til marks um þessa óreiðu sagði Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Trumps, í viðtali í dag að nýlega tilkynnt undanþága síma, tölva og örflaga frá tollum væri einungis tímabundin. Verið væri að semja sérstaka tolla um slíkar vörur sem yrðu opinberaðir að næstu mánuðum. After Pres. Trump exempts tech like phones, computers and chips from new tariffs, Commerce Sec. Howard Lutnick tells @JonKarl they will be included in semiconductor tariffs to be released in coming months.“This is not a permanent sort of exemption.” https://t.co/p9xXrT2Xvx pic.twitter.com/RoVH72kfM1— This Week (@ThisWeekABC) April 13, 2025 Trump og ráðherrar hans hafa þó ekki verið samstíga þegar kemur að tollunum en það þykir eingöngu hafa aukið á óreiðuna og óvissuna. Sjá einnig: Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Trump og hans fólk hefur ítrekað verið margsaga um markmið tollanna og þá sérstaklega það hvort þeir séu komnir til að vera eða ekki. Hvort þeim sé ætlað að skapa vogarafl fyrir Bandaríkin í viðræðum við önnur ríki eða ekki. Wall Street Journal segir að frá því Trump tók við embætti forseta hafi bandarískir hagfræðingar orðið sífellt svartsýnni á efnahagshorfur vestanhafs. Þeir búist við minni hagvexti en hærri verðbólgu og hærra atvinnuleysi en áður og það sé að mestu leyti rakið til tolla Trumps og óreiðunnar vegna þeirra. Sífellt fleiri hagfræðingar telja kreppu í vændum. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
„Allur heimurinn hefur ákveðið að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ekki hugmynd um hvað hún er að gera,“ sagði einn sérfræðingur í samtali við New York Times. Annar sérfræðingur, Simon Johnson nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, sló á svipaða strengi og vísaði til þess hvernig tollar Trumps voru áætlaðir. Markaðir hafi ekki tekið vel í þessa „klikkuðu“ aðferðafræði. „Það virtist sem þeir vissu ekkert hvað þeir væru að gera og að þeim væri alveg sama. Það er nýtt stig af sturlun.“ Í einföldu máli sagt hafa fjárfestar staðið í þeirri trú að sama hvað á gangi muni stjórnvöld Bandaríkjanna standa við skuldbindingar sínar og hafa skuldabréfin bandarísku því verið talin einhver heimsins öruggasta fjárfesting þegar óreiða og vandræði kveða sér rúms á fjármálamörkuðum. Hreyfingar á skuldabréfamarkaði Bandaríkjanna í síðustu viku þykja þó varpa ljósi á að trú fjárfesta á þennan meinta fasta hagkerfis heimsins fari dvínandi. Þegar fjárfestar hófu að selja bandarísk skuldabréf í massavís í síðustu viku, eftir að umfangsmikil tollar Donalds Trump, forseta, á flest ríki heims tóku gildi, tók forsetinn u-beygju og tilkynnti skyndilega að hann ætlaði að fresta gildistöku flestra tollanna í níutíu daga. Sjá einnig: Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Þegar margir selja skuldabréf neyðast yfirvöld í Bandaríkjunum til að hækka vexti með því markmiði að fá fleiri til að kaupa skuldir ríkisins. Það á það til, eins og fram kemur í grein New York Times, að leiða til hærri vaxta í öllu hagkerfinu, með tilheyrandi verðhækkunum og hækkandi afborgunum af lánum. Vandinn er ekki eingöngu rakinn til Trumps en fjárfestingarsjóðir hafa selt skuldabréf til að bæta fjárhagsstöðu þeirra í ljósi mikillar lækkunar á mörkuðum, svo eitthvað sé nefnt. Þá eru uppi áhyggjur um að Seðlabanki Kína, sem situr á umtalsverðum skuldum Bandaríkjanna, sé að selja skuldabréf til að refsa Bandaríkjamönnum vegna tollanna. Eðlisávísunin ræður för Eftir að hann tilkynnti frestun tolla lýsti Trump því yfir að hann ætlaði að hefja viðræður við ráðamenn heimsins um viðskiptasamband Bandaríkjanna við önnur ríki. Spurður út í hvað réði för þegar kæmi að þessu viðræðum vísaði Trump til eðlisávísunar sinnar. Erfitt væri að fylgja einhverju öðru en eðlisávísun hans, eins og fram kemur í grein AP. „Treystið forsetanum,“ sagði Karline Leavitt, talskona hans á föstudaginn. „Hann veit hvað hann er að gera.“ Trump og embættismenn hans hafa ítrekað haldið því fram að með tollum sé hægt að færa ýmis verksmiðju- og framleiðslustörf til Bandaríkjanna. Þannig séu efnahagsvandræði til skamms tíma þess virði fyrir mikla hagsæld til langs tíma. Hagfræðingar og fjárfestar hafa þó kvartað sáran yfir því að svo virðist sem Hvíta húsið sé að leika af fingrum fram, án almennilegrar áætlunar. Það hefur valdið óreiðu og óöryggi á mörkuðum. Hagfræðingar svartsýnir Til marks um þessa óreiðu sagði Howard Lutnick, viðskiptaráðherra Trumps, í viðtali í dag að nýlega tilkynnt undanþága síma, tölva og örflaga frá tollum væri einungis tímabundin. Verið væri að semja sérstaka tolla um slíkar vörur sem yrðu opinberaðir að næstu mánuðum. After Pres. Trump exempts tech like phones, computers and chips from new tariffs, Commerce Sec. Howard Lutnick tells @JonKarl they will be included in semiconductor tariffs to be released in coming months.“This is not a permanent sort of exemption.” https://t.co/p9xXrT2Xvx pic.twitter.com/RoVH72kfM1— This Week (@ThisWeekABC) April 13, 2025 Trump og ráðherrar hans hafa þó ekki verið samstíga þegar kemur að tollunum en það þykir eingöngu hafa aukið á óreiðuna og óvissuna. Sjá einnig: Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Trump og hans fólk hefur ítrekað verið margsaga um markmið tollanna og þá sérstaklega það hvort þeir séu komnir til að vera eða ekki. Hvort þeim sé ætlað að skapa vogarafl fyrir Bandaríkin í viðræðum við önnur ríki eða ekki. Wall Street Journal segir að frá því Trump tók við embætti forseta hafi bandarískir hagfræðingar orðið sífellt svartsýnni á efnahagshorfur vestanhafs. Þeir búist við minni hagvexti en hærri verðbólgu og hærra atvinnuleysi en áður og það sé að mestu leyti rakið til tolla Trumps og óreiðunnar vegna þeirra. Sífellt fleiri hagfræðingar telja kreppu í vændum.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira