Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2025 14:04 Hér er dreifarinn frá Fögrusteinum í Hrunamannahreppi, sem sér um að dreifa seyrunni á landgræðslusvæði með mjög góðum árangri. Myndin var tekin síðasta sumar. Aðsend Um þúsund tonn af seyru frá sveitarfélögum og sumarbústöðum í uppsveitum Árnessýslu er nýtt til uppgræðslustarfa með góðum árangri. Á sama tíma er fólk hvatt til að henda alls ekki blauttuskum, tannþráðum eða munnpúðum í salerni. Seyruverkefnið svokallaða er rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita á Laugarvatni, sem sér um að halda utan um verkefnið, sem felst í móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og sjá um rekstur verkefnisins frá A til Ö. Sveitarfélögin, sem taka þátt eru Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Auk þess tekur Landgræðslan og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þátt í verkefninu. Nanna Jónsdóttir skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita heldur utan um seyruverkefnið og veit allt um það. „Við sem sagt sjáum um annars vegar hreinsun á rotþróm. Við erum að taka sumarhúsa rotþrær á fimm ára fresti og heimili og aðrar þrær á þriggja ára fresti. Við förum svo með efnið, sem sagt úr þrónum upp á Flúðir þar sem við erum með vinnslustöð og þar er seyran kölkuð,” segir Nanna. Eftir það er henni safnað saman í sérstakan dreifarabíl, sem fer með afurðina á afrétt í sérstaka landgræðslugirðingu þar sem seyrunni er dreift og hún nýtt til uppgræðslu með góðum árangri. Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita, sem heldur utan um seyruverkefnið af mikilli röggsemi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er þetta að virka vel til uppgræðslu, kúkur og piss og allt það eða hvað? „Heyrðu, þetta er að koma það vel út og okkur vantar nýtt svæði til að dreifa á og já, þetta er að skila mjög góðum árangri,” segir Nanna. En það eru alltaf einhver vandamál, sem fylgja verkefnum eins og seyruverkefninu því margir virðast nota klósettin sín, sem ruslatunnu. „Já, við þurfum alveg að fara í átak þar sameiginlega á landsvísu. Það er allt of mikið um blauttuskur til dæmis og tannþráð, fólk er að setja það og síðan eru það þessir púðar, sem er verið að nota. Þetta eru hlutir, sem mega alls ekki fara ofan í salerni,” segir Nanna, „Seyrustjóri“ uppsveita Árnessýslu. Bíll á Seyrustöðum á Flúðum þar sem móttakan á seyru er.Aðsend Hér má m.a. sjá upplýsingar um verkefnið Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Seyruverkefnið svokallaða er rekið undir byggðasamlaginu Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita á Laugarvatni, sem sér um að halda utan um verkefnið, sem felst í móttöku á seyru, annast hreinsun á rotþróm og sjá um rekstur verkefnisins frá A til Ö. Sveitarfélögin, sem taka þátt eru Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Auk þess tekur Landgræðslan og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þátt í verkefninu. Nanna Jónsdóttir skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita heldur utan um seyruverkefnið og veit allt um það. „Við sem sagt sjáum um annars vegar hreinsun á rotþróm. Við erum að taka sumarhúsa rotþrær á fimm ára fresti og heimili og aðrar þrær á þriggja ára fresti. Við förum svo með efnið, sem sagt úr þrónum upp á Flúðir þar sem við erum með vinnslustöð og þar er seyran kölkuð,” segir Nanna. Eftir það er henni safnað saman í sérstakan dreifarabíl, sem fer með afurðina á afrétt í sérstaka landgræðslugirðingu þar sem seyrunni er dreift og hún nýtt til uppgræðslu með góðum árangri. Nanna Jónsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita, sem heldur utan um seyruverkefnið af mikilli röggsemi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er þetta að virka vel til uppgræðslu, kúkur og piss og allt það eða hvað? „Heyrðu, þetta er að koma það vel út og okkur vantar nýtt svæði til að dreifa á og já, þetta er að skila mjög góðum árangri,” segir Nanna. En það eru alltaf einhver vandamál, sem fylgja verkefnum eins og seyruverkefninu því margir virðast nota klósettin sín, sem ruslatunnu. „Já, við þurfum alveg að fara í átak þar sameiginlega á landsvísu. Það er allt of mikið um blauttuskur til dæmis og tannþráð, fólk er að setja það og síðan eru það þessir púðar, sem er verið að nota. Þetta eru hlutir, sem mega alls ekki fara ofan í salerni,” segir Nanna, „Seyrustjóri“ uppsveita Árnessýslu. Bíll á Seyrustöðum á Flúðum þar sem móttakan á seyru er.Aðsend Hér má m.a. sjá upplýsingar um verkefnið
Bláskógabyggð Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira