Innlent

Þrjú inn­brot í mið­bænum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ekki er vitað hver braust inn í þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Ekki er vitað hver braust inn í þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi og í nótt tilkynningar um þrjú innbrot í verslanir í miðbæ Reykjavíkur. Sökudólgurinn, eða dólgarnir, eru ekki fundnir og veit lögreglan ekki hver var að verki.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar en alls voru 68 mál bókuð þar milli fimm seinni partinn í gær og fimm í morgun. Fimm gistu í fangaklefa eftir nóttina.

Tilkynningar bárust um tvö hópslagsmal og í öðru tilfellinu voru þrír handteknir fyrir líkamsárás. Í hinu mun málið hafa verið leyst á vettvangi.

Þá barst tilkynning um mann sem var að reyna að komast inn í bíla í miðbænum. Hann komst inn í minnst einn slíkan. Lögreglan fékk einnig fregnir af manni sem ók lyftara á golfvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hann var farinn á brott þegar lögregluþjóna bar að garði.

Nokkrir ökumenn voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Í einhverjum tilfellum voru ökumennirnir ekki með bílpróf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×